Hrun bankakerfisins Ingvar Gíslason skrifar 1. júlí 2010 07:00 Eftir hrun bankakerfisins hlýtur manni að koma í hug ástand stjórnmála í landinu. Hefur stjórn landsins, ríkisvaldið, brugðist hlutverki sínu? Víst liggur nærri að álykta sem svo. En er auk þess hugsanlegt að stjórnmálaöflin í landinu og önnur samtök sem áhrif hafa á þjóðmálin, séu almennt slöpp að greina stefnur og strauma í landsmálum, hvað er að gerast? Ef svo er þá er það mjög alvarlegt, því að höfuðverkefni stjórnmálamanna og stjórnmálasamtaka er greining, yfirlitskönnun og skilningur á því sem er að gerast á líðandi stund. Grufl um fortíðina og langtímaspekúlasjónir um framtíðina er gott í hófi! Það vill svo til að hver kynslóð lifir á líðandi stundu og ætti ekki að fara mikið fram úr sjálfri sér um tímaskynið í glímunni við tímann. Stjórnmálamenn eru vökumenn síns tíma, þeim ber að standa vörð og vaka á vökunni. Hugsjónadauf stjórnmálEkki ætla ég að vera svo ósanngjarn að bera það á hvern og einn einasta stjórnmálamann í landinu eða stjórnmálasamtök, að allir hafi sofið á vaktinni. En ég fer ekki ofan af því að íslensk stjórnmál hafa verið hugsjónadauf og hugsanaslöpp um langt skeið. Sá slappleiki felst ekki síst í því að heildarhagsmunir þjóðfélagsins eru eins og hafðir útundan. Um þá er allt á reiki. Þeir eru hvorki ræddir né skilgreindir. Þeir eru ekki viðurkenndir sem grundvöllur stjórntæks, sjálfstæðs ríkis, enda sótt að sjálfstæðishugsjón, fullveldi og þjóðríki, sem afdankaðri forneskju, þótt hún sé í raun nútíminn sjálfur. Það sem hélt íslensku samfélagi saman á nýliðinni öld var sú heildarhyggja, sem fólst í hugsjón sjálfstæðis og fullveldis, þ.e. þjóðríkis. Íslendingar vildu hafa sitt þjóðríki. Þetta var nánast það eina sem allir stjórnmálaflokkar voru sammála um. Sumir kalla þetta „þjóðernisstefnu" sem á að fela það í sér að þjóðin trúi því að eigið þjóðerni sé ágætara en annað þjóðerni. Slík hugmynd hljómar beinlínis hlægilega. Þegar það er borið á baráttumenn fyrir sjálfstæði Íslands á 19. og 20. öld að þeir hafi verið haldnir þjóðrembingi og slíkt hugarfar hafi verið hvati sjálfstæðisbaráttunnar, þá á það sér enga stoð. Oflæti samtímansHið sanna er að íslenskur þjóðernisrembingur er sprottinn upp á síðari árum. Þá fór að bera á því að málglaðir greinahöfundar og ræðumenn tóku að belgja sig út af þjóðrembingi, einna fyrst með því að gylla úr hófi menningarafrek sem eiga að hafa verið framin á Íslandi í nútímanum með þeirri ályktun að Íslendingar gætu keppt við grónar menningarþjóðir á heimsmarkaði lista og bókmennta. Hluti af þessari hóflausu menningardrambsemi var þjóðrembuknúið tal um afrek Íslendinga á sviði íþrótta, taflmennsku og bridsspils. Síðar kom fram þjóðremban um víkingseðli fésýslumanna og stjórnvisku sem átti að sýna sig í ýmsu, m.a. stjórn fiskveiða og auðlindanýtingu hvers konar og framsækinni stefnu Háskóla Íslands. Hvorki menningar- og menntabelgingurinn né stjórnviskuoflætið (sem var reyndar skoplegast af öllu) hvað þá útrásarrembingur á verslunar- og viðskiptasviði á sér neina hliðstæðu í sjálfstæðisbaráttu 19. og 20. aldar. Ef Íslendingar hafa tileinkað sér þjóðrembu er hún fyrst og fremst afurð síðari ára. Þessi nýtilkomna þjóðremba er á sinn hátt þverstæða miðað við hugmyndir sem uppi hafa verið um fyrirbærið. Efni og innihald þjóðrembu dagsins í dag markast af hugmyndinni um að Íslendingar eigi að leggja niður þjóðríkið, gerast aðilar að sambandsríki, Bandaríkjum Evrópu. Talsmenn þessarar kúvendingar stjórnlaga og stjórnarfars segja að þá komi í ljós sá sköpunarmáttur, sóknarkraftur og keppnisfærni sem býr í „hinni menntuðu gáfumannaþjóð" sem þessir menn halda að Íslendingar séu, jafnvel umfram aðrar þjóðir! SjálfstæðisbaráttanÉg endurtek að sjálfstæðisbarátta 19. og 20. aldar var ekki knúin fram af þjóðrembingi gagnvart Dönum. Sannleikurinn er sá að Íslendingar kunnu vel að meta Dani og voru býsna konunghollir fram að síðari heimsstyrjöld! Sjálfstæðisbaráttan snerist um stofnun íslensks þjóðríkis. Lengst af fólst ekki sú krafa í því máli að segja sig úr lögum við konung. Ísland gat verið sjálfstætt og fullvalda ríki í konungssambandi við Dani. Svo varð 1. desember 1918. Með sambandssáttmálanum var náð sjálfstæðiskröfum Jóns Sigurðssonar. Hugmyndin um lýðveldisstofnun mótaðist ekki að fullu fyrr en eftir hernám Þjóðverja á Danmörku og vangeta konungs í Kaupmannahöfn að rækja skyldur sínar sem konungur Íslands sýndi sig vegna stríðsástands og fjarlægðar. Grundvallarhugmyndin um þjóðríki var og er krafa um eðlilega og sanngjarna pólitík, hagkvæmt stjórnskipulag og réttlátt að kröfum lýðræðis. Grundvöllur lýðræðis er að stjórnvaldið sé sem næst fólkinu, sem valdinu lýtur og valdið velur, svo ég bergmáli orð Abrahams Lincolns í Gettysborgarávarpinu. — Framhald síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eftir hrun bankakerfisins hlýtur manni að koma í hug ástand stjórnmála í landinu. Hefur stjórn landsins, ríkisvaldið, brugðist hlutverki sínu? Víst liggur nærri að álykta sem svo. En er auk þess hugsanlegt að stjórnmálaöflin í landinu og önnur samtök sem áhrif hafa á þjóðmálin, séu almennt slöpp að greina stefnur og strauma í landsmálum, hvað er að gerast? Ef svo er þá er það mjög alvarlegt, því að höfuðverkefni stjórnmálamanna og stjórnmálasamtaka er greining, yfirlitskönnun og skilningur á því sem er að gerast á líðandi stund. Grufl um fortíðina og langtímaspekúlasjónir um framtíðina er gott í hófi! Það vill svo til að hver kynslóð lifir á líðandi stundu og ætti ekki að fara mikið fram úr sjálfri sér um tímaskynið í glímunni við tímann. Stjórnmálamenn eru vökumenn síns tíma, þeim ber að standa vörð og vaka á vökunni. Hugsjónadauf stjórnmálEkki ætla ég að vera svo ósanngjarn að bera það á hvern og einn einasta stjórnmálamann í landinu eða stjórnmálasamtök, að allir hafi sofið á vaktinni. En ég fer ekki ofan af því að íslensk stjórnmál hafa verið hugsjónadauf og hugsanaslöpp um langt skeið. Sá slappleiki felst ekki síst í því að heildarhagsmunir þjóðfélagsins eru eins og hafðir útundan. Um þá er allt á reiki. Þeir eru hvorki ræddir né skilgreindir. Þeir eru ekki viðurkenndir sem grundvöllur stjórntæks, sjálfstæðs ríkis, enda sótt að sjálfstæðishugsjón, fullveldi og þjóðríki, sem afdankaðri forneskju, þótt hún sé í raun nútíminn sjálfur. Það sem hélt íslensku samfélagi saman á nýliðinni öld var sú heildarhyggja, sem fólst í hugsjón sjálfstæðis og fullveldis, þ.e. þjóðríkis. Íslendingar vildu hafa sitt þjóðríki. Þetta var nánast það eina sem allir stjórnmálaflokkar voru sammála um. Sumir kalla þetta „þjóðernisstefnu" sem á að fela það í sér að þjóðin trúi því að eigið þjóðerni sé ágætara en annað þjóðerni. Slík hugmynd hljómar beinlínis hlægilega. Þegar það er borið á baráttumenn fyrir sjálfstæði Íslands á 19. og 20. öld að þeir hafi verið haldnir þjóðrembingi og slíkt hugarfar hafi verið hvati sjálfstæðisbaráttunnar, þá á það sér enga stoð. Oflæti samtímansHið sanna er að íslenskur þjóðernisrembingur er sprottinn upp á síðari árum. Þá fór að bera á því að málglaðir greinahöfundar og ræðumenn tóku að belgja sig út af þjóðrembingi, einna fyrst með því að gylla úr hófi menningarafrek sem eiga að hafa verið framin á Íslandi í nútímanum með þeirri ályktun að Íslendingar gætu keppt við grónar menningarþjóðir á heimsmarkaði lista og bókmennta. Hluti af þessari hóflausu menningardrambsemi var þjóðrembuknúið tal um afrek Íslendinga á sviði íþrótta, taflmennsku og bridsspils. Síðar kom fram þjóðremban um víkingseðli fésýslumanna og stjórnvisku sem átti að sýna sig í ýmsu, m.a. stjórn fiskveiða og auðlindanýtingu hvers konar og framsækinni stefnu Háskóla Íslands. Hvorki menningar- og menntabelgingurinn né stjórnviskuoflætið (sem var reyndar skoplegast af öllu) hvað þá útrásarrembingur á verslunar- og viðskiptasviði á sér neina hliðstæðu í sjálfstæðisbaráttu 19. og 20. aldar. Ef Íslendingar hafa tileinkað sér þjóðrembu er hún fyrst og fremst afurð síðari ára. Þessi nýtilkomna þjóðremba er á sinn hátt þverstæða miðað við hugmyndir sem uppi hafa verið um fyrirbærið. Efni og innihald þjóðrembu dagsins í dag markast af hugmyndinni um að Íslendingar eigi að leggja niður þjóðríkið, gerast aðilar að sambandsríki, Bandaríkjum Evrópu. Talsmenn þessarar kúvendingar stjórnlaga og stjórnarfars segja að þá komi í ljós sá sköpunarmáttur, sóknarkraftur og keppnisfærni sem býr í „hinni menntuðu gáfumannaþjóð" sem þessir menn halda að Íslendingar séu, jafnvel umfram aðrar þjóðir! SjálfstæðisbaráttanÉg endurtek að sjálfstæðisbarátta 19. og 20. aldar var ekki knúin fram af þjóðrembingi gagnvart Dönum. Sannleikurinn er sá að Íslendingar kunnu vel að meta Dani og voru býsna konunghollir fram að síðari heimsstyrjöld! Sjálfstæðisbaráttan snerist um stofnun íslensks þjóðríkis. Lengst af fólst ekki sú krafa í því máli að segja sig úr lögum við konung. Ísland gat verið sjálfstætt og fullvalda ríki í konungssambandi við Dani. Svo varð 1. desember 1918. Með sambandssáttmálanum var náð sjálfstæðiskröfum Jóns Sigurðssonar. Hugmyndin um lýðveldisstofnun mótaðist ekki að fullu fyrr en eftir hernám Þjóðverja á Danmörku og vangeta konungs í Kaupmannahöfn að rækja skyldur sínar sem konungur Íslands sýndi sig vegna stríðsástands og fjarlægðar. Grundvallarhugmyndin um þjóðríki var og er krafa um eðlilega og sanngjarna pólitík, hagkvæmt stjórnskipulag og réttlátt að kröfum lýðræðis. Grundvöllur lýðræðis er að stjórnvaldið sé sem næst fólkinu, sem valdinu lýtur og valdið velur, svo ég bergmáli orð Abrahams Lincolns í Gettysborgarávarpinu. — Framhald síðar.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun