Íslenski boltinn

17 ára landsliðið vann Tyrki sem enduðu níu inn á vellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Guðmundson er landsliðsþjálfari 17 ára landsliðs karla.
Gunnar Guðmundson er landsliðsþjálfari 17 ára landsliðs karla.

Íslenska 17 ára landsliðið vann 2-0 sigur á Tyrkjum í öðrum leik liðsins í undanriðli fyrir EM en riðilinn fer fram á Íslandi. Fylkismaðurnn Hjörtur Hermannsson og Blikinn Oliver Sigurjónsson skoruðu mörk íslenska liðsins en leikið var í Víkinni.

Það var miðvörðurinn Hjörtur Hermannsson sem kom Íslandi í 1-0 með marki á 57. mínútu og Oliver Sigurjónsson innsiglaði síðan sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar fjórar mínútur voru komnar fram í uppbótartíma. Oliver fiskaði vítið sjálfur en hann skoraði einnig í fyrsta leiknum á móti Tékkum.

Tyrkir enduðu níu inn á vellinum því tveir leikmenn liðsins fengu að líta rauða spjaldið í leiknum, það fyrra fékk Salih Ucan á fyrstu mínútu seinni hálfleiks fyrir brot á Blikanum Árna Vilhjálmssyni og það síðara fékk Okan Deniz á 75. mínútu fyrir brot á Fylkismanninum Ragnari Braga Sveinssyni.

Íslendingar töpuðu 2-4 gegn Tékkum í fyrstu umferðinni eftir hörkuleik en Tyrkir lögðu hinsvegar Armena 3-0 að velli í fyrsta leiknum sínum. Tékkar og Armenar gerðu síðan 1-1 jafntefli fyrr í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×