Staðreyndir og blekkingar 11. febrúar 2010 10:45 Þórólfur Matthíasson svarar Ögmundi Jónassyni Ögmundur Jónasson sendir mér tóninn á heimasíðu sinni auk þess að veita málglöðum einstaklingum sem bera nöfn eins og Pétur, Aðalsteinn eða Árni athvarf á þessari sömu síðu. Svo undarlega vill til að þessir bréfavinir Ögmundar eru allir á sama máli og hann. Vera kann að þetta marghenta vefsíðu-orgelspil sé verk margra manna. En hvort sem Ögmundur er margur eða einn í þessum skrifum er eitt víst og það er að þau auka ekki gæði þjóðfélagsumræðunnar á Íslandi. Síðasta pistil sinn kallar Ögmundur Hættum blekkingum! Þann pistil mun hann einnig hafa birt í Morgunblaðinu. Um fá mál hafa verið jafn skiptar skoðanir hér á landi og um hvernig gengið skuli frá skuldamálum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda vegna IceSave-reikninganna í Bretlandi og Hollandi enda eru á málinu margar hliðar. Í augnablikinu virðist sem Ögmundur og meirihluti kjósenda eigi samleið í andstöðu við lausnartilburði ríkisstjórnarinnar. Þetta að eiga samleið með meirihlutanum er líklega ný staða fyrir hann. Og nú bregður svo við að Ögmundur vill ekki að þeir sem skoða málið frá öðrum vinklum en hann sjálfur geri grein fyrir skoðunum sínum og niðurstöðum á erlendum vettvangi. Það hefði nú einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Ögmundur, sem var verkalýðsforingi í mörg ár, gagnrýnir aðferð mína við að meta skuldbindingar Íslendinga vegna fyrirliggjandi samnings um greiðslu IceSave-skuldarinnar. Það kemur mér á óvart því aðferðafræðin er nákvæmlega sú sama og beitt er þegar kjarasamningar og samningstilboð þeim tengd eru metin. Upphæðir sem falla til á ólíkum tímum eru færðar á sambærilegt verðlag og greiðslustraumar eru núvirtir. Dæmi: Setjum sem svo að viðsemjendur Ögmundar verkalýðsforingja setji hann í þá pínu að velja milli 10.000 króna eingreiðslu 1. maí eða segjum 12.000 króna eingreiðslu 1. desember. Hvor kosturinn er betri fer eftir verðlagsþróun og ávöxtunarkröfu. Til að meta það og ákveða hvorn kostinn skuli velja þarf að staðvirða og núvirða! Sé það ekki gert er hætt við því að verkalýðsforinginn samþykki lakara tilboðið og snuði þannig umbjóðendur sína. En þegar kemur að skuldbindingum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda er sú aðferðafræði sem góðir verkalýðsforingjar nota í kjarasamningum allt í einu stórhættuleg, að ekki sé sagt þjóðhættuleg að áliti Ögmundar! Það er stefna Englandsbanka að halda verðbólgu í Bretlandi innan við 3% á ári. Það er samdóma álit hagfræðinga að sú barátta verði bankanum erfið nokkur næstu ár vegna mikils hallareksturs breska ríkisins. Verði verðbólga að meðaltali 2,5% á ári næstu 15 ár mun eitt pund hafa tapað 30% af verðgildi sínu við lok tímabilsins. Séu opinberir reiknivextir 6% er staðgreiðsluvirði 70 pensa sem falla til greiðslu eftir 15 ár rétt innan við 30 pens. Ég vona að það falli ekki undir blekkingar að ljóstra þessu upp. Sé IceSave-skuldbindingin staðvirt og núvirt er verðmæti hennar á bilinu 120 til 180 milljarðar króna, allt eftir því hvaða ávöxtunarkrafa er gerð og hvaða forsendur eru settar fram um verðlagsþróun í Bretlandi og Hollandi. Fullyrðingar um að kostnaður við lausn IceSave-deilunnar séu 700 milljarðar eru blekkingar. Leiða má líkur að því að núvirtur kostnaður af að fresta því að leysa IceSave-málið sé margfaldur á við þá 120-180 milljarða sem fyrirliggjandi samningur kostar. