Hamilton: Mistök mín gætu kostað mig titilinn 12. september 2010 19:54 Lewis Hamilton kláraði ekki keppnina á Monza í dag. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton gerði afdrifarík mistök í hita leiksíns á Monza brautinni í dag þegar hann ók óvart á Felipe Massa. Hann var efstur að stigum fyrir mótið, en er nú í öðru sæti á eftir Mark Webber þegar fimm mót eru eftir. "Það góða við þetta er að Jenson Button komst á verðlaunapall og hann barðist við Ferrari menn, þannig að hann gerði góða hluti. Það er gott fyrir liðið og sýnir að við erum samkeppnisfærir", sagði Hamilton sem var í fjórða sæti þegar hann féll úr leik í dag. F1.com vefurinn birti ummæli Hamiltons í dag. "Ég gerði mitt besta og stundum ganga hlutirnir ekki upp. Ég náði góðri ræsingu og komst upp um eitt sæti, var fjórði og hefði átt að halda mig þar um tíma. En ég reyndi að ná þriðja sætinu í annarri beygju og þar var of mikið. Þetta voru mín mistök. Ég fór of nálægt Massa og við snertumst og framhjólið skemmdist. Það var ekkert sem ég gat gert eftir .það, en ég er bjartsýnn fyrir næstu mót og bið liðið afsökunar", sagði Hamilton. Hann keyrði út í malargryfju, en farmhjólið vinstra megin lét ekki af stjórn eftir samstuðið. "Ég hef skoðað málin fyrir næsta mót og mun hjálpa liðinu á ná eins mörgm stigum og mögulegt er, fyrir annaðhvort mig eða Jenson, til að vinna titilinn. Þó titilsókn minni sé ekki lokið, þá geta dagar eins og í dag og mistök eins og ég gerði kostað meistaratitilinn. En maður verður líka að segja að glasið sé hálf fullt, ekki hálf tómst", sagði Hamilton. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton gerði afdrifarík mistök í hita leiksíns á Monza brautinni í dag þegar hann ók óvart á Felipe Massa. Hann var efstur að stigum fyrir mótið, en er nú í öðru sæti á eftir Mark Webber þegar fimm mót eru eftir. "Það góða við þetta er að Jenson Button komst á verðlaunapall og hann barðist við Ferrari menn, þannig að hann gerði góða hluti. Það er gott fyrir liðið og sýnir að við erum samkeppnisfærir", sagði Hamilton sem var í fjórða sæti þegar hann féll úr leik í dag. F1.com vefurinn birti ummæli Hamiltons í dag. "Ég gerði mitt besta og stundum ganga hlutirnir ekki upp. Ég náði góðri ræsingu og komst upp um eitt sæti, var fjórði og hefði átt að halda mig þar um tíma. En ég reyndi að ná þriðja sætinu í annarri beygju og þar var of mikið. Þetta voru mín mistök. Ég fór of nálægt Massa og við snertumst og framhjólið skemmdist. Það var ekkert sem ég gat gert eftir .það, en ég er bjartsýnn fyrir næstu mót og bið liðið afsökunar", sagði Hamilton. Hann keyrði út í malargryfju, en farmhjólið vinstra megin lét ekki af stjórn eftir samstuðið. "Ég hef skoðað málin fyrir næsta mót og mun hjálpa liðinu á ná eins mörgm stigum og mögulegt er, fyrir annaðhvort mig eða Jenson, til að vinna titilinn. Þó titilsókn minni sé ekki lokið, þá geta dagar eins og í dag og mistök eins og ég gerði kostað meistaratitilinn. En maður verður líka að segja að glasið sé hálf fullt, ekki hálf tómst", sagði Hamilton.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira