Handbolti

Ísland í efsta styrkleikaflokki á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Fréttablaðið/Vilhelm
Frábær árangur íslenska karlalandsliðsins á síðustu mótum hefur séð til þess að Ísland verður í efsta styrkleikaflokki er dregið verður í riðla fyrir HM föstudaginn 9. júlí.

Ísland er þar í góðum félagsskap með Frakklandi, Króatíu og Póllandi. Þetta þýðir að Ísland getur ekki mætt þessum þjóðum í sjálfri riðlakeppninni.

HM fer fram í Svíþjóð og fá heimamenn að velja sér riðil þegar dregið verður.

Þeir munu spila sína heimaleiki í Gautaborg og Danmörk mun væntanlega spila í Malmö svo Danir eiga auðvelt með að fjölmenna á leiki liðsins í keppninni.

Styrkleikaflokkar HM 2011:

1: Ísland, Frakkland, Króatía, Pólland.

2: Danmörk, Spánn, Svíþjóð, Noregur.

3: Serbía, Austurríki, Þýskaland, S-Kórea.

4: Ungverjaland, Túnis, Rúmenía, Slóvakía

5: Egyptaland, Argentína, Alsír, Brasilía

6: Kína, Japan, Ástralía, Bahrain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×