Skil einfaldlega ekki hver getur gert svona 20. ágúst 2010 06:00 Fjöldi fólks hefur komið að heimili Hannesar Þórs Helgasonar að Háabergi og vottað hinum látna virðingu sína með því að leggja blóm á tröppurnar. Í gærkvöldi loguðu þar líka friðarljós. Mynd/Stefán „Ég skil einfaldlega ekki hver getur gert svona. Ég bara sit og bíð eftir því að þessi manneskja finnist," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar í samtali við Fréttablaðið. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Það var unnusta Hannesar sem kom að honum látnum á heimili hans um hádegi á sunnudag. Hún segir erfitt að útskýra líðan sína við aðstæður sem þessar og hún hafi hvorki náð að hvílast né sofa mikið síðan atvikið varð. Hannesi var ráðinn bani með hníf og var hann stunginn margsinnis og skorinn. Mikið blóð var á vettvangi og aðkoman skelfileg, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áverkar á líkinu benda til að um mikla heift hafi verið að ræða og eindreginn tilgangur ódæðismannsins að myrða hann. Morðvopnið er ófundið. Rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi og er hún ein sú viðamesta sem hefur átt sér stað hér á landi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær bað fjölskylda Hannesar almenning um aðstoð við lausn málsins og þakkaði þann hlýhug sem henni hefur verið sýndur við fráfall hans. „Ég bið þjóðina um allt það sem hún kann að vita til þess að leysa þetta hörmulega mál," sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar, í gærkvöldi. Séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir málið afar sorglegt og hafa áhrif á alla. „Það eru allir að fylgjast með þessu og það er erfitt fyrir fólk að hafa þetta hangandi yfir sér. Menn eru mikið að velta vöngum." Þórhallur segist hafa hvatt fólk til þess að gefa lögreglunni tíma og frið til að vinna sína vinnu og reynt að blása á þær sögusagnir sem hafa komið upp eftir atvikið. „Menn eru að eltast við þær hér í bænum eins og annars staðar. Við erum lítið samfélag." Hann segir fermingarbörn mikið velta sér upp úr málinu. „Við finnum á þeim að það er mikið verið að tala um þetta heima við," segir hann. „Svona harmleikur hefur ekki átt sér stað hér á landi í langan tíma og fólk ætti að fara varlega í að blása upp glæður með hræðslu og flökkusögum. Það er ekki neinum til góðs." Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við morðið en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim og þeir látnir lausir. - sv, jss Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
„Ég skil einfaldlega ekki hver getur gert svona. Ég bara sit og bíð eftir því að þessi manneskja finnist," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar í samtali við Fréttablaðið. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Það var unnusta Hannesar sem kom að honum látnum á heimili hans um hádegi á sunnudag. Hún segir erfitt að útskýra líðan sína við aðstæður sem þessar og hún hafi hvorki náð að hvílast né sofa mikið síðan atvikið varð. Hannesi var ráðinn bani með hníf og var hann stunginn margsinnis og skorinn. Mikið blóð var á vettvangi og aðkoman skelfileg, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áverkar á líkinu benda til að um mikla heift hafi verið að ræða og eindreginn tilgangur ódæðismannsins að myrða hann. Morðvopnið er ófundið. Rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi og er hún ein sú viðamesta sem hefur átt sér stað hér á landi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær bað fjölskylda Hannesar almenning um aðstoð við lausn málsins og þakkaði þann hlýhug sem henni hefur verið sýndur við fráfall hans. „Ég bið þjóðina um allt það sem hún kann að vita til þess að leysa þetta hörmulega mál," sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar, í gærkvöldi. Séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir málið afar sorglegt og hafa áhrif á alla. „Það eru allir að fylgjast með þessu og það er erfitt fyrir fólk að hafa þetta hangandi yfir sér. Menn eru mikið að velta vöngum." Þórhallur segist hafa hvatt fólk til þess að gefa lögreglunni tíma og frið til að vinna sína vinnu og reynt að blása á þær sögusagnir sem hafa komið upp eftir atvikið. „Menn eru að eltast við þær hér í bænum eins og annars staðar. Við erum lítið samfélag." Hann segir fermingarbörn mikið velta sér upp úr málinu. „Við finnum á þeim að það er mikið verið að tala um þetta heima við," segir hann. „Svona harmleikur hefur ekki átt sér stað hér á landi í langan tíma og fólk ætti að fara varlega í að blása upp glæður með hræðslu og flökkusögum. Það er ekki neinum til góðs." Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við morðið en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim og þeir látnir lausir. - sv, jss
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira