Webber hrifinn á nýju brautinni 22. október 2010 11:22 Mark Webber stóð sig vel á æfingum í Suður Kóreu í nótt. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Mark Webber á Red Bull náði besta tíma allra á tveimur æfingum á nýju brautinni í Suður Kóreu í nótt. Hann telur brautina vel heppnaða, en um tíma var spáð í hvort hætta þurfti við keppnina, þar sem tafir urðu á frágangi hennar. Aðspurður um brautina í frétt á autosport.com sagði Webber; "Hún er nokkuð skemmtileg. Það eru tveir óvenjulegir staðir, sem er alltaf gott. Það er alltaf notalegt að verðugt viðfangsefni á nýrri braut", sagði Webber Webber sagði innakstur á þjónustsvæðið og aðreinin út á brautina þaðan "Mikka Mús" leg og á þá við að hún sé heldur krókótt. Að öðru leyti taldi hann mótshaldara hafa unnið gott verk. Aðstæður voru erfiðar á æfingunni þar sem mikið ryk var á brautinni í upphafi. "Brautin breyttist mikið í dag. Augljóslega er þetta nú braut fyrir alla og hún var mjög, mjög hál á fyrstu æfingu. Svo varð þetta svona skynsamlegra eftir því sem leið á daginn. Við þurfum að bæta okkur smám saman í undirbúningi með bílinn. Bíllinn reyndist vel og það þarf að safna miklum upplýsingum á nýrri braut og það hefur tekist nokkuð vel. Við erum bjartsýnir eftir árangur dagsins og gerum okkur klára fyrir morgundaginn", sagði Webber, sem á við æfingar sem verða að næturlagi að íslenskum tíma. Lokaæfing keppnisliða verður í nótt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 01.55 og síðan tímatakan kl. 04.45 í opinni dagskrá. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mark Webber á Red Bull náði besta tíma allra á tveimur æfingum á nýju brautinni í Suður Kóreu í nótt. Hann telur brautina vel heppnaða, en um tíma var spáð í hvort hætta þurfti við keppnina, þar sem tafir urðu á frágangi hennar. Aðspurður um brautina í frétt á autosport.com sagði Webber; "Hún er nokkuð skemmtileg. Það eru tveir óvenjulegir staðir, sem er alltaf gott. Það er alltaf notalegt að verðugt viðfangsefni á nýrri braut", sagði Webber Webber sagði innakstur á þjónustsvæðið og aðreinin út á brautina þaðan "Mikka Mús" leg og á þá við að hún sé heldur krókótt. Að öðru leyti taldi hann mótshaldara hafa unnið gott verk. Aðstæður voru erfiðar á æfingunni þar sem mikið ryk var á brautinni í upphafi. "Brautin breyttist mikið í dag. Augljóslega er þetta nú braut fyrir alla og hún var mjög, mjög hál á fyrstu æfingu. Svo varð þetta svona skynsamlegra eftir því sem leið á daginn. Við þurfum að bæta okkur smám saman í undirbúningi með bílinn. Bíllinn reyndist vel og það þarf að safna miklum upplýsingum á nýrri braut og það hefur tekist nokkuð vel. Við erum bjartsýnir eftir árangur dagsins og gerum okkur klára fyrir morgundaginn", sagði Webber, sem á við æfingar sem verða að næturlagi að íslenskum tíma. Lokaæfing keppnisliða verður í nótt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 01.55 og síðan tímatakan kl. 04.45 í opinni dagskrá.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira