Eðlilegt að einhverjar sitji svekktar heima Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2010 07:00 Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna. Fréttablaðið/Valli Júlíus Jónasson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið nítján leikmenn í íslenska landsliðið sem fer á æfingamót í Noregi um þarnæstu helgi. Svo verður fækkað um þrjá í hópnum og fara sextán leikmenn Evrópumeistaramótið í Danmörku og Noregi í næsta mánuði. Allir leikir Íslands verða í Danmörku. „Mér líst vel á þennan hóp og eðlilega tel ég að ég hafi valið besta hópinn sem við eigum,“ sagði Júlíus við Fréttablaðið í gær. „Það er þó alltaf erfitt að standa að svona vali og það var ekki öðruvísi núna. Það er alveg ljóst og fullkomlega eðlilegt að það eru einhverjir leikmenn sem sitja eftir svekktir.“ Júlíus segir að margt þurfi að hafa í huga við val á landsliði. „Það er ýmislegt í þessu vali sem er ekki auðlesið af mörgum en þannig er það bara. Auðvitað væri betra að hafa fleiri leikmenn en maður er bundinn af reglunum.“ Júlíus valdi þrjá markverði í hópinn og segir óljóst hvort hann fari með alla þrjá til Danmerkur eða skilji einn eftir heima. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun hvað það varðar enn og báðir möguleikar koma til greina. Hér áður fyrr fóru lið undantekningalaust með þrjá markverði á stórmótin en það hefur breyst. Nú er hægt að skipta út leikmönnum eftir riðlakeppnina ef meiðsli koma upp og málin hafa þróast þannig að lið gera meira af því að fara með tvo markverði – án þess að ég sé að gefa nokkuð upp um hvað ég ætli að gera,“ segir Júlíus. Sjálfsagt eru margir leikmenn óánægðir með að hafa ekki fengið tækifæri til að sanna sig fyrir þjálfaranum á æfingamótinu í Noregi. „Ég er búinn að skoða marga leikmenn og tel að ég sé nú með bestu leikmennina sem við eigum í hverri stöðu fyrir sig. Það eru einnig leikmenn í hópnum sem geta leikið fleira en eina stöðu, sem getur líka reynst dýrmætt.“ Hann segir að liðið ætli ekki að láta sér nægja að hafa komist inn á Evrópumeistaramótið en það er í fyrsta sinn sem A-landslið kvenna kemst á stórmót. „Við vitum að okkar riðill er mjög erfiður en þannig er það með alla riðlana – öll sextán liðin sem keppa á mótinu eru mjög sterk. Við erum litla liðið í riðlinum en það getur líka verið kostur. Einn sigur gæti fleytt okkur upp úr riðlinum og draumurinn er að ná því að gera betur en við höfum gert hingað til. Það var frábært að komast á EM en við viljum ekki setja punktinn þar.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira
Júlíus Jónasson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið nítján leikmenn í íslenska landsliðið sem fer á æfingamót í Noregi um þarnæstu helgi. Svo verður fækkað um þrjá í hópnum og fara sextán leikmenn Evrópumeistaramótið í Danmörku og Noregi í næsta mánuði. Allir leikir Íslands verða í Danmörku. „Mér líst vel á þennan hóp og eðlilega tel ég að ég hafi valið besta hópinn sem við eigum,“ sagði Júlíus við Fréttablaðið í gær. „Það er þó alltaf erfitt að standa að svona vali og það var ekki öðruvísi núna. Það er alveg ljóst og fullkomlega eðlilegt að það eru einhverjir leikmenn sem sitja eftir svekktir.“ Júlíus segir að margt þurfi að hafa í huga við val á landsliði. „Það er ýmislegt í þessu vali sem er ekki auðlesið af mörgum en þannig er það bara. Auðvitað væri betra að hafa fleiri leikmenn en maður er bundinn af reglunum.“ Júlíus valdi þrjá markverði í hópinn og segir óljóst hvort hann fari með alla þrjá til Danmerkur eða skilji einn eftir heima. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun hvað það varðar enn og báðir möguleikar koma til greina. Hér áður fyrr fóru lið undantekningalaust með þrjá markverði á stórmótin en það hefur breyst. Nú er hægt að skipta út leikmönnum eftir riðlakeppnina ef meiðsli koma upp og málin hafa þróast þannig að lið gera meira af því að fara með tvo markverði – án þess að ég sé að gefa nokkuð upp um hvað ég ætli að gera,“ segir Júlíus. Sjálfsagt eru margir leikmenn óánægðir með að hafa ekki fengið tækifæri til að sanna sig fyrir þjálfaranum á æfingamótinu í Noregi. „Ég er búinn að skoða marga leikmenn og tel að ég sé nú með bestu leikmennina sem við eigum í hverri stöðu fyrir sig. Það eru einnig leikmenn í hópnum sem geta leikið fleira en eina stöðu, sem getur líka reynst dýrmætt.“ Hann segir að liðið ætli ekki að láta sér nægja að hafa komist inn á Evrópumeistaramótið en það er í fyrsta sinn sem A-landslið kvenna kemst á stórmót. „Við vitum að okkar riðill er mjög erfiður en þannig er það með alla riðlana – öll sextán liðin sem keppa á mótinu eru mjög sterk. Við erum litla liðið í riðlinum en það getur líka verið kostur. Einn sigur gæti fleytt okkur upp úr riðlinum og draumurinn er að ná því að gera betur en við höfum gert hingað til. Það var frábært að komast á EM en við viljum ekki setja punktinn þar.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira