Handbolti

Ólafur Bjarki: Við vinnum Akureyri næst

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Bjarki með verðlaunin sín í dag. Mynd/Vilhelm
Ólafur Bjarki með verðlaunin sín í dag. Mynd/Vilhelm

HK-ingurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson var í hádeginu valinn besti leikmaður fyrstu sjö umferðanna í N1-deild karla. Ólafur Bjarki hefur leikið virkilega vel með HK það sem af er vetri og er vel að nafnbótinni kominn.

"Þetta kom smá á óvart. Við erum nokkrir búnir að standa okkur vel í deildinni og það er ánægjulegt að fá svona verðlaun," sagði Ólafur Bjarki við Vísi í dag en verðlaunin voru veitt á Hótel Loftleiðum.

"Ég var ánægður með þessa fyrstu sjö leiki mína í deildinni en áttundi leikurinn á Akureyri var ekki alveg nógu góður. Við töpuðum samt bara með einu marki á gríðarlega sterkum útivelli. Við stefnum á að vinna þá næst."

HK steinlá fyrir Akureyri í fyrstu umferð mótsins og hefur síðan verið á mikilli siglingu og unnið öll lið deildarinnar nema Akureyri.

"Við settumst niður eftir fyrsta leikinn og fórum yfir stöðuna. Sá fundur skilaði sínu því við erum að vinna saman allir sem einn í dag. Uppskeran hefur verið eftir því," sagði Ólafur Bjarki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×