Óréttlætið er líka óhagkvæmt 24. september 2010 06:00 Kvótakerfið í sjávarútvegi er óréttlátt. Framsalinu fylgir að fáir auðgast vel á annarra kostnað. Samþjöppun aflaheimilda dregur úr tekjum á einum stað og verðfellur eignir en bætir stöðuna á öðrum stað. Þetta bitra óréttlæti er varið með því að benda á hagkvæmnina sem framsalinu fylgir. Minni tilkostnaður verður við veiðarnar og útgerðin færist í hendur þeirra sem best kunna að stunda atvinnurekstur. Ávinningur þjóðarinnar af kerfinu með framsalinu sé ótvíræður þrátt fyrir ákveðið óréttlæti. Nú eru liðin 20 ár síðan framsalið var leyft og í annað sinn er verið að endurskoða löggjöfina og gera úttekt á þróuninni. Hin óvænta staðreynd sem dregin er fram í nýlegum opinberum skýrslum er að goðsögnin um hið hagkvæma óréttlæti er röng. Óréttlætið hefur ekki fært þjóðinni ávinning. Þvert á móti þá er óréttlætið sjálf meinsemdin sem hefur komið í veg fyrir að hagkvæmni eða ávinningur hafi skilað sér til þjóðarinnar. Óréttlætið hefur reynst vera óhagkvæmt fyrir alla, nema þá fáu sem hafa á síðustu árum dregið fjögur hundruð milljarða króna út úr atvinnugreininni. Óréttlætið hefur komið fyrirtækjunum í verri stöðu en dæmi eru um og á þjóðina eru að falla stærri einkavíxlar en nokkru sinni fyrr. Í skýrslu rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, sem kom út í maí síðastliðnum, eru merkilegar upplýsingar sem vert er að gefa gaum. Þar kemur fram að samþjöppun veiðiheimilda hafi haldið áfram en ekki skilað sér í framleiðniaukningu í veiðunum. Fimm stærstu kvótahafarnir hafa aukið hlut sinn í heildarkvóta úr 17% árið 1995 í 34% árið 2007. Aflinn var 112 tonn af þorskígildum á hvert starf árið 1991 en 111 tonn árið 2008. Öll framleiðniaukningin í sjávarútveginum hefur orðið í vinnslunni, en í henni er ekkert kvótakerfi og engin takmörkun á atvinnufrelsi manna. Aflinn á hvert starf í fiskvinnslunni var árið 1991 87 þorskígildistonn en var orðinn 151 tonn árið 2008. Framsalið, grundvöllur kvótakerfisins, er heldur ekki að skila því að kvóta hvers árs sé úthlutað til þeirra sem svo veiða fiskinn. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá maí 2010 eru upplýsingar um viðskipti með veiðiheimildir. Þar kemur fram að um 40% af kvótanum í aflamarkskerfinu skiptu um hendur og voru því veidd af öðrum en þeim sem fengu úthlutunina. Hlutfallið er enn hærra eða ríflega 50% í smábátakerfinu. Þessi viðskipti með árskvótann, aflamarkið, hafa frekar farið vaxandi en hitt. Þetta þýðir að færari útgerðarmenn eru ekki að leysa þá slakari af hólmi eins og framsalið á að leiða til. Þvert á móti gerist hið gagnstæða, hæfari útgerðarmennirnir komast ekki inn í kerfið heldur verða að greiða hinum hátt árlegt leigugjald fyrir veiðarnar. Nýr hagkvæmur útgerðarmáti sem verður til vegna breyttra aðstæðna nýtur sín ekki vegna leigugjaldsins og það viðheldur óhagkvæmari útgerð mun lengur en efni standa til. Heildarkostnaður við veiðarnar verður meiri en þarf að vera. Leiguliðakerfið verndar skussana og verðlaunar þá að auki. Það er grundvallaratriði í skilvirku fiskveiðistjórnunarkerfi að leyfunum á hverjum tíma sé úthlutað til þeirra sem veiða fiskinn. Það er mikill misbrestur á því og það kostar þjóðina tugi milljarða króna á hverju ári. Þetta mikla svigrúm til þess að veiða ekki eigin kvóta árum saman heldur framselja hann, óréttlætið sjálft , hefur leitt til þess að bókfært eigið fé sjávarútvegsins hefur þurrkast út á fáum árum. Nettóskuldirnar voru 90% af útflutningstekjum árið 1997 en voru komnar í 272% af útflutningstekjum árið 2008. Það gerðist án þess að nokkur framleiðniaukning hafi orðið í veiðunum. Framsalið sem átti að búa til stór og öflug útgerðarfyrirtæki, gerði það að nokkru leyti, en það bjó líka til veiðiheimildir sem hægt var að selja fyrir stórfé, og það bjó til eigendur sem juku skuldirnar um 400 milljarða króna á 12 árum. Þessir peningar fóru út úr fyrirtækjunum til eigenda sinna. Óréttlætið breytti of mörgum útgerðarmönnum í fjárplógsmenn. Hagkvæmnin sem þjóðin átti að njóta varð að persónulegri hagkvæmni í bankabókum á Tortola. Óréttlátt kerfi er og verður alltaf óhagkvæmt, það getur ekki endað öðru vísi. Fullyrðingin um hið hagkvæma kvótakerfi þrátt fyrir innbyggt óréttlæti er goðsögnin ein. Eigi kerfið að virka fyrir þjóðarhag verður að leiðrétta óréttlætið. Undan því verður ekki vikist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kvótakerfið í sjávarútvegi er óréttlátt. Framsalinu fylgir að fáir auðgast vel á annarra kostnað. Samþjöppun aflaheimilda dregur úr tekjum á einum stað og verðfellur eignir en bætir stöðuna á öðrum stað. Þetta bitra óréttlæti er varið með því að benda á hagkvæmnina sem framsalinu fylgir. Minni tilkostnaður verður við veiðarnar og útgerðin færist í hendur þeirra sem best kunna að stunda atvinnurekstur. Ávinningur þjóðarinnar af kerfinu með framsalinu sé ótvíræður þrátt fyrir ákveðið óréttlæti. Nú eru liðin 20 ár síðan framsalið var leyft og í annað sinn er verið að endurskoða löggjöfina og gera úttekt á þróuninni. Hin óvænta staðreynd sem dregin er fram í nýlegum opinberum skýrslum er að goðsögnin um hið hagkvæma óréttlæti er röng. Óréttlætið hefur ekki fært þjóðinni ávinning. Þvert á móti þá er óréttlætið sjálf meinsemdin sem hefur komið í veg fyrir að hagkvæmni eða ávinningur hafi skilað sér til þjóðarinnar. Óréttlætið hefur reynst vera óhagkvæmt fyrir alla, nema þá fáu sem hafa á síðustu árum dregið fjögur hundruð milljarða króna út úr atvinnugreininni. Óréttlætið hefur komið fyrirtækjunum í verri stöðu en dæmi eru um og á þjóðina eru að falla stærri einkavíxlar en nokkru sinni fyrr. Í skýrslu rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, sem kom út í maí síðastliðnum, eru merkilegar upplýsingar sem vert er að gefa gaum. Þar kemur fram að samþjöppun veiðiheimilda hafi haldið áfram en ekki skilað sér í framleiðniaukningu í veiðunum. Fimm stærstu kvótahafarnir hafa aukið hlut sinn í heildarkvóta úr 17% árið 1995 í 34% árið 2007. Aflinn var 112 tonn af þorskígildum á hvert starf árið 1991 en 111 tonn árið 2008. Öll framleiðniaukningin í sjávarútveginum hefur orðið í vinnslunni, en í henni er ekkert kvótakerfi og engin takmörkun á atvinnufrelsi manna. Aflinn á hvert starf í fiskvinnslunni var árið 1991 87 þorskígildistonn en var orðinn 151 tonn árið 2008. Framsalið, grundvöllur kvótakerfisins, er heldur ekki að skila því að kvóta hvers árs sé úthlutað til þeirra sem svo veiða fiskinn. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá maí 2010 eru upplýsingar um viðskipti með veiðiheimildir. Þar kemur fram að um 40% af kvótanum í aflamarkskerfinu skiptu um hendur og voru því veidd af öðrum en þeim sem fengu úthlutunina. Hlutfallið er enn hærra eða ríflega 50% í smábátakerfinu. Þessi viðskipti með árskvótann, aflamarkið, hafa frekar farið vaxandi en hitt. Þetta þýðir að færari útgerðarmenn eru ekki að leysa þá slakari af hólmi eins og framsalið á að leiða til. Þvert á móti gerist hið gagnstæða, hæfari útgerðarmennirnir komast ekki inn í kerfið heldur verða að greiða hinum hátt árlegt leigugjald fyrir veiðarnar. Nýr hagkvæmur útgerðarmáti sem verður til vegna breyttra aðstæðna nýtur sín ekki vegna leigugjaldsins og það viðheldur óhagkvæmari útgerð mun lengur en efni standa til. Heildarkostnaður við veiðarnar verður meiri en þarf að vera. Leiguliðakerfið verndar skussana og verðlaunar þá að auki. Það er grundvallaratriði í skilvirku fiskveiðistjórnunarkerfi að leyfunum á hverjum tíma sé úthlutað til þeirra sem veiða fiskinn. Það er mikill misbrestur á því og það kostar þjóðina tugi milljarða króna á hverju ári. Þetta mikla svigrúm til þess að veiða ekki eigin kvóta árum saman heldur framselja hann, óréttlætið sjálft , hefur leitt til þess að bókfært eigið fé sjávarútvegsins hefur þurrkast út á fáum árum. Nettóskuldirnar voru 90% af útflutningstekjum árið 1997 en voru komnar í 272% af útflutningstekjum árið 2008. Það gerðist án þess að nokkur framleiðniaukning hafi orðið í veiðunum. Framsalið sem átti að búa til stór og öflug útgerðarfyrirtæki, gerði það að nokkru leyti, en það bjó líka til veiðiheimildir sem hægt var að selja fyrir stórfé, og það bjó til eigendur sem juku skuldirnar um 400 milljarða króna á 12 árum. Þessir peningar fóru út úr fyrirtækjunum til eigenda sinna. Óréttlætið breytti of mörgum útgerðarmönnum í fjárplógsmenn. Hagkvæmnin sem þjóðin átti að njóta varð að persónulegri hagkvæmni í bankabókum á Tortola. Óréttlátt kerfi er og verður alltaf óhagkvæmt, það getur ekki endað öðru vísi. Fullyrðingin um hið hagkvæma kvótakerfi þrátt fyrir innbyggt óréttlæti er goðsögnin ein. Eigi kerfið að virka fyrir þjóðarhag verður að leiðrétta óréttlætið. Undan því verður ekki vikist.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun