Réttlæti fyrir alla Tryggvi Gíslason skrifar 29. október 2010 06:00 Ef sátt á að verða í samfélaginu eftir hrunið, þarf að leysa skuldavanda heimilanna strax. Heimilin eru hornsteinn þjóðfélagsins og standa undir rekstri þess. Allir verða að leggja sitt af mörkum til að leysa vandann: Alþingi, ríkisstjórn, launþegasamtök, lífeyrissjóðir, samtök atvinnulífsins og fjármálastofnanir auk samtaka heimilanna, umboðsmanns skuldara og talsmanns neytenda. Kostnaður við almenna lækkun skulda heimilanna um 20% er talinn nema ríflega 200 milljörðum króna. Spurt er, hvort - og hvernig greiða skuli kostnaðinn. Nú síðast hefur Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagst sammála niðurfærslu ef benda megi á hvar finna skuli fé til þess að greiða kostnaðinn. Þessu skal ég svara þeim góða manni. Kostnaðinn skal greiða á þrjá vegu: með hluta af hagnaði nýju bankanna, með hagnaði lífeyrissjóðanna vegna hækkunar á vísitölu síðan í maí 2008 og með greiðslum úr ríkissjóði. Rökin eru þessi: Nýju bankarnir fengu eignir gömlu bankanna á þriðjungsverði, en innheimta skuldirnar að fullu. Þeir eiga að gefa eftir hluta af þessum hagnaði sínum til heimilanna. Talið er að lífeyrissjóðirnir verði af 30 til 50 milljörðum við almenna lækkun á húsnæðisskuldum heimilanna og muni sligast undan. Auk þess fái lífeyrisþegar stórlækkaðan lífeyri í framtíðinni. Ekki er á það minnst að sjóðirnir högnuðust á annað hundrað milljarða á því að vísitalan var ekki fryst vorið 2008 og verðbólgan í kjölfarið færði þeim stórfelldan hagnað - meðan heimilunum blæddi. Má ætla að framlag lífeyrissjóðanna til lækkunar skulda sé innan við fjórðungur af því. Bent skal á að 50 milljarðar eru innan við þrjú prósent af heildareignum lífeyrissjóða en eignirnar nema hátt á annað þúsund milljörðum. Í þriðja lagi er það ríkissjóður, sem leggja skal fram fé til þess að lækka skuldir heimilanna. Engar athugasemdir voru gerðar þegar þingmenn veittu fjármálaráðherra heimild með neyðarlögunum 2008 til að reiða fram fé úr ríkissjóði til þess að yfirtaka bankana svo að þeir gætu staðið við skuldbindingar gagnvart innstæðueigendum. Enginn greinarmunur var gerður á þeim sem áttu þrjár milljónir króna og hinum sem áttu tugi eða hundruð milljarða króna í bönkunum. Ríkissjóður getur skattlagt þetta fé stóreignafólks til þess að mæta greiðslum til bjargar heimilunum, fé sem bjargað var að fullu með fé úr ríkissjóði. Að lokum: Réttlæti er fyrir alla - ekki aðeins þá sem hafa völd og áhrif og eiga milljarða í fasteignum og lausu fé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tryggvi Gíslason Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ef sátt á að verða í samfélaginu eftir hrunið, þarf að leysa skuldavanda heimilanna strax. Heimilin eru hornsteinn þjóðfélagsins og standa undir rekstri þess. Allir verða að leggja sitt af mörkum til að leysa vandann: Alþingi, ríkisstjórn, launþegasamtök, lífeyrissjóðir, samtök atvinnulífsins og fjármálastofnanir auk samtaka heimilanna, umboðsmanns skuldara og talsmanns neytenda. Kostnaður við almenna lækkun skulda heimilanna um 20% er talinn nema ríflega 200 milljörðum króna. Spurt er, hvort - og hvernig greiða skuli kostnaðinn. Nú síðast hefur Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagst sammála niðurfærslu ef benda megi á hvar finna skuli fé til þess að greiða kostnaðinn. Þessu skal ég svara þeim góða manni. Kostnaðinn skal greiða á þrjá vegu: með hluta af hagnaði nýju bankanna, með hagnaði lífeyrissjóðanna vegna hækkunar á vísitölu síðan í maí 2008 og með greiðslum úr ríkissjóði. Rökin eru þessi: Nýju bankarnir fengu eignir gömlu bankanna á þriðjungsverði, en innheimta skuldirnar að fullu. Þeir eiga að gefa eftir hluta af þessum hagnaði sínum til heimilanna. Talið er að lífeyrissjóðirnir verði af 30 til 50 milljörðum við almenna lækkun á húsnæðisskuldum heimilanna og muni sligast undan. Auk þess fái lífeyrisþegar stórlækkaðan lífeyri í framtíðinni. Ekki er á það minnst að sjóðirnir högnuðust á annað hundrað milljarða á því að vísitalan var ekki fryst vorið 2008 og verðbólgan í kjölfarið færði þeim stórfelldan hagnað - meðan heimilunum blæddi. Má ætla að framlag lífeyrissjóðanna til lækkunar skulda sé innan við fjórðungur af því. Bent skal á að 50 milljarðar eru innan við þrjú prósent af heildareignum lífeyrissjóða en eignirnar nema hátt á annað þúsund milljörðum. Í þriðja lagi er það ríkissjóður, sem leggja skal fram fé til þess að lækka skuldir heimilanna. Engar athugasemdir voru gerðar þegar þingmenn veittu fjármálaráðherra heimild með neyðarlögunum 2008 til að reiða fram fé úr ríkissjóði til þess að yfirtaka bankana svo að þeir gætu staðið við skuldbindingar gagnvart innstæðueigendum. Enginn greinarmunur var gerður á þeim sem áttu þrjár milljónir króna og hinum sem áttu tugi eða hundruð milljarða króna í bönkunum. Ríkissjóður getur skattlagt þetta fé stóreignafólks til þess að mæta greiðslum til bjargar heimilunum, fé sem bjargað var að fullu með fé úr ríkissjóði. Að lokum: Réttlæti er fyrir alla - ekki aðeins þá sem hafa völd og áhrif og eiga milljarða í fasteignum og lausu fé.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun