Button: Allt galopið í titilslagnum 5. október 2010 17:16 Jenson Button kann vel við sig í Japan. Mynd: Getty Images Breski meistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, en keppt verður á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Brautin er í uppáhaldi meðal margra ökumanna og er eina áttulagaða brautin á keppnistímabilinu. "Ég hef varið svo miklum hluta af mínum Formúlu 1 ferli í Japan að ég lít nánast á þetta sem annan heimavöll minn. Tokyo er ein af bestu borgum heims og spennandi staður að uppgötva og skoða. Suzuka er fullkominn vettvangur fyrir japanska kappaksturinn, ein af betri brautum heims og verðugt verkefni fyrir hvaða kappakstursökumann sem er", sagði Button í frétt á f1.com. "Ég elska að upplifa Suzuka ævintýrið, ferðalagið þangað, skemmtigarðinn á leið á þjónustusvæði liðanna og ótrúlega trausta og vinalega japanska áhorfendur. Þeir eru mér hvatning og allt andrúmsloftið er alltaf þrungið spennu, af því mótið ræður alltaf miklu í titilslagnum." "Ég hef náð hagstæðum úrslitum á Suzuka, en hef þó aldrei unnið í Japan. Ég tel brautina henta mínum akstursstíl og málið snýst um að tapa sem minnstum hraða í beygjunum með því að aka af mýkt og nákvæmni. Ef maður gerir mistök, þá tekur tíma að ná taktinum aftur, brautin refsar." Button er neðstur þeirra fimm ökumanna sem er að keppa um titilinn. Hann er með 177 stig, en Mark Webber er efstur með 202. "Ég tel að meistaramótið sé galopið. Það má engin mistök gera og allir fimm efstu ökumennirnir geta stolið titlinum. Ég kann að vera í verri stöðu hvað stigin varðar, en ég get orðið meistari. Ég er jafn staðráðinn og áður að halda rásnúmeri eitt á mínum bíl 2011." Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Breski meistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, en keppt verður á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Brautin er í uppáhaldi meðal margra ökumanna og er eina áttulagaða brautin á keppnistímabilinu. "Ég hef varið svo miklum hluta af mínum Formúlu 1 ferli í Japan að ég lít nánast á þetta sem annan heimavöll minn. Tokyo er ein af bestu borgum heims og spennandi staður að uppgötva og skoða. Suzuka er fullkominn vettvangur fyrir japanska kappaksturinn, ein af betri brautum heims og verðugt verkefni fyrir hvaða kappakstursökumann sem er", sagði Button í frétt á f1.com. "Ég elska að upplifa Suzuka ævintýrið, ferðalagið þangað, skemmtigarðinn á leið á þjónustusvæði liðanna og ótrúlega trausta og vinalega japanska áhorfendur. Þeir eru mér hvatning og allt andrúmsloftið er alltaf þrungið spennu, af því mótið ræður alltaf miklu í titilslagnum." "Ég hef náð hagstæðum úrslitum á Suzuka, en hef þó aldrei unnið í Japan. Ég tel brautina henta mínum akstursstíl og málið snýst um að tapa sem minnstum hraða í beygjunum með því að aka af mýkt og nákvæmni. Ef maður gerir mistök, þá tekur tíma að ná taktinum aftur, brautin refsar." Button er neðstur þeirra fimm ökumanna sem er að keppa um titilinn. Hann er með 177 stig, en Mark Webber er efstur með 202. "Ég tel að meistaramótið sé galopið. Það má engin mistök gera og allir fimm efstu ökumennirnir geta stolið titlinum. Ég kann að vera í verri stöðu hvað stigin varðar, en ég get orðið meistari. Ég er jafn staðráðinn og áður að halda rásnúmeri eitt á mínum bíl 2011."
Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira