Horner: Vonbrigði fyrir Webber að ná ekki takmarkinu 29. nóvember 2010 14:53 Christian Horner, Sebastian Vettel, Adrian Newey og Mark Webber á leið á fréttamannafund í Austturríki og móttöku hjá Red Bull liðinu á dögunum. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Christian Horner hjá Red Bull telur að Mark Webber, liðsmaður Red Bull endurhlaði batteríin í vetur og mæti klár í titilslaginn 2011, eftir að hafa misst af titlinum í ár. Liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð meistari í ár og tryggði titilinn í lokamótinu. Horner heimsótti höfuðstöðvar Haymarket fyrir helgina, en það fyrirtæki rekur m.a. autosport.com og segir í frétt á þeim vef að Horner hafi verið spurður um hvort Webber hefði það í sér að keppa að öðrum titili. "Algjörlega. Ég sé ekki ástæðu til annars. Hann ók mjög vel. Hann stóð sig vel á sérlega erfiðu ári og hann mun taka með sér veganesti lærdóms frá 2010, sem hann mun byggja á 2011", sagði Horner. "Ég held að hann muni taka sér tíma til að skoða málin, en þegar hann leggur kalt mat á árið, þá getur hann verið stoltur af því sem hann hefur náð. Hann vann fjögur mót, m.a. í Mónakó sem er alltaf reisn yfir. Hann var frábær þar og hann var titilslagnum fram á síðsta mót." Horner segir að það muni taka tíma fyrir Webber að komast yfir vonbrigðin sem fylgja því að landa ekki titlinum. "Það eru margir af fimmenningunum sem voru að keppa um titilinn, sem geta spáð í ef og hefði og leiddu meistaramótið frá einum tíma til annars. Sebastian leiddi bara mótið eftir keppnina í Abu Dhabi. Mark var fyrstur í nokkra mánuði í sumar. Vitanlega eru vonbrigði að hafa ekki náð takmarkinu, en ég tel að hann hafi ekið vel. Hann mun hlaða batteríin og mæta aftur og verða jafn samkeppnisfær og áður", sagði Horner. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull telur að Mark Webber, liðsmaður Red Bull endurhlaði batteríin í vetur og mæti klár í titilslaginn 2011, eftir að hafa misst af titlinum í ár. Liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð meistari í ár og tryggði titilinn í lokamótinu. Horner heimsótti höfuðstöðvar Haymarket fyrir helgina, en það fyrirtæki rekur m.a. autosport.com og segir í frétt á þeim vef að Horner hafi verið spurður um hvort Webber hefði það í sér að keppa að öðrum titili. "Algjörlega. Ég sé ekki ástæðu til annars. Hann ók mjög vel. Hann stóð sig vel á sérlega erfiðu ári og hann mun taka með sér veganesti lærdóms frá 2010, sem hann mun byggja á 2011", sagði Horner. "Ég held að hann muni taka sér tíma til að skoða málin, en þegar hann leggur kalt mat á árið, þá getur hann verið stoltur af því sem hann hefur náð. Hann vann fjögur mót, m.a. í Mónakó sem er alltaf reisn yfir. Hann var frábær þar og hann var titilslagnum fram á síðsta mót." Horner segir að það muni taka tíma fyrir Webber að komast yfir vonbrigðin sem fylgja því að landa ekki titlinum. "Það eru margir af fimmenningunum sem voru að keppa um titilinn, sem geta spáð í ef og hefði og leiddu meistaramótið frá einum tíma til annars. Sebastian leiddi bara mótið eftir keppnina í Abu Dhabi. Mark var fyrstur í nokkra mánuði í sumar. Vitanlega eru vonbrigði að hafa ekki náð takmarkinu, en ég tel að hann hafi ekið vel. Hann mun hlaða batteríin og mæta aftur og verða jafn samkeppnisfær og áður", sagði Horner.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira