FIA staðfesti 14 ökumenn af 24 í Formúlu 1 2011 30. nóvember 2010 16:18 Hér er mynd af Formúlu 1ökumönnum sem óku í lokamótinu í Abu Dhabi á dögunum. Mynd: Getty Images/Paul Gilham FIA, alþjóðabílasambandið sendi frá sér í dag lista yfir þá ökumenn sem hafa verið staðfestir hjá keppnisliðum fyrir næsta Formúlu 1 keppnistímabil. Enn eru 10 ökumannssæti af 24 óstaðfest samkvæmt lista FIA. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel er með hið rómaða rásnúmer 1 með Red Bull sem heimsmeistari og liðsfélagi hans Mark Webber númer 2. Kapparnir fimm sem voru í hita leiksins í titislagnum eru allir keppendur á næsta ári, auk Vettels og Webber, þá eru Jenson Button og Lewis Hamilton hjá McLaren og Fernando Alonso hjá Ferrari sem fyrr. Nico Hulkenberg verður ekki áfram hjá Williams og enn á eftir að ákveða hver ekur með Robert Kubica hjá Renault. Þá er ekki búið að staðfesta ökumenn Force India, Torro Rosso, Hispania Racing Team og Virgin. Einn nýliði í Formúlu 1 er á listanum, en það er Sergio Perez frá Mexíkó sem ekur með Sauber á næsta ári ásamt Kamui Kobayashi. Ökumenn 2011 1. Sebastian Vettel, Þýskalandi, Red Bull 2. Mark Webber, Ástralíu, Red Bull 3. Jenson Button, Bretlandi, McLaren 4. Lewis Hamilton, Bretlandi, McLaren 5. Fernando Alonso, Spáni, Ferrari 6. Felipe Massa, Brasilíu, Ferrari 7. Michael Schumacher, Þýskalandi Mercedes 8. Nico Rosberg, Þýskalandi, Mercedes 9. Robert Kubica, Póllandi, Renault 10. óstaðfest, Renault 11. Rubens Barrichello, Brasilíu, Williams 12. óstaðfest, Williams 13. rásnúmer 13 ekki notað 14. óstaðfest, Force India 15. óstaðfest, Force India 16. Kamui Kobayahsi, Japan Sauber 17. Sergio Perez, Mexíkó Sauber 18. óstaðfest, Torro Rosso 19. óstaðfest, Torro Rosso 20. Jarno Trulli, Ítalíu Lotus 21. Heikki Kovalainen, Finnlandi Lotus 22. óstaðfest, HRT 23. óstaðfest, HRT 24. óstaðfest, VIRGIN 25. óstaðfest, VIRGIN Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
FIA, alþjóðabílasambandið sendi frá sér í dag lista yfir þá ökumenn sem hafa verið staðfestir hjá keppnisliðum fyrir næsta Formúlu 1 keppnistímabil. Enn eru 10 ökumannssæti af 24 óstaðfest samkvæmt lista FIA. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel er með hið rómaða rásnúmer 1 með Red Bull sem heimsmeistari og liðsfélagi hans Mark Webber númer 2. Kapparnir fimm sem voru í hita leiksins í titislagnum eru allir keppendur á næsta ári, auk Vettels og Webber, þá eru Jenson Button og Lewis Hamilton hjá McLaren og Fernando Alonso hjá Ferrari sem fyrr. Nico Hulkenberg verður ekki áfram hjá Williams og enn á eftir að ákveða hver ekur með Robert Kubica hjá Renault. Þá er ekki búið að staðfesta ökumenn Force India, Torro Rosso, Hispania Racing Team og Virgin. Einn nýliði í Formúlu 1 er á listanum, en það er Sergio Perez frá Mexíkó sem ekur með Sauber á næsta ári ásamt Kamui Kobayashi. Ökumenn 2011 1. Sebastian Vettel, Þýskalandi, Red Bull 2. Mark Webber, Ástralíu, Red Bull 3. Jenson Button, Bretlandi, McLaren 4. Lewis Hamilton, Bretlandi, McLaren 5. Fernando Alonso, Spáni, Ferrari 6. Felipe Massa, Brasilíu, Ferrari 7. Michael Schumacher, Þýskalandi Mercedes 8. Nico Rosberg, Þýskalandi, Mercedes 9. Robert Kubica, Póllandi, Renault 10. óstaðfest, Renault 11. Rubens Barrichello, Brasilíu, Williams 12. óstaðfest, Williams 13. rásnúmer 13 ekki notað 14. óstaðfest, Force India 15. óstaðfest, Force India 16. Kamui Kobayahsi, Japan Sauber 17. Sergio Perez, Mexíkó Sauber 18. óstaðfest, Torro Rosso 19. óstaðfest, Torro Rosso 20. Jarno Trulli, Ítalíu Lotus 21. Heikki Kovalainen, Finnlandi Lotus 22. óstaðfest, HRT 23. óstaðfest, HRT 24. óstaðfest, VIRGIN 25. óstaðfest, VIRGIN
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira