Um hundrað manns reknir til Rúmeníu 20. ágúst 2010 01:00 Brottflutningur Nærri hundrað manns voru sendir með tveimur flugvélum til Rúmeníu frá Frakklandi í gær.nordicphotos/AFP Frönsk stjórnvöld sendu í gær nærri hundrað manns til Rúmeníu. Allt voru þetta sígaunar, eða rómar eins og þeir kalla sig sjálfir, sem að mati franskra stjórnvalda dvöldu ólöglega í Frakklandi. Frakkar segjast ætla að senda fleiri þeirra úr landi næstu vikurnar, flesta til Rúmeníu en suma til Búlgaríu. Þótt lög Evrópusambandsins heimili frjálsa för fólks milli landa geta stjórnvöld rekið fólk aftur til síns heimalands ef það getur ekki sýnt fram á að hafa næg peningaráð til eigin framfærslu í dvalarlandinu. Alexandre Le Cleve, talsmaður samtaka rómafólksins í Evrópu, segir brottvísanirnar frá Frakklandi gersamlega tilgangslausar. „Þeir sem fóru í morgun geta tekið flugvél strax í kvöld og komið aftur til Frakklands. Það er ekkert sem hindrar það,“ sagði hann. „Auðvitað kemur þetta fólk aftur,“ bætti hann við. „Sumir rómar hafa verið sendir til baka sjö eða átta sinnum, og hafa í hvert sinn fengið hinar frægu 300 evrur.“ Þar vísar hann til þess að Frakkar láta hvern fullorðinn einstakling, sem fer úr landi af fúsum og frjálsum vilja, fá 300 evrur til að koma undir sig fótunum í heimalandinu. Börn fá hundrað evrur. „Ég fer aftur eftir tvær vikur,“ sagði einn hinna brottfluttu, Adrian Paraipan, 37 ára karlmaður sem var sendur með fluginu til Rúmeníu í gær ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Le Cleve bendir á að brottvísanir sígaunanna hækki tölur um árlegar brottvísanir útlendinga frá Frakklandi. Stjórnvöld birta þær tölur árlega og stæra sig af árangrinum, sem á að sýna staðfestu þeirra í baráttunni gegn glæpastarfsemi útlendinga í landinu. Erlendir sígaunar sjást oft betla á götum í Frakklandi, eins og víðar í Evrópu. Oft eru lítil börn með þeim og margir Frakkar líta þetta hornauga. Sarkozy forseti hefur lagt áherslu á tengsl rómafólksins við glæpi. Í ræðu sinni 28. júlí sagði hann búðir sígauna gróðrarstíu vændis, mansals og kynferðisglæpa gegn börnum. Hann lofaði því við uppræta ólöglegar búðir sígauna, þær yrðu „kerfisbundið rýmdar“. Síðan hafa stjórnvöld rýmt um fimmtíu búðir og eru enn að. Traian Basescu, forseti Rúmeníu, sagðist hafa fullan skilning á þeim vanda, sem búðir rómafólks í sveitum Frakklands skapi og hét því að vinna með Frökkum að því að finna lausn á þessum vanda. Hins vegar stóð hann fastur á því að allir íbúar aðildarríkja Evrópusambandsins hafi fullan rétt til að ferðast frjálsir innan Evrópusambandsins. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Frönsk stjórnvöld sendu í gær nærri hundrað manns til Rúmeníu. Allt voru þetta sígaunar, eða rómar eins og þeir kalla sig sjálfir, sem að mati franskra stjórnvalda dvöldu ólöglega í Frakklandi. Frakkar segjast ætla að senda fleiri þeirra úr landi næstu vikurnar, flesta til Rúmeníu en suma til Búlgaríu. Þótt lög Evrópusambandsins heimili frjálsa för fólks milli landa geta stjórnvöld rekið fólk aftur til síns heimalands ef það getur ekki sýnt fram á að hafa næg peningaráð til eigin framfærslu í dvalarlandinu. Alexandre Le Cleve, talsmaður samtaka rómafólksins í Evrópu, segir brottvísanirnar frá Frakklandi gersamlega tilgangslausar. „Þeir sem fóru í morgun geta tekið flugvél strax í kvöld og komið aftur til Frakklands. Það er ekkert sem hindrar það,“ sagði hann. „Auðvitað kemur þetta fólk aftur,“ bætti hann við. „Sumir rómar hafa verið sendir til baka sjö eða átta sinnum, og hafa í hvert sinn fengið hinar frægu 300 evrur.“ Þar vísar hann til þess að Frakkar láta hvern fullorðinn einstakling, sem fer úr landi af fúsum og frjálsum vilja, fá 300 evrur til að koma undir sig fótunum í heimalandinu. Börn fá hundrað evrur. „Ég fer aftur eftir tvær vikur,“ sagði einn hinna brottfluttu, Adrian Paraipan, 37 ára karlmaður sem var sendur með fluginu til Rúmeníu í gær ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Le Cleve bendir á að brottvísanir sígaunanna hækki tölur um árlegar brottvísanir útlendinga frá Frakklandi. Stjórnvöld birta þær tölur árlega og stæra sig af árangrinum, sem á að sýna staðfestu þeirra í baráttunni gegn glæpastarfsemi útlendinga í landinu. Erlendir sígaunar sjást oft betla á götum í Frakklandi, eins og víðar í Evrópu. Oft eru lítil börn með þeim og margir Frakkar líta þetta hornauga. Sarkozy forseti hefur lagt áherslu á tengsl rómafólksins við glæpi. Í ræðu sinni 28. júlí sagði hann búðir sígauna gróðrarstíu vændis, mansals og kynferðisglæpa gegn börnum. Hann lofaði því við uppræta ólöglegar búðir sígauna, þær yrðu „kerfisbundið rýmdar“. Síðan hafa stjórnvöld rýmt um fimmtíu búðir og eru enn að. Traian Basescu, forseti Rúmeníu, sagðist hafa fullan skilning á þeim vanda, sem búðir rómafólks í sveitum Frakklands skapi og hét því að vinna með Frökkum að því að finna lausn á þessum vanda. Hins vegar stóð hann fastur á því að allir íbúar aðildarríkja Evrópusambandsins hafi fullan rétt til að ferðast frjálsir innan Evrópusambandsins. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira