Eru mannréttindi ekki fyrir Íslendinga? 1. október 2010 06:00 Nú er réttlætiskennd minni algerlega misboðið. Að heyra í íslenskum ráðamanni, Össuri Skarphéðinssyni í ræðustól hneykslast á mannréttindabrotum vegna ferðar hóps til Gazasvæðisins var dropinn sem fyllti mælinn hjá mér – og hann er ekki eini ráðamaðurinn sem virðist loka augunum fyrir því sem er að gerast hér á landi. Hvað eru forráðamenn þessarar þjóðar að hugsa? Hvernig væri að byrja á því að berjast gegn mannréttindabrotum þeim sem framin hafa verið og eru framin enn á Íslandi, áður en menn fara að belgja sig út á erlendum vettvangi? Eða skiptir það ekki neinu máli, af því að um Íslendinga er að ræða? Hvers konar sýndarmennska er þetta? Það er gott og gilt að sýna vanþóknun sína á mannréttindabrotum hvar sem þau eru framin, EN á maður ekki að byrja heima fyrir? Eru menn eins og Össur Skarphéðinsson eða Jón Gnarr blindir? Hafa þessir stjórnmálamenn staðið í mótmælagöngu með sínu eigin fólki? Hefur Össur flutt ræðu fyrir hönd þeirra sem misst hafa allt sitt hér heima? Hefur Jón Gnarr mætt með því fólki sem reynt hefur að mótmæla ranglæti því sem hér er framið á hverjum degi gagnvart þúsundum heimila sem eru að falla um koll vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar? Hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar skipulagt mótmælagöngur til að standa vörð um mannréttindi þeirra sem standa í biðröð eftir matargjöfum? Þetta er fólkið sem lætur sem það viti ekki af því að þeirra eigin landsmenn eru að missa eignir sínar í þúsundum talið. Hér standa hundruð Íslendinga í biðröð eftir mat. Fjöldi manna hefur misst atvinnu sína, sparifé og lífeyri. Að Íslendingum var otað ólöglegum gengislánum á einum stað í bankanum á meðan á öðrum stað í sama banka tóku menn stöðu gegn krónunni. Og í mörgum tilfellum fóru svo fram ólöglegar innheimtuaðgerðir á þessum lánum? Fjöldi manna hafa og eru að búa sig undir að flýja landið. Almenningur á Íslandi hefur verið settur í ánauðarbönd af fyrri ríkisstjórn og þeim síðan viðhaldið af núverandi ríkisstjórn. Hvað hafa stjórnmálamenn sem gaspra mest gert til að hjálpa eigin þjóð? Leitað hefur verið til velferðarráðs borgarinnar sem þykist ekki geta gert neitt vegna þess að peningar vaxi ekki á trjánum, en samt er hægt að hækka laun varaborgarfulltrúa. Ríkisstjórnin hefur veitt 2 milljónum króna til stuðnings Fjölskylduhjálpinni? En hvað hefur hún veitt í þróunaraðstoð út í heim? Eða hvað mörgum milljörðum króna er eytt í að þröngva þjóðinni í ESB? Hvað með sendiráð, einkabílstjóra og aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna? Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað tekið stöðu með fjármálastofnunum gegn eigin þjóð. Hér virðist hægt að finna allar hugsanlegar og óhugsanlegar reglur til að vernda fjármálastéttina gegn réttlátri ábyrgð, en samningslög á ekki að virða þegar það snýr að almenningi eins og dómur Hæstaréttar um gengislánin ber vitni um. Hvar eru mannréttindi almennings? Og hvar eru mannréttindi þjóðar sem neyða á til að greiða fyrir afglöp þeirra sem komu þjóðinni á hausinn dbr. ICESAVE? Þingmenn og ráðherrar láta ekki á sér standa að tala um mannréttindi þegar kemur að þeim sjálfum sbr. þingmannanefndarmálið, þar sem menn gaspra um mannréttindi fjögurra ráðherra sem vegna vanhæfni sinnar stóðu ekki vörð um hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Í því sambandi hlýtur maður að spyrja; hvað með mannréttindi þjóðarinnar, sem treysti þessu fólki til að standa á vaktinni? Hvar er ábyrgð þessa fólks gagnvart mannréttindum þjóðarinnar sem nú stendur frammi fyrir algerri örvæntingu og ótta um framtíð sína? Við ættum kannski að muna að grundvallarmannréttindi eru rétturinn til að lifa með reisn, hafa húsaskjól og viðunandi lífsviðurværi. Það er nauðsynlegt að standa vörð um mannréttindi almennt, en áður en við förum að hneykslast á mannréttindabrotum annarra þjóð, ættum við að byrja á því að berjast fyrir okkar eigið fólk, sem svo sannarlega hefur verið illa brotið á. Kannski vakna ráðamenn og þjóðin sjálf ef við fengjum Amnesty International eða önnur mannréttindasamtök til að berjast fyrir okkar mannréttindum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Nú er réttlætiskennd minni algerlega misboðið. Að heyra í íslenskum ráðamanni, Össuri Skarphéðinssyni í ræðustól hneykslast á mannréttindabrotum vegna ferðar hóps til Gazasvæðisins var dropinn sem fyllti mælinn hjá mér – og hann er ekki eini ráðamaðurinn sem virðist loka augunum fyrir því sem er að gerast hér á landi. Hvað eru forráðamenn þessarar þjóðar að hugsa? Hvernig væri að byrja á því að berjast gegn mannréttindabrotum þeim sem framin hafa verið og eru framin enn á Íslandi, áður en menn fara að belgja sig út á erlendum vettvangi? Eða skiptir það ekki neinu máli, af því að um Íslendinga er að ræða? Hvers konar sýndarmennska er þetta? Það er gott og gilt að sýna vanþóknun sína á mannréttindabrotum hvar sem þau eru framin, EN á maður ekki að byrja heima fyrir? Eru menn eins og Össur Skarphéðinsson eða Jón Gnarr blindir? Hafa þessir stjórnmálamenn staðið í mótmælagöngu með sínu eigin fólki? Hefur Össur flutt ræðu fyrir hönd þeirra sem misst hafa allt sitt hér heima? Hefur Jón Gnarr mætt með því fólki sem reynt hefur að mótmæla ranglæti því sem hér er framið á hverjum degi gagnvart þúsundum heimila sem eru að falla um koll vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar? Hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar skipulagt mótmælagöngur til að standa vörð um mannréttindi þeirra sem standa í biðröð eftir matargjöfum? Þetta er fólkið sem lætur sem það viti ekki af því að þeirra eigin landsmenn eru að missa eignir sínar í þúsundum talið. Hér standa hundruð Íslendinga í biðröð eftir mat. Fjöldi manna hefur misst atvinnu sína, sparifé og lífeyri. Að Íslendingum var otað ólöglegum gengislánum á einum stað í bankanum á meðan á öðrum stað í sama banka tóku menn stöðu gegn krónunni. Og í mörgum tilfellum fóru svo fram ólöglegar innheimtuaðgerðir á þessum lánum? Fjöldi manna hafa og eru að búa sig undir að flýja landið. Almenningur á Íslandi hefur verið settur í ánauðarbönd af fyrri ríkisstjórn og þeim síðan viðhaldið af núverandi ríkisstjórn. Hvað hafa stjórnmálamenn sem gaspra mest gert til að hjálpa eigin þjóð? Leitað hefur verið til velferðarráðs borgarinnar sem þykist ekki geta gert neitt vegna þess að peningar vaxi ekki á trjánum, en samt er hægt að hækka laun varaborgarfulltrúa. Ríkisstjórnin hefur veitt 2 milljónum króna til stuðnings Fjölskylduhjálpinni? En hvað hefur hún veitt í þróunaraðstoð út í heim? Eða hvað mörgum milljörðum króna er eytt í að þröngva þjóðinni í ESB? Hvað með sendiráð, einkabílstjóra og aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna? Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað tekið stöðu með fjármálastofnunum gegn eigin þjóð. Hér virðist hægt að finna allar hugsanlegar og óhugsanlegar reglur til að vernda fjármálastéttina gegn réttlátri ábyrgð, en samningslög á ekki að virða þegar það snýr að almenningi eins og dómur Hæstaréttar um gengislánin ber vitni um. Hvar eru mannréttindi almennings? Og hvar eru mannréttindi þjóðar sem neyða á til að greiða fyrir afglöp þeirra sem komu þjóðinni á hausinn dbr. ICESAVE? Þingmenn og ráðherrar láta ekki á sér standa að tala um mannréttindi þegar kemur að þeim sjálfum sbr. þingmannanefndarmálið, þar sem menn gaspra um mannréttindi fjögurra ráðherra sem vegna vanhæfni sinnar stóðu ekki vörð um hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Í því sambandi hlýtur maður að spyrja; hvað með mannréttindi þjóðarinnar, sem treysti þessu fólki til að standa á vaktinni? Hvar er ábyrgð þessa fólks gagnvart mannréttindum þjóðarinnar sem nú stendur frammi fyrir algerri örvæntingu og ótta um framtíð sína? Við ættum kannski að muna að grundvallarmannréttindi eru rétturinn til að lifa með reisn, hafa húsaskjól og viðunandi lífsviðurværi. Það er nauðsynlegt að standa vörð um mannréttindi almennt, en áður en við förum að hneykslast á mannréttindabrotum annarra þjóð, ættum við að byrja á því að berjast fyrir okkar eigið fólk, sem svo sannarlega hefur verið illa brotið á. Kannski vakna ráðamenn og þjóðin sjálf ef við fengjum Amnesty International eða önnur mannréttindasamtök til að berjast fyrir okkar mannréttindum!
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun