Hamilton ánægður þrátt fyrir áminningu 12. nóvember 2010 20:25 Lewis Hamilton í sólsetrinu í Abu Dhabi í dag. Mynd: Getty Images/Clive Mason Lewis Hamilton hjá McLaren var fljótastur á æfingum Formúlu 1 liða í Abu Dhabi í dag, en toppmennirnir í stigaslagnum um titilinn voru honum næstir. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir æfingarnar tvær í dag. "Ég er mjög, mjög ánægður. Við höfum vonast eftir að afturvængurinn myndi virka betur, en hann hefur ekki virskað síðan á Suzuka (Japan) og hann er loksins að virka. Það er stór plús fyrir okkur", sagði Hamilton eftir æfingarnar í dag í frétt á autosport.com. Hamilton er á lyfjun vegna lasleika, en kvaðst hafa liðið vel um borð í bílnum, sem hafi virkað vel. Tímatakan er á laugardag og mikilvægt fyrir Hamilton að vera sem fremst á ráslínu. "Ég er vongóður, en þetta verður erfitt. Red Bull gæti verið hálfri sekúndu á undan eins og oft áður, en við erum nær en áður", sagði Hamilton. Red Bull ökumennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber hafa náð 14 af 18 ráspólum á þessu ári, þ.e. verið fremstir á ráslínu. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir að hafa nærri lenti í árekstri við Bruno Senna og strikað yfir hvíta línu sem afmarkar innakstur á þjónustusvæðið í Abu Dhabi. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er sýnd beint kl. 09.55 á Stöð 2 Sport á laugardag og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45. Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren var fljótastur á æfingum Formúlu 1 liða í Abu Dhabi í dag, en toppmennirnir í stigaslagnum um titilinn voru honum næstir. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir æfingarnar tvær í dag. "Ég er mjög, mjög ánægður. Við höfum vonast eftir að afturvængurinn myndi virka betur, en hann hefur ekki virskað síðan á Suzuka (Japan) og hann er loksins að virka. Það er stór plús fyrir okkur", sagði Hamilton eftir æfingarnar í dag í frétt á autosport.com. Hamilton er á lyfjun vegna lasleika, en kvaðst hafa liðið vel um borð í bílnum, sem hafi virkað vel. Tímatakan er á laugardag og mikilvægt fyrir Hamilton að vera sem fremst á ráslínu. "Ég er vongóður, en þetta verður erfitt. Red Bull gæti verið hálfri sekúndu á undan eins og oft áður, en við erum nær en áður", sagði Hamilton. Red Bull ökumennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber hafa náð 14 af 18 ráspólum á þessu ári, þ.e. verið fremstir á ráslínu. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir að hafa nærri lenti í árekstri við Bruno Senna og strikað yfir hvíta línu sem afmarkar innakstur á þjónustusvæðið í Abu Dhabi. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er sýnd beint kl. 09.55 á Stöð 2 Sport á laugardag og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45.
Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira