Hamilton og Alonso sáttir 5. júlí 2010 15:34 Alonso og Hamilton labba hér saman eins og góðir félagar. Lewis Hamilton og Fernando Alonso eru búnir að ræða málin eftir nokkuð hvöss orðaskipti beggja eftir síðustu keppni. Alonso taldi Hamilton hafa sloppið létt frá dómurum eftir brot í brautinni, en Hamilton sagði hann súran vegna slaks árangurs. "Við erum í sambandi. Hann er með mitt símanúmer og ég hans. Við sendum skeyti hvor á annan um daginn og allt er í góðu", sagði Hamilton í samtali við Reuters, samkvæmt frétt á autosport.com. "Ég sendi honum skeyti til að sjá hvernig honum liði og hann sagði allt í sóma og hann vissi hvernig kappakstursheimurinn virkar og að þetta er erfitt ár." Hamilton keppir á heimavelli um helgina á breyttri Silverstone braut. Þangað mun faðir hans Anthony mæta, en hann var áður umboðsmaður Hamiltons. "Ég er búinn að bjóða allri fjölskyldunni og nánast allir mæta. Ég hef þroskast mikið á því að sjá um eigin mál og hafa stjórn á hlutunum", sagði Hamilton um hvernig það væri að vera án föður síns sem umboðsmanns. "Ég er nokkuð stoltur af því að hafa stokkið á þetta. Ég hef beðið fólk að sýna þolinmæði á fundum og hef smám saman einbeitt mér að ákveðnum þáttum, sem ég skildi ekki áður og þurfti að læra á." Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton og Fernando Alonso eru búnir að ræða málin eftir nokkuð hvöss orðaskipti beggja eftir síðustu keppni. Alonso taldi Hamilton hafa sloppið létt frá dómurum eftir brot í brautinni, en Hamilton sagði hann súran vegna slaks árangurs. "Við erum í sambandi. Hann er með mitt símanúmer og ég hans. Við sendum skeyti hvor á annan um daginn og allt er í góðu", sagði Hamilton í samtali við Reuters, samkvæmt frétt á autosport.com. "Ég sendi honum skeyti til að sjá hvernig honum liði og hann sagði allt í sóma og hann vissi hvernig kappakstursheimurinn virkar og að þetta er erfitt ár." Hamilton keppir á heimavelli um helgina á breyttri Silverstone braut. Þangað mun faðir hans Anthony mæta, en hann var áður umboðsmaður Hamiltons. "Ég er búinn að bjóða allri fjölskyldunni og nánast allir mæta. Ég hef þroskast mikið á því að sjá um eigin mál og hafa stjórn á hlutunum", sagði Hamilton um hvernig það væri að vera án föður síns sem umboðsmanns. "Ég er nokkuð stoltur af því að hafa stokkið á þetta. Ég hef beðið fólk að sýna þolinmæði á fundum og hef smám saman einbeitt mér að ákveðnum þáttum, sem ég skildi ekki áður og þurfti að læra á."
Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira