Áfellisdómur Ríkisendurskoðunar 3. september 2010 06:00 Ríkisendurskoðun hefur nýlokið gerð skýrslu fyrir Alþingi um þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Niðurstöður eru áfellisdómur yfir Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðuneyti. Fram koma alvarlegar athugasemdir við stjórnun og skipulag málaflokksins. Heildarstefnu í málaflokknum skorti. Þá kemur fram að fjárveitingar til þjónustu eru ekki byggðar á mati á þjónustuþörf þrátt fyrir að lög kveði á um að svo skuli vera. Ekki sé fylgst með gæðum þjónustunnar né tryggt að jafnræðis sé gætt milli þjónustuþega. Þá er það mat Ríkisendurskoðunar að eftirlit með þjónustu við fatlaða sé óviðunandi. Gagngerar breytingar verði að gera á núverandi eftirlitskerfi til að tryggja hagsmuni notenda. Ríkisendurskoðun telur einnig alls kostar ótækt að engar reglur séu til um hámarksbiðtíma eftir lögbundinni þjónustu. Landssamtökin Þroskahjálp hafa í áratugi barist fyrir hagsmunum fatlaðs fólks á Íslandi. Samtökin hafa kallað eftir því að samþykkt verði heildarstefna í þjónustu við fatlað fólk hér á landi en skort hefur á pólitískan vilja til slíks. Félags- og tryggingamálaráðuneytið telur sig, skv. umræddri skýrslu, vinna skv. þeim drögum að stefnumótun sem lögð voru fram 2006 en raunveruleikinn er annar þegar kemur að veigamiklum þáttum eins og þjónustu við fatlaða fólk á heimilum sínum. Friðrik er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Þroskahjálp hefur í fleiri ár bent á þá lögleysu að umsækjendur um þjónustu fá engin svör um hvenær þeir geti vænst þess að lögbundin aðstoð standi til boða. Margendurtekið hefur verið bent á að fjárveitingar séu ekki byggðar á þjónustuþörf. Ekki hefur verið til staðar vilji valdhafa til að tryggja nægilegt fjármagn til þjónustunnar þrátt fyrir að hér sé um að ræða grunnþjónustu við fólk sem háð er aðstoð samfélagsins til að geta lifað eðlilegu lífi. Brotin hafa verið lög á fötluðu fólki með fullri vitund Alþingis og Félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Þá hafa samtökin margoft komið á framfæri við stjórnvöld skoðunum sínum á nauðsyn þess að endurskoða núverandi réttindagæslukerfi og eftirlit með þjónustu. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar í því máli er afdráttarlaus; núverandi staða er óviðunandi. Ekki verður öllu fastar að orði kveðið. Áratugur er síðan Þroskahjálp lagði fram tillögur að úrbótum varðandi réttindagæslu fatlaðs fólks. Nefnd til að endurskoða réttindagæslu fatlaðs fólks