Íslenskir dómstólar skera úr um forgangsrétt á greiðslum Sigríður Mogensen skrifar 18. desember 2010 18:27 Tekist verður á um það fyrir dómstólum hvort Íslendingar njóti forgangsréttar á greiðslum úr þrotabúi Landsbankans. Bretar og Hollendingar eiga um helming af kröfum í þrotabúið á móti íslenska ríkinu. Bretar og Hollendingar gera kröfu í þrotabú Landsbankans. Það gera þeir vegna þess að stjórnvöld þessara landa bættu breskum og hollenskum sparifjáreigendum sem áttu innistæður á Icesave reikningum Landsbankans tjón sitt að fullu. Ef Icesave samningarnir verða samþykktir á Alþingi ábyrgist íslenska ríkið tæpar 21 þúsund evrur á hvern reikning, lágmarkstryggingu samkvæmt EES samningnum. Þá eignast íslenski innistæðutryggingasjóðurinn, og þar með íslenska ríkið, kröfu í þrotabúið. Miðað við að niðurstaðan verði þessi fá Bretar og Hollendingar tæpan helming af eignum bankans. Íslenska ríkið fær rúman helming. Stóra spurningin er hins vegar sú í hvaða röð kröfurnar eru greiddar út. Í Icesave samningunum sem undirritaður voru síðasta sumar var ákvæði sem fól það í sér að greitt yrði úr þrotabúi Landsbankans með þeim hætti að Bretar og Hollendingar fengju tæpan helming á móti Íslendingum á hverjum tímapunkti. Þetta þótti einn stærsti gallinn á samningunum, og var ákvæðið kennt við Ragnar Hall, hæstaréttarlögmann, sem taldi að íslenska ríkið ætti að njóta hærri forgangs en Bretar og Hollendingar samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Í nýju Icesave samkomulagi er hins vegar samið um að leysa skuli þennan ágreining fyrir dómstólum. Það verður því væntanlega Hæstiréttur sem sker úr um þetta mikla hagsmunamál Íslendinga, en gangist íslenska ríkið í skuldbindingar vegna Icesave varðar úrlausn þessa máls gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni. Þá hefur einnig verið ákveðið að leita álits EFTA dómstólsins. Ef niðurstaðan verður Íslendingum í hag, getur það sparað milljarða í vaxtakostnað. Icesave Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira
Tekist verður á um það fyrir dómstólum hvort Íslendingar njóti forgangsréttar á greiðslum úr þrotabúi Landsbankans. Bretar og Hollendingar eiga um helming af kröfum í þrotabúið á móti íslenska ríkinu. Bretar og Hollendingar gera kröfu í þrotabú Landsbankans. Það gera þeir vegna þess að stjórnvöld þessara landa bættu breskum og hollenskum sparifjáreigendum sem áttu innistæður á Icesave reikningum Landsbankans tjón sitt að fullu. Ef Icesave samningarnir verða samþykktir á Alþingi ábyrgist íslenska ríkið tæpar 21 þúsund evrur á hvern reikning, lágmarkstryggingu samkvæmt EES samningnum. Þá eignast íslenski innistæðutryggingasjóðurinn, og þar með íslenska ríkið, kröfu í þrotabúið. Miðað við að niðurstaðan verði þessi fá Bretar og Hollendingar tæpan helming af eignum bankans. Íslenska ríkið fær rúman helming. Stóra spurningin er hins vegar sú í hvaða röð kröfurnar eru greiddar út. Í Icesave samningunum sem undirritaður voru síðasta sumar var ákvæði sem fól það í sér að greitt yrði úr þrotabúi Landsbankans með þeim hætti að Bretar og Hollendingar fengju tæpan helming á móti Íslendingum á hverjum tímapunkti. Þetta þótti einn stærsti gallinn á samningunum, og var ákvæðið kennt við Ragnar Hall, hæstaréttarlögmann, sem taldi að íslenska ríkið ætti að njóta hærri forgangs en Bretar og Hollendingar samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Í nýju Icesave samkomulagi er hins vegar samið um að leysa skuli þennan ágreining fyrir dómstólum. Það verður því væntanlega Hæstiréttur sem sker úr um þetta mikla hagsmunamál Íslendinga, en gangist íslenska ríkið í skuldbindingar vegna Icesave varðar úrlausn þessa máls gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni. Þá hefur einnig verið ákveðið að leita álits EFTA dómstólsins. Ef niðurstaðan verður Íslendingum í hag, getur það sparað milljarða í vaxtakostnað.
Icesave Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira