Stjórnvöld misnota Framkvæmdasjóð aldraðra Björgvin Guðmundsson og skrifa 16. desember 2010 05:15 Það hefur lengi verið vandamál að fá nægilegt fjármagn í byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða svo og til byggingar annarra öldrunarstofnana. Þetta mál var eitt aðaldeilumálið í borgarstjórn Reykjavíkur þann tíma sem ég sat þar á tímabilinu 1970-1982. Alþýðuflokkurinn flutti margar tillögur í borgarstjórn um byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða og um byggingu langlegudeilda fyrir aldraða (B-álmu Borgarspítala). En fjárskortur hamlaði framkvæmdum þá eins og nú. Á meðan deilur um þetta mál stóðu sem hæst í borgarstjórn Reykjavíkur gerðist það, að Albert Guðmundsson, þá borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,lagði til, að sérhver gjaldþegi í landinu greiddi ákveðið gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta byggingar aldraðra, hjúkrunarheimili og aðrar öldrunarstofnanir. Þessi tillaga Alberts vakti þegar mikla athygli og þótti snjöll lausn á framkvæmdavanda aldraðra. Tillaga Alberts náði fram að ganga og varð til þess að Framkvæmasjóður aldraðra var stofnaður. Það hefur alla tíð verið skýrt tekið fram í lögum, að Framkvæmdasjóður aldraðra væri eins og nafn sjóðsins bendir til eingöngu ætlaður til þess að kosta framkvæmdir í þágu aldraðra. Og þannig var það lengi vel en síðan var sjóðurinn einnig opnaður til þess að kosta rekstur öldrunarstofnana í vissum tilvikum. Það var slæm breyting, þar eð eins og nafn sjóðsins bendir til átti sjóðurinn eingöngu að kosta framkvæmdir aldraðra en ekki rekstur. En nú keyrir um þverbak: Núverandi ríkisstjórn hefur gripið til þess ráðs að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta sjúkrahúsrekstur almennt vítt og breitt um landið. Þetta er algert lögbrot, þar eð ekki er að finna neitt ákvæði í lögum um Framkvæmdasjóðinn sem heimila að ráðstafa fé úr sjóðnum til reksturs sjúkrahúsa almennt. Framlög til sjúkrahúsa voru skorin svo harkalega niður í frumvarpi til fjárlaga, að mikil mótmælaalda braust út. Ríkisstjórnin gaf þá eftir og dró úr niðurskurðinum. Fram kom, að af 1700 milljóna króna minni niðurskurði hjá sjúkrastofnunum yrði verulegur hluti kostaður með framlögum úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara tók þetta mál fyrir og gagnrýndi þá ráðstöfun heilbrigðis- og félagsmálaráðherra að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra, þegar fjármuni vantaði í rekstur sjúkrastofnana almennt. Engin heimild væri fyrir því í lögum. Ungir stjórnmálamenn dagsins í dag vita ekki að Framkvæmasjóður aldraðra var einmitt stofnaður til þess að kosta framkvæmdir fyrir aldraða. Sjóðurinn var einmitt stofnaður, þar eð illa gekk að fá fjármuni frá fjárveitingavaldinu til þess að kosta hjúkrunarheimili og aðrar stofnanir fyrir aldraða. Það er því fáheyrt að stjórnvöld skuli nú taka sjóðinn til þess að nota í rekstur almennt, þ.e. almennan rekstur sjúkrahúsa. Þessi ráðsmennska samrýmist ekki nýjum vinnubrögðum stjórnmála, sem boðuð hafa verið. Þessi vinnubrögð samrýmast ekki tillögum Samfylkingarinnar um umbætur og endurbætur í kjölfar hrunsins. Samkvæmt þeim vinnubrögðum á að ástunda heiðarleika og gegnsæi. Það eru ekki heiðarleg vinnubrögð að taka fjármuni, sem almenningur greiðir til framkvæmda í þágu aldraða og nota þá til annarra þarfa. Ég skora á stjórnvöld að leiðrétta þessi mistök og falla frá því að taka fjármuni úr Framkvæmdasjóði aldraðra í almennan sjúkrahúsrekstur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið vandamál að fá nægilegt fjármagn í byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða svo og til byggingar annarra öldrunarstofnana. Þetta mál var eitt aðaldeilumálið í borgarstjórn Reykjavíkur þann tíma sem ég sat þar á tímabilinu 1970-1982. Alþýðuflokkurinn flutti margar tillögur í borgarstjórn um byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða og um byggingu langlegudeilda fyrir aldraða (B-álmu Borgarspítala). En fjárskortur hamlaði framkvæmdum þá eins og nú. Á meðan deilur um þetta mál stóðu sem hæst í borgarstjórn Reykjavíkur gerðist það, að Albert Guðmundsson, þá borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,lagði til, að sérhver gjaldþegi í landinu greiddi ákveðið gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta byggingar aldraðra, hjúkrunarheimili og aðrar öldrunarstofnanir. Þessi tillaga Alberts vakti þegar mikla athygli og þótti snjöll lausn á framkvæmdavanda aldraðra. Tillaga Alberts náði fram að ganga og varð til þess að Framkvæmasjóður aldraðra var stofnaður. Það hefur alla tíð verið skýrt tekið fram í lögum, að Framkvæmdasjóður aldraðra væri eins og nafn sjóðsins bendir til eingöngu ætlaður til þess að kosta framkvæmdir í þágu aldraðra. Og þannig var það lengi vel en síðan var sjóðurinn einnig opnaður til þess að kosta rekstur öldrunarstofnana í vissum tilvikum. Það var slæm breyting, þar eð eins og nafn sjóðsins bendir til átti sjóðurinn eingöngu að kosta framkvæmdir aldraðra en ekki rekstur. En nú keyrir um þverbak: Núverandi ríkisstjórn hefur gripið til þess ráðs að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta sjúkrahúsrekstur almennt vítt og breitt um landið. Þetta er algert lögbrot, þar eð ekki er að finna neitt ákvæði í lögum um Framkvæmdasjóðinn sem heimila að ráðstafa fé úr sjóðnum til reksturs sjúkrahúsa almennt. Framlög til sjúkrahúsa voru skorin svo harkalega niður í frumvarpi til fjárlaga, að mikil mótmælaalda braust út. Ríkisstjórnin gaf þá eftir og dró úr niðurskurðinum. Fram kom, að af 1700 milljóna króna minni niðurskurði hjá sjúkrastofnunum yrði verulegur hluti kostaður með framlögum úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara tók þetta mál fyrir og gagnrýndi þá ráðstöfun heilbrigðis- og félagsmálaráðherra að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra, þegar fjármuni vantaði í rekstur sjúkrastofnana almennt. Engin heimild væri fyrir því í lögum. Ungir stjórnmálamenn dagsins í dag vita ekki að Framkvæmasjóður aldraðra var einmitt stofnaður til þess að kosta framkvæmdir fyrir aldraða. Sjóðurinn var einmitt stofnaður, þar eð illa gekk að fá fjármuni frá fjárveitingavaldinu til þess að kosta hjúkrunarheimili og aðrar stofnanir fyrir aldraða. Það er því fáheyrt að stjórnvöld skuli nú taka sjóðinn til þess að nota í rekstur almennt, þ.e. almennan rekstur sjúkrahúsa. Þessi ráðsmennska samrýmist ekki nýjum vinnubrögðum stjórnmála, sem boðuð hafa verið. Þessi vinnubrögð samrýmast ekki tillögum Samfylkingarinnar um umbætur og endurbætur í kjölfar hrunsins. Samkvæmt þeim vinnubrögðum á að ástunda heiðarleika og gegnsæi. Það eru ekki heiðarleg vinnubrögð að taka fjármuni, sem almenningur greiðir til framkvæmda í þágu aldraða og nota þá til annarra þarfa. Ég skora á stjórnvöld að leiðrétta þessi mistök og falla frá því að taka fjármuni úr Framkvæmdasjóði aldraðra í almennan sjúkrahúsrekstur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun