Fótbolti

Birkir skoraði gegn Rosenborg

Elvar Geir Magnússon skrifar
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason tryggði Viking stig í dag.
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason tryggði Viking stig í dag.

Leikið var í norska boltanum í dag og margir Íslendingar sem komu við sögu. Tvö íslensk mörk litu dagsins ljós.

Indriði Sigurðsson og Birkir Bjarnason voru báðir í byrjunarliði Viking sem gerði 1-1 jafntefli við Rosenborg á útivelli. Birkir var meðal bestu manna vallarins og skoraði jöfnunarmark Viking á 71. mínútu.

Kristján Örn Sigurðsson og félagar í Hönefoss töpuðu 0-2 fyrir Haugesund en Kristján var að vanda í vörn Hönefoss.

Stefán Logi Magnússon fékk á sig tvö mörk þegar Lilleström vann 3-2 sigur á Start. Björn Bergmann Sigurðarson kom inn sem varamaður á 77. mínútu.

Bjarni Ólafur Eiríksson lagði upp seinna mark Stabæk sem tapaði 3-2 fyrir Valerenga. Hann var í byrjunarliði Stabæk líkt og Veigar Páll Gunnarsson en Pálmi Rafn Pálmason kom inn sem varamaður á 78. mínútu.

Sjö umferðum er ólokið í Noregi en þar er Rosenborg efst með 53 stig, Valerenga er með 46 stig og Tromsö 40.

Þá má geta þess að Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eitt mark fyrir Fredrikstad sem gerði 2-2 jafntefli við NIL-Trysil í norsku B-deildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×