Hneykslið í íslenskum stjórnmálum Hjörtur Hjartarson skrifar 30. nóvember 2010 05:00 Í kjölfar hrunsins rak þjóðin ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar af höndum sér. Hrunstjórnina. Ráðherrar úr hrunstjórninni settust aftur í ríkisstjórn í kjölfarið. Það er hneykslið í íslenskum stjórnmálum. Þjóðin sem var í losti fyrst eftir hrun er farin að átta sig örlítið. Núverandi ríkisstjórn er uppsuða úr gömlu hrunstjórninni, að viðbættri bitlausri stjórnarandstöðu síðustu ára. Ríkisstjórn sem þannig er til komin hefði þurft að vera hreinskiptnari og ganga ákveðnari til verks er raunin hefur orðið, ekki síst við uppgjör á hruninu. Reyndar er nærtækt að álykta að ríkisstjórnin sé ófær um slíkt uppgjör. Vantraustið sem ríkir í garð ríkisvaldsins er hættulegt. Við því þarf að bregðast af ábyrgð. Ekki dugir að skamma almenning og heimta virðingu hans með þjósti. Um ástæður vantraustsins má vísa í þingsályktun sem samþykkt var nýlega með öllum 63 atkvæðum á Alþingi. Þar segir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu. Fleira kemur til. Orð og gjörðir þurfa að fylgjast að. Ekki nægir að segjast bera ábyrgð en koma sér síðan undan því að axla hana. Mikilvægur þráður raknaði þegar ráðherrar í ríkisstjórninni beittu sér til þess að koma samráðherrum sínum úr hrunstjórninni undan réttvísinni. Málið var persónugert. Sjálfur forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, kastaði ryki í augu almennings. Hún sló því fram að þeir fjórir fyrrum ráðherrar, sem Alþingi bar að ákveða hvort dregnir yrðu fyrir dóm, hefðu ekki getað komið í veg fyrir hrunið. Kæruefnin á hendur ráðherrum snerust ekkert um það, eins og forsætisráðherra vissi vel. Ráðherrann lét sér einfaldlega sæma að líta framhjá kæruefnunum, en taka samt þátt í atkvæðagreiðslunni. - Engin tilviljun réði því að upp úr sauð 4. október. Vandséð er hvernig núverandi ríkisstjórn getur áunnið traust á ný. Eins er ófært að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, hvort sem er með þjóðstjórn eða á annan hátt. Landið þarfnast ríkisstjórnar sem almenningur þorir að treysta og getur borið virðingu fyrir. Stjórnar sem er í aðstöðu til að flytja landsmönnum vondar fréttir og vekja með þeim vonir um leið. Núverandi meirihluti á Alþingi á að eiga frumkvæði að myndun utanþingsstjórnar og verja slíka stjórn falli. Utanþingsstjórn af því tagi hefði raunar átt að skipa í síðasta lagi daginn eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í kjölfar hrunsins rak þjóðin ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar af höndum sér. Hrunstjórnina. Ráðherrar úr hrunstjórninni settust aftur í ríkisstjórn í kjölfarið. Það er hneykslið í íslenskum stjórnmálum. Þjóðin sem var í losti fyrst eftir hrun er farin að átta sig örlítið. Núverandi ríkisstjórn er uppsuða úr gömlu hrunstjórninni, að viðbættri bitlausri stjórnarandstöðu síðustu ára. Ríkisstjórn sem þannig er til komin hefði þurft að vera hreinskiptnari og ganga ákveðnari til verks er raunin hefur orðið, ekki síst við uppgjör á hruninu. Reyndar er nærtækt að álykta að ríkisstjórnin sé ófær um slíkt uppgjör. Vantraustið sem ríkir í garð ríkisvaldsins er hættulegt. Við því þarf að bregðast af ábyrgð. Ekki dugir að skamma almenning og heimta virðingu hans með þjósti. Um ástæður vantraustsins má vísa í þingsályktun sem samþykkt var nýlega með öllum 63 atkvæðum á Alþingi. Þar segir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu. Fleira kemur til. Orð og gjörðir þurfa að fylgjast að. Ekki nægir að segjast bera ábyrgð en koma sér síðan undan því að axla hana. Mikilvægur þráður raknaði þegar ráðherrar í ríkisstjórninni beittu sér til þess að koma samráðherrum sínum úr hrunstjórninni undan réttvísinni. Málið var persónugert. Sjálfur forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, kastaði ryki í augu almennings. Hún sló því fram að þeir fjórir fyrrum ráðherrar, sem Alþingi bar að ákveða hvort dregnir yrðu fyrir dóm, hefðu ekki getað komið í veg fyrir hrunið. Kæruefnin á hendur ráðherrum snerust ekkert um það, eins og forsætisráðherra vissi vel. Ráðherrann lét sér einfaldlega sæma að líta framhjá kæruefnunum, en taka samt þátt í atkvæðagreiðslunni. - Engin tilviljun réði því að upp úr sauð 4. október. Vandséð er hvernig núverandi ríkisstjórn getur áunnið traust á ný. Eins er ófært að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, hvort sem er með þjóðstjórn eða á annan hátt. Landið þarfnast ríkisstjórnar sem almenningur þorir að treysta og getur borið virðingu fyrir. Stjórnar sem er í aðstöðu til að flytja landsmönnum vondar fréttir og vekja með þeim vonir um leið. Núverandi meirihluti á Alþingi á að eiga frumkvæði að myndun utanþingsstjórnar og verja slíka stjórn falli. Utanþingsstjórn af því tagi hefði raunar átt að skipa í síðasta lagi daginn eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun