Forstjóri meistaraliðsins segir liðsskipanir skaða ímynd Formúlu 1 26. júlí 2010 10:11 Nick Fry heldur hér á verðlaunum fyrir sigur í fyrsta mótinu í fyrra, en þá varð hann meistari með Brawn liðnu sem nú heitir Mercedes. Mynd: Getty Images Nick Fry, forstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 telur að liðsskipanir eins og dómarar á Hockenheim töldu að Ferrari hefðu beitt í gær eigi ekki heima í íþróttinni og skaði ímynd hennar. Fry varð meistari með Brawn liðinu í fyrra, sem nú er lið Mercedes. Ferrari var sektað um 12,2 miljónir fyrir atferli, þar sem Felipe Massa virtist hleypa Fernando Alonso framúr sér í brautinni, en hann var í forystu. Ferrari ákvað að áfrýja ekki dómnum, en treystir á að akstursíþróttaráð FIA sýni málinu skilning. En dómarar á Hockenheim sendu málið áfram til frekari skoðunar. Skiptar skoðanir eru á málinu sem kom upp og sumir benda á að óbeinar liðsskipanir hafi tíðkast lengi í Formúlu 1 og að Ferrari hafi gert hlutina fyrir opnum tjöldum og það sé þeim til hróss. "Fyrst og fremst verða menn að hlýða reglum. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá hafa dómarar og FIA síðasta orðið. En að því slepptu, þá eru keppnisliðin ábyrg fyrir góðum mótum", sagði Fry í samtali við autosport.com. "Ef við setjum til hliðar hvort það sem gerðist í gær var liðsskipun, þá finn ég til með Felipe Massa. Ekk síst útaf því sem gerðist hjá honum í fyrra (hann slasaðist í móti í Ungverjalandi og var frá út árið). Hann stóð sig vel í mótinu og þetta virðist ekki sanngjarnt." "Ég heyrði David Coulthard tala um að liðsskipanir hefðu alltaf verið til staðar, en ég held að það séu breyttir tímar. Áhorfendur vilja sjá ökumenn berjast, þó keppnisliðin hugsi í titlum, þá vilja flestir áhorfendur sjá baráttu á milli einstaklinga." Fry segir að jafnræði ríki á milli ökumanna í hans liði, en Nico Rosberg og Michael Schumacher eru ökumenn liðsins. Staðan var önnur þegar hann hóf störf með liði BAR Honda, sem er grunnurinn að Mercedes í dag. "Staðan breyttist fyrir löngu síðan hvað þetta varðar og eina reglan sem við höfum er að menn keyri ekki á hvorn annan. Við berum ábyrgð á því að ökumenn okkar fái sama búnað til keppni og jafna möguleika", sagði Fry. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Nick Fry, forstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 telur að liðsskipanir eins og dómarar á Hockenheim töldu að Ferrari hefðu beitt í gær eigi ekki heima í íþróttinni og skaði ímynd hennar. Fry varð meistari með Brawn liðinu í fyrra, sem nú er lið Mercedes. Ferrari var sektað um 12,2 miljónir fyrir atferli, þar sem Felipe Massa virtist hleypa Fernando Alonso framúr sér í brautinni, en hann var í forystu. Ferrari ákvað að áfrýja ekki dómnum, en treystir á að akstursíþróttaráð FIA sýni málinu skilning. En dómarar á Hockenheim sendu málið áfram til frekari skoðunar. Skiptar skoðanir eru á málinu sem kom upp og sumir benda á að óbeinar liðsskipanir hafi tíðkast lengi í Formúlu 1 og að Ferrari hafi gert hlutina fyrir opnum tjöldum og það sé þeim til hróss. "Fyrst og fremst verða menn að hlýða reglum. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá hafa dómarar og FIA síðasta orðið. En að því slepptu, þá eru keppnisliðin ábyrg fyrir góðum mótum", sagði Fry í samtali við autosport.com. "Ef við setjum til hliðar hvort það sem gerðist í gær var liðsskipun, þá finn ég til með Felipe Massa. Ekk síst útaf því sem gerðist hjá honum í fyrra (hann slasaðist í móti í Ungverjalandi og var frá út árið). Hann stóð sig vel í mótinu og þetta virðist ekki sanngjarnt." "Ég heyrði David Coulthard tala um að liðsskipanir hefðu alltaf verið til staðar, en ég held að það séu breyttir tímar. Áhorfendur vilja sjá ökumenn berjast, þó keppnisliðin hugsi í titlum, þá vilja flestir áhorfendur sjá baráttu á milli einstaklinga." Fry segir að jafnræði ríki á milli ökumanna í hans liði, en Nico Rosberg og Michael Schumacher eru ökumenn liðsins. Staðan var önnur þegar hann hóf störf með liði BAR Honda, sem er grunnurinn að Mercedes í dag. "Staðan breyttist fyrir löngu síðan hvað þetta varðar og eina reglan sem við höfum er að menn keyri ekki á hvorn annan. Við berum ábyrgð á því að ökumenn okkar fái sama búnað til keppni og jafna möguleika", sagði Fry.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira