Mourinho: Leikbann UEFA er verðlaun en ekki refsing Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2010 18:00 Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid. Mynd/Nordic Photos/Getty Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, tjáði sig í dag í fyrsta sinn um leikbannið sem UEFA dæmdi hann í fyrir að skipa tveimur leikmönnum sínum að sækja sér viljandi rauð spjöld í Meistaradeildarleik á móti Ajax á dögunum. „Ég lít á þessa refsingu eins og hvern annan verðlaunapening. Ég ætla ekki að breyta neinu hjá mér. Langamma mín dó fyrir löngu síðan en ég man enn hvað hún sagði mér; Ef að aðrir eru öfundssjúkir út í þig þá ætti þú að vera ánægður," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi. Xabi Alonso og Sergio Ramos fengu báðir sitt annað gula spjald fyrir að tefja leikinn á skrautlegan hátt og strax daginn eftir birtustu myndir af því hvernig Jose Mourinho kom skilaboðum til þeirra í gegnum Jerzy Dudek og Iker Casillas. Með því að ná í sitt annað gula spjald í leiknum fóru Alonso og Ramos í leikbann í lokaleik riðilsins, sem skiptir engu máli, en þeir mæta þess í stað með hreinan skjöld inn í sextán liða úrslitin.Jose Mourinho er sér á báti.Mynd/Nordic Photos/Getty„Ég er ánægður með að það er ein sérstök regla fyrir Jose Mourinho og síðan önnur regla fyrir hina þjálfarana. Þetta er söguleg refsing að mínu mati og ég hef orð langömmu í huga og líta á þetta sem verðlaun en ekki refsingu," sagði Mourinho. Mourinho tekur út eins leiks bann strax en er síðan á skilorði varðandi seinni leikinn. Hann fékk einnig háa sekt líkt og allir leikmennirnir sem komu að málinu. „Ég má ekki yfirgefa mitt tæknilega svæði en aðrir fá að gera það. Ég má ekki taka upp boltann þegar mótherji á hann en aðrir mega gera það. Ég má ekki tala við fjórða dómarann en aðrir mega gera það. Þetta eru líka verðlaun í mínum huga og ég hef engar áhyggjur af þessu," sagði Mourinho og það verður seint of oft sagt að það finnst enginn annar þjálfari eins og hann í heiminum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Í beinni: Real Madrid - Real Sociedad | Ancelotti kvaddur Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Sjá meira
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, tjáði sig í dag í fyrsta sinn um leikbannið sem UEFA dæmdi hann í fyrir að skipa tveimur leikmönnum sínum að sækja sér viljandi rauð spjöld í Meistaradeildarleik á móti Ajax á dögunum. „Ég lít á þessa refsingu eins og hvern annan verðlaunapening. Ég ætla ekki að breyta neinu hjá mér. Langamma mín dó fyrir löngu síðan en ég man enn hvað hún sagði mér; Ef að aðrir eru öfundssjúkir út í þig þá ætti þú að vera ánægður," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi. Xabi Alonso og Sergio Ramos fengu báðir sitt annað gula spjald fyrir að tefja leikinn á skrautlegan hátt og strax daginn eftir birtustu myndir af því hvernig Jose Mourinho kom skilaboðum til þeirra í gegnum Jerzy Dudek og Iker Casillas. Með því að ná í sitt annað gula spjald í leiknum fóru Alonso og Ramos í leikbann í lokaleik riðilsins, sem skiptir engu máli, en þeir mæta þess í stað með hreinan skjöld inn í sextán liða úrslitin.Jose Mourinho er sér á báti.Mynd/Nordic Photos/Getty„Ég er ánægður með að það er ein sérstök regla fyrir Jose Mourinho og síðan önnur regla fyrir hina þjálfarana. Þetta er söguleg refsing að mínu mati og ég hef orð langömmu í huga og líta á þetta sem verðlaun en ekki refsingu," sagði Mourinho. Mourinho tekur út eins leiks bann strax en er síðan á skilorði varðandi seinni leikinn. Hann fékk einnig háa sekt líkt og allir leikmennirnir sem komu að málinu. „Ég má ekki yfirgefa mitt tæknilega svæði en aðrir fá að gera það. Ég má ekki taka upp boltann þegar mótherji á hann en aðrir mega gera það. Ég má ekki tala við fjórða dómarann en aðrir mega gera það. Þetta eru líka verðlaun í mínum huga og ég hef engar áhyggjur af þessu," sagði Mourinho og það verður seint of oft sagt að það finnst enginn annar þjálfari eins og hann í heiminum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Í beinni: Real Madrid - Real Sociedad | Ancelotti kvaddur Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Sjá meira