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson svarar Ögmundi Jónassyni Ögmundur Jónasson sendir mér tóninn á heimasíðu sinni auk þess að veita málglöðum einstaklingum sem bera nöfn eins og Pétur, Aðalsteinn eða Árni athvarf á þessari sömu síðu. Svo undarlega vill til að þessir bréfavinir Ögmundar eru allir á sama máli og hann. Vera kann að þetta marghenta vefsíðu-orgelspil sé verk margra manna. En hvort sem Ögmundur er margur eða einn í þessum skrifum er eitt víst og það er að þau auka ekki gæði þjóðfélagsumræðunnar á Íslandi. Síðasta pistil sinn kallar Ögmundur Hættum blekkingum! Þann pistil mun hann einnig hafa birt í Morgunblaðinu. Um fá mál hafa verið jafn skiptar skoðanir hér á landi og um hvernig gengið skuli frá skuldamálum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda vegna IceSave-reikninganna í Bretlandi og Hollandi enda eru á málinu margar hliðar. Í augnablikinu virðist sem Ögmundur og meirihluti kjósenda eigi samleið í andstöðu við lausnartilburði ríkisstjórnarinnar. Þetta að eiga samleið með meirihlutanum er líklega ný staða fyrir hann. Og nú bregður svo við að Ögmundur vill ekki að þeir sem skoða málið frá öðrum vinklum en hann sjálfur geri grein fyrir skoðunum sínum og niðurstöðum á erlendum vettvangi. Það hefði nú einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Ögmundur, sem var verkalýðsforingi í mörg ár, gagnrýnir aðferð mína við að meta skuldbindingar Íslendinga vegna fyrirliggjandi samnings um greiðslu IceSave-skuldarinnar. Það kemur mér á óvart því aðferðafræðin er nákvæmlega sú sama og beitt er þegar kjarasamningar og samningstilboð þeim tengd eru metin. Upphæðir sem falla til á ólíkum tímum eru færðar á sambærilegt verðlag og greiðslustraumar eru núvirtir. Dæmi: Setjum sem svo að viðsemjendur Ögmundar verkalýðsforingja setji hann í þá pínu að velja milli 10.000 króna eingreiðslu 1. maí eða segjum 12.000 króna eingreiðslu 1. desember. Hvor kosturinn er betri fer eftir verðlagsþróun og ávöxtunarkröfu. Til að meta það og ákveða hvorn kostinn skuli velja þarf að staðvirða og núvirða! Sé það ekki gert er hætt við því að verkalýðsforinginn samþykki lakara tilboðið og snuði þannig umbjóðendur sína. En þegar kemur að skuldbindingum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda er sú aðferðafræði sem góðir verkalýðsforingjar nota í kjarasamningum allt í einu stórhættuleg, að ekki sé sagt þjóðhættuleg að áliti Ögmundar! Það er stefna Englandsbanka að halda verðbólgu í Bretlandi innan við 3% á ári. Það er samdóma álit hagfræðinga að sú barátta verði bankanum erfið nokkur næstu ár vegna mikils hallareksturs breska ríkisins. Verði verðbólga að meðaltali 2,5% á ári næstu 15 ár mun eitt pund hafa tapað 30% af verðgildi sínu við lok tímabilsins. Séu opinberir reiknivextir 6% er staðgreiðsluvirði 70 pensa sem falla til greiðslu eftir 15 ár rétt innan við 30 pens. Ég vona að það falli ekki undir blekkingar að ljóstra þessu upp. Sé IceSave-skuldbindingin staðvirt og núvirt er verðmæti hennar á bilinu 120 til 180 milljarðar króna, allt eftir því hvaða ávöxtunarkrafa er gerð og hvaða forsendur eru settar fram um verðlagsþróun í Bretlandi og Hollandi. Fullyrðingar um að kostnaður við lausn IceSave-deilunnar séu 700 milljarðar eru blekkingar. Leiða má líkur að því að núvirtur kostnaður af að fresta því að leysa IceSave-málið sé margfaldur á við þá 120-180 milljarða sem fyrirliggjandi samningur kostar. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun