Pólitísk málaferli 12. nóvember 2010 06:00 Níu manneskjur eru ákærðar fyrir brot á 100. grein hegningarlaga, fyrir að hafa ráðist „á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess [væri] hætta búin“. Af fréttaflutningi, lögregluskýrslum og málatilbúnaði saksóknara er ljóst að sakborningar beittu enga ofbeldi; þeir gengu inn í þinghúsið, og einn hrópaði af þingpöllum. Þessi „atlaga“ að Alþingi er ekki einsdæmi; svipaðir atburðir hafa orðið á síðustu áratugum. Aldrei áður hafa slík mótmæli leitt til ákæru, hvað þá svona alvarlegrar. Lágmarksrefsing fyrir brot á 100. greininni er árs fangelsi, en hámark ævilangt. Umrædd grein á við mjög alvarleg brot, nefnilega valdaránstilraunir, og ljóst er að sakfelling hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf sakborninga, þótt fjarstæðukennt sé að þeir hafi ógnað „sjálfræði“ Alþingis. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir að rjúfa „friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin“. Þetta mætti afgreiða sem ýkjur, ef ekki væri annað og meira í húfi, nefnilega frelsið til mótmæla. Sú hugmynd að ríkisvaldið megi „verja“ sig með svo heiftarlegum hætti gegn hættulausum mótmælum vekur óhug. Þótt litlar líkur virðist á sakfellingu á grundvelli 100. greinarinnar þá er ákæran ógnun við tjáningarfrelsið, því hún neyðir friðsama mótmælendur til að verja sig gegn ríkisvaldi sem fer offari, og það er ólíðandi í réttarríki að fólk sé ákært á fölskum forsendum eins og hér er gert. Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, er æðsti yfirmaður skrifstofu Alþingis, sem fór fram á að kært yrði fyrir brot á 100. greininni, en lögreglan, sem rannsakaði málið, hafnaði því. Samt ákvað settur saksóknari, Lára V. Júlíusdóttir, að ákæra fyrir brot á þeirri grein, og hún ber því einnig ábyrgð á þessum pólitísku ofsóknum. Þau ofsafengnu viðbrögð gegn hættulausum mótmælendum sem felast í umræddri ákæru verður að stöðva. Alþingi ætti að þvo af sér smánina með því að setja Ástu af. Lára ætti að draga ákæruna til baka. Að öðrum kosti ætti dómsmálaráðherra að frelsa Láru úr ógöngunum með því að fella niður saksóknina með vísan í 29. grein stjórnarskrárinnar. Eingöngu þannig er hægt að koma í veg fyrir að þetta verði ævarandi smánarblettur á íslensku réttarfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Níu manneskjur eru ákærðar fyrir brot á 100. grein hegningarlaga, fyrir að hafa ráðist „á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess [væri] hætta búin“. Af fréttaflutningi, lögregluskýrslum og málatilbúnaði saksóknara er ljóst að sakborningar beittu enga ofbeldi; þeir gengu inn í þinghúsið, og einn hrópaði af þingpöllum. Þessi „atlaga“ að Alþingi er ekki einsdæmi; svipaðir atburðir hafa orðið á síðustu áratugum. Aldrei áður hafa slík mótmæli leitt til ákæru, hvað þá svona alvarlegrar. Lágmarksrefsing fyrir brot á 100. greininni er árs fangelsi, en hámark ævilangt. Umrædd grein á við mjög alvarleg brot, nefnilega valdaránstilraunir, og ljóst er að sakfelling hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf sakborninga, þótt fjarstæðukennt sé að þeir hafi ógnað „sjálfræði“ Alþingis. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir að rjúfa „friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin“. Þetta mætti afgreiða sem ýkjur, ef ekki væri annað og meira í húfi, nefnilega frelsið til mótmæla. Sú hugmynd að ríkisvaldið megi „verja“ sig með svo heiftarlegum hætti gegn hættulausum mótmælum vekur óhug. Þótt litlar líkur virðist á sakfellingu á grundvelli 100. greinarinnar þá er ákæran ógnun við tjáningarfrelsið, því hún neyðir friðsama mótmælendur til að verja sig gegn ríkisvaldi sem fer offari, og það er ólíðandi í réttarríki að fólk sé ákært á fölskum forsendum eins og hér er gert. Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, er æðsti yfirmaður skrifstofu Alþingis, sem fór fram á að kært yrði fyrir brot á 100. greininni, en lögreglan, sem rannsakaði málið, hafnaði því. Samt ákvað settur saksóknari, Lára V. Júlíusdóttir, að ákæra fyrir brot á þeirri grein, og hún ber því einnig ábyrgð á þessum pólitísku ofsóknum. Þau ofsafengnu viðbrögð gegn hættulausum mótmælendum sem felast í umræddri ákæru verður að stöðva. Alþingi ætti að þvo af sér smánina með því að setja Ástu af. Lára ætti að draga ákæruna til baka. Að öðrum kosti ætti dómsmálaráðherra að frelsa Láru úr ógöngunum með því að fella niður saksóknina með vísan í 29. grein stjórnarskrárinnar. Eingöngu þannig er hægt að koma í veg fyrir að þetta verði ævarandi smánarblettur á íslensku réttarfari.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun