Tiger Woods heldur sínu striki og er líklegur til afreka Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 4. desember 2010 01:37 Tiger Woods og Steve Williams kylfusveinn hans en Steve er tekjuhæsti íþróttamaður Nýja-Sjálands. AP Tiger Woods heldur sínu striki á Chevron meistaramótinu í golfi sem fram fer í Bandaríkjunum og er hann með fjögurra högga forskot þegar keppni er hálfnuð. Chevron meistaramótið er óhefðbundið golfmót fyrir atvinnumenn þar sem að aðeins 18 kylfingar taka þátt og gestgjafinn er sjálfur Tiger Woods. Woods lék á 66 höggum í gær eða 6 höggum undir pari og er hann samtals á 13 höggum undir pari. Woods hefur ekki náð að vinna mót á þessu ári en árið 2001 er eina árið frá því hann gerðist atvinnumaður árið 1996 þar sem hann hefur ekki sigrað. Norður-Írinn Graem McDowell er annar á 9 höggum undir pari en hann sigrað á opna bandaríska meistaramótinu og var í lykilhlutverki í Ryderliði Evrópu sem sigraði það bandaríska á Celtic Manor í Wales í haust. Rory McIlroy, sem einnig er frá Norður-Írlandi er á 8 höggum undir pari líkt og Luke Donald frá Englandi. Rory McIlroy slær hér á öðrum keppnisdegi Chevron meistaramótsins í golfi.AP Staðan á mótinu eftir 36 holur: Tiger Woods -13 Graeme McDowell -9 Rory McIlroy -8 Luke Donald -8 Paul Casey -6 Ian Poulter -5 Sean O'Hair -5 Hunter Mahan -5 Nick Watney -5 Dustin Johnson -3 Zach Johnson -2 Stewart Cink par Jim Furyk +1 Camilo Villegas +1 Bubba Watson +1 Anthony Kim +1 Matt Kuchar +2 Steve Stricker +4 Mótið er ávallt haldið á Sherwood vellinum í Kaliforníu en völlurinn er hannaður af Jack Nicklaus. Fyrsta móti fór fram árið 1999 og var haldið á Grayhawk vellinum í Arizona og þar léku aðeins 16 kylfingar. Til samanburðar má nefna að á venjulegu PGA móti eru yfirleitt 150 kylfingar sem taka þátt. Norður-Írinn Graeme McDowell sigraði á opna bandaríska meistaramótinu á þessu ári.AP Eins og áður segir er Tiger Woods aðalhvatamaðurinn að þessu móti og hefur honum tekist bærilega að fá bestu kylfinga heims til þess að taka þátt. Verðlaunaféð er í sérflokki en gestgjafinn hefur gefið styrktarstjóði sínum allt verðlaunaféð sem hann hefur unnið á þessu móti frá upphafi.Eins og sjá má á keppendalistanum taka margir af bestu kylfingum heims þátt á þessu móti. Sigurvegurum stórmótana fjögurra er ávallt boðið ásamt stigahæstu kylfingum heimslistans. Þar að auki býður styrktarsjóður Woods fjórum kylfingum á mótið.Frá árinu 2009 hefur mótið verið formlegur hluti af stigakerfi heimslistans en mótið sjálft telst ekki vera hluti af bandarísku PGA mótaröðinni. Sigurvegarar mótsins frá upphafi:2009 Jim Furyk2008 Vijay Singh2007 Tiger Woods2006 Tiger Woods2005 Luke Donald2004 Tiger Woods2003 Davis Love III2002 Pádraig Harrington2001 Tiger Woods2000 Davis Love III1999 Tom Lehman Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods heldur sínu striki á Chevron meistaramótinu í golfi sem fram fer í Bandaríkjunum og er hann með fjögurra högga forskot þegar keppni er hálfnuð. Chevron meistaramótið er óhefðbundið golfmót fyrir atvinnumenn þar sem að aðeins 18 kylfingar taka þátt og gestgjafinn er sjálfur Tiger Woods. Woods lék á 66 höggum í gær eða 6 höggum undir pari og er hann samtals á 13 höggum undir pari. Woods hefur ekki náð að vinna mót á þessu ári en árið 2001 er eina árið frá því hann gerðist atvinnumaður árið 1996 þar sem hann hefur ekki sigrað. Norður-Írinn Graem McDowell er annar á 9 höggum undir pari en hann sigrað á opna bandaríska meistaramótinu og var í lykilhlutverki í Ryderliði Evrópu sem sigraði það bandaríska á Celtic Manor í Wales í haust. Rory McIlroy, sem einnig er frá Norður-Írlandi er á 8 höggum undir pari líkt og Luke Donald frá Englandi. Rory McIlroy slær hér á öðrum keppnisdegi Chevron meistaramótsins í golfi.AP Staðan á mótinu eftir 36 holur: Tiger Woods -13 Graeme McDowell -9 Rory McIlroy -8 Luke Donald -8 Paul Casey -6 Ian Poulter -5 Sean O'Hair -5 Hunter Mahan -5 Nick Watney -5 Dustin Johnson -3 Zach Johnson -2 Stewart Cink par Jim Furyk +1 Camilo Villegas +1 Bubba Watson +1 Anthony Kim +1 Matt Kuchar +2 Steve Stricker +4 Mótið er ávallt haldið á Sherwood vellinum í Kaliforníu en völlurinn er hannaður af Jack Nicklaus. Fyrsta móti fór fram árið 1999 og var haldið á Grayhawk vellinum í Arizona og þar léku aðeins 16 kylfingar. Til samanburðar má nefna að á venjulegu PGA móti eru yfirleitt 150 kylfingar sem taka þátt. Norður-Írinn Graeme McDowell sigraði á opna bandaríska meistaramótinu á þessu ári.AP Eins og áður segir er Tiger Woods aðalhvatamaðurinn að þessu móti og hefur honum tekist bærilega að fá bestu kylfinga heims til þess að taka þátt. Verðlaunaféð er í sérflokki en gestgjafinn hefur gefið styrktarstjóði sínum allt verðlaunaféð sem hann hefur unnið á þessu móti frá upphafi.Eins og sjá má á keppendalistanum taka margir af bestu kylfingum heims þátt á þessu móti. Sigurvegurum stórmótana fjögurra er ávallt boðið ásamt stigahæstu kylfingum heimslistans. Þar að auki býður styrktarsjóður Woods fjórum kylfingum á mótið.Frá árinu 2009 hefur mótið verið formlegur hluti af stigakerfi heimslistans en mótið sjálft telst ekki vera hluti af bandarísku PGA mótaröðinni. Sigurvegarar mótsins frá upphafi:2009 Jim Furyk2008 Vijay Singh2007 Tiger Woods2006 Tiger Woods2005 Luke Donald2004 Tiger Woods2003 Davis Love III2002 Pádraig Harrington2001 Tiger Woods2000 Davis Love III1999 Tom Lehman
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira