Alonso tilbúinn í lokaslag um titilinn 10. nóvember 2010 17:51 Fernando Alonso hefur reynsluna til að keppa um meistaratitilinn í Formúlu 1 og varð meistari 2005 og 2006. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Fernando Alonso er kominn til Abu Dhabi þar sem lokamótið í titilbaráttu fjögurra ökumanna fer fram um helgina. Alonso flaug beint frá Brasilíu eftir keppnina þar, en sagðist samt hafa náð einhverri hvíld í löngu flugi. Hann hefur þegar skoðað brautina í Abu Dhabi á reiðhjóli og rætt málin við Ferrari liðið á mótsstað. "Afstaða okkar hefur ekkert breyst fyrir þetta mikilvæga mót. Við verðum að gera allt fullkomlega og þá eigum við möguleika á að ná markmiðinu sem við settum okkur í upphafi tímabilsins", sagði Alonso á vefsíðu Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. Alonso sagði að úrslitin í mótinu í Brasilíu gefi Ferrari að hafa stjórn á örlögunum. Alonso er 8 stigum á undan Mark Webber í stigamótinu, 16 stigum á undan Sebastian Vettel og 24 stigum á undan Lewis Hamilton. "Ef við náum fyrsta eða öðru sæti, þá þurfum við ekki að standa í neinum stigaútreikningum. Við getum þetta, jafnvel þó andstæðingar okkar séu sterkir. Þeirra bíll (Red Bull) hefur hentað best á allar brautir nema eina. Við eigum samt ekkert að gera ráð fyrir að tapa fyrir þeim, frekar á hinn veginn." Alonso hefur heimsótti stóran skemmtigarð sem Ferrari er búið að opna í Abu Dhabi og er tilkomumikill og í anda Ferrari að mati Alonso. "Á morgun munum við einbeita okkur fullkomlega að undirbúningi fyrir kappaksturinn. Við erum að fara í síðasta mótið á keppnistímabili sem hefur verið frábært, sama hvað gerist. Við ætlum að ljúka því á bestan mögulegan hátt og gefum allt í að ná því takmarki", sagði Alonso á ferrari.com. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Fernando Alonso er kominn til Abu Dhabi þar sem lokamótið í titilbaráttu fjögurra ökumanna fer fram um helgina. Alonso flaug beint frá Brasilíu eftir keppnina þar, en sagðist samt hafa náð einhverri hvíld í löngu flugi. Hann hefur þegar skoðað brautina í Abu Dhabi á reiðhjóli og rætt málin við Ferrari liðið á mótsstað. "Afstaða okkar hefur ekkert breyst fyrir þetta mikilvæga mót. Við verðum að gera allt fullkomlega og þá eigum við möguleika á að ná markmiðinu sem við settum okkur í upphafi tímabilsins", sagði Alonso á vefsíðu Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. Alonso sagði að úrslitin í mótinu í Brasilíu gefi Ferrari að hafa stjórn á örlögunum. Alonso er 8 stigum á undan Mark Webber í stigamótinu, 16 stigum á undan Sebastian Vettel og 24 stigum á undan Lewis Hamilton. "Ef við náum fyrsta eða öðru sæti, þá þurfum við ekki að standa í neinum stigaútreikningum. Við getum þetta, jafnvel þó andstæðingar okkar séu sterkir. Þeirra bíll (Red Bull) hefur hentað best á allar brautir nema eina. Við eigum samt ekkert að gera ráð fyrir að tapa fyrir þeim, frekar á hinn veginn." Alonso hefur heimsótti stóran skemmtigarð sem Ferrari er búið að opna í Abu Dhabi og er tilkomumikill og í anda Ferrari að mati Alonso. "Á morgun munum við einbeita okkur fullkomlega að undirbúningi fyrir kappaksturinn. Við erum að fara í síðasta mótið á keppnistímabili sem hefur verið frábært, sama hvað gerist. Við ætlum að ljúka því á bestan mögulegan hátt og gefum allt í að ná því takmarki", sagði Alonso á ferrari.com.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira