Sebastian Vettel varð í dag yngsti heimsmeistari í Formúlu 1-kappakstrinum frá upphafi. Hann vann lokamótið í Abu Dhabi og það dugði honum til sigurs í stigakeppninni. Vettel er aðeins 23 ára gamall.
Fernando Alonso stóð best að vígi fyrir keppnina en hann lenti í sjöunda sæti. Mark Webber átti einnig möguleika en hann varð áttundi.
Lewis Hamilton átti minnsta möguleika á því að verða heimsmeistari en hann seldi sig dýrt en varð að sætta sig við annað sætið í dag.
Vettel fékk 256 stig í stigakeppninni en Alonso endaði með 252. Webber var með 242 en Hamilton 240.