Hamilton: Mistök mín gætu kostað mig titilinn 12. september 2010 19:54 Lewis Hamilton kláraði ekki keppnina á Monza í dag. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton gerði afdrifarík mistök í hita leiksíns á Monza brautinni í dag þegar hann ók óvart á Felipe Massa. Hann var efstur að stigum fyrir mótið, en er nú í öðru sæti á eftir Mark Webber þegar fimm mót eru eftir. "Það góða við þetta er að Jenson Button komst á verðlaunapall og hann barðist við Ferrari menn, þannig að hann gerði góða hluti. Það er gott fyrir liðið og sýnir að við erum samkeppnisfærir", sagði Hamilton sem var í fjórða sæti þegar hann féll úr leik í dag. F1.com vefurinn birti ummæli Hamiltons í dag. "Ég gerði mitt besta og stundum ganga hlutirnir ekki upp. Ég náði góðri ræsingu og komst upp um eitt sæti, var fjórði og hefði átt að halda mig þar um tíma. En ég reyndi að ná þriðja sætinu í annarri beygju og þar var of mikið. Þetta voru mín mistök. Ég fór of nálægt Massa og við snertumst og framhjólið skemmdist. Það var ekkert sem ég gat gert eftir .það, en ég er bjartsýnn fyrir næstu mót og bið liðið afsökunar", sagði Hamilton. Hann keyrði út í malargryfju, en farmhjólið vinstra megin lét ekki af stjórn eftir samstuðið. "Ég hef skoðað málin fyrir næsta mót og mun hjálpa liðinu á ná eins mörgm stigum og mögulegt er, fyrir annaðhvort mig eða Jenson, til að vinna titilinn. Þó titilsókn minni sé ekki lokið, þá geta dagar eins og í dag og mistök eins og ég gerði kostað meistaratitilinn. En maður verður líka að segja að glasið sé hálf fullt, ekki hálf tómst", sagði Hamilton. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton gerði afdrifarík mistök í hita leiksíns á Monza brautinni í dag þegar hann ók óvart á Felipe Massa. Hann var efstur að stigum fyrir mótið, en er nú í öðru sæti á eftir Mark Webber þegar fimm mót eru eftir. "Það góða við þetta er að Jenson Button komst á verðlaunapall og hann barðist við Ferrari menn, þannig að hann gerði góða hluti. Það er gott fyrir liðið og sýnir að við erum samkeppnisfærir", sagði Hamilton sem var í fjórða sæti þegar hann féll úr leik í dag. F1.com vefurinn birti ummæli Hamiltons í dag. "Ég gerði mitt besta og stundum ganga hlutirnir ekki upp. Ég náði góðri ræsingu og komst upp um eitt sæti, var fjórði og hefði átt að halda mig þar um tíma. En ég reyndi að ná þriðja sætinu í annarri beygju og þar var of mikið. Þetta voru mín mistök. Ég fór of nálægt Massa og við snertumst og framhjólið skemmdist. Það var ekkert sem ég gat gert eftir .það, en ég er bjartsýnn fyrir næstu mót og bið liðið afsökunar", sagði Hamilton. Hann keyrði út í malargryfju, en farmhjólið vinstra megin lét ekki af stjórn eftir samstuðið. "Ég hef skoðað málin fyrir næsta mót og mun hjálpa liðinu á ná eins mörgm stigum og mögulegt er, fyrir annaðhvort mig eða Jenson, til að vinna titilinn. Þó titilsókn minni sé ekki lokið, þá geta dagar eins og í dag og mistök eins og ég gerði kostað meistaratitilinn. En maður verður líka að segja að glasið sé hálf fullt, ekki hálf tómst", sagði Hamilton.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira