Venesúela, Kúba… Ísland? Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 18. ágúst 2010 06:00 Grein mín á Pressunni sem bar heitið Venesúela og Kúba fór fyrir brjóstið blaðamanninum Magnúsi Þorláki Lúðvíkssyni og gerði hann hana að umtalsefni á síðum blaðsins í dálknum Frá degi til dags. Í greininni rakti ég ýmislegt sem ríkisstjórnin hefur gert sem er þess eðlis að ætti frekar heima í erlendum fréttum frá þessum löndum heldur en sem fréttir frá Íslandi. Blaðamaðurinn tilgreindi eitt dæmi sem ég nefndi sem gæti að hans áliti alls ekki átt við Venesúelu og Kúbu en það er þegar íslenski utanríkisráðherrann gekk í að kenna stækkunarstjóra ESB Evrópufræði, þegar hinn síðarnefndi benti Íslendingum á að þeir gætu ekki fengið varanlegar undanþágur frá lögum ESB. Utanríkisráðherrann okkar fór yfir það með stækkunarstjóranum, þetta væri tóm vitleysa hjá honum. Hann sjálfur vissi betur. Það sem meira var, þetta þótti ekki fréttnæmt hjá íslenskum fjölmiðlum! Það er umhugsunarefni. Er það ekki frétt að stækkunarstjóri ESB veit ekki meira um stækkunarferli ESB en raun ber vitni? Þetta á ekki einungis við stækkunarstjórann heldur alla þá forystumenn sem hafa tjáð sig um þessi mál! Fréttin hlýtur að vera að við Íslendingar, stjórnmálamenn, fræðimenn og fjölmiðlafólk vitum betur en þetta fólk. Á Kúbu og Venesúela eru fjölmiðlar og háskólasamfélagið nátengd stjórnvöldum og halda að almenningi upplýsingum sem er stjórnvöldum þóknanleg. Ef einhverjir, t.d. útlendingar koma fram með sín sjónarmið sem ekki eru í anda rétttrúnaðarins þá mun enginn samsinna því þvert á móti eru viðkomandi viðhorf eða staðreyndir afgreidd eins og hver önnur þvæla. Í þessum ríkjum eru fræðimenn á beinu framfæri stjórnvalda og fá dúsur eftir því hversu mikið þeir mæra viðkomandi stjórnvöld. Stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn halda því samviskusamlega rétttrúnaðinum að almenningi. Getur verið að þetta eigi við Ísland? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðanir Skoðun Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Grein mín á Pressunni sem bar heitið Venesúela og Kúba fór fyrir brjóstið blaðamanninum Magnúsi Þorláki Lúðvíkssyni og gerði hann hana að umtalsefni á síðum blaðsins í dálknum Frá degi til dags. Í greininni rakti ég ýmislegt sem ríkisstjórnin hefur gert sem er þess eðlis að ætti frekar heima í erlendum fréttum frá þessum löndum heldur en sem fréttir frá Íslandi. Blaðamaðurinn tilgreindi eitt dæmi sem ég nefndi sem gæti að hans áliti alls ekki átt við Venesúelu og Kúbu en það er þegar íslenski utanríkisráðherrann gekk í að kenna stækkunarstjóra ESB Evrópufræði, þegar hinn síðarnefndi benti Íslendingum á að þeir gætu ekki fengið varanlegar undanþágur frá lögum ESB. Utanríkisráðherrann okkar fór yfir það með stækkunarstjóranum, þetta væri tóm vitleysa hjá honum. Hann sjálfur vissi betur. Það sem meira var, þetta þótti ekki fréttnæmt hjá íslenskum fjölmiðlum! Það er umhugsunarefni. Er það ekki frétt að stækkunarstjóri ESB veit ekki meira um stækkunarferli ESB en raun ber vitni? Þetta á ekki einungis við stækkunarstjórann heldur alla þá forystumenn sem hafa tjáð sig um þessi mál! Fréttin hlýtur að vera að við Íslendingar, stjórnmálamenn, fræðimenn og fjölmiðlafólk vitum betur en þetta fólk. Á Kúbu og Venesúela eru fjölmiðlar og háskólasamfélagið nátengd stjórnvöldum og halda að almenningi upplýsingum sem er stjórnvöldum þóknanleg. Ef einhverjir, t.d. útlendingar koma fram með sín sjónarmið sem ekki eru í anda rétttrúnaðarins þá mun enginn samsinna því þvert á móti eru viðkomandi viðhorf eða staðreyndir afgreidd eins og hver önnur þvæla. Í þessum ríkjum eru fræðimenn á beinu framfæri stjórnvalda og fá dúsur eftir því hversu mikið þeir mæra viðkomandi stjórnvöld. Stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn halda því samviskusamlega rétttrúnaðinum að almenningi. Getur verið að þetta eigi við Ísland?
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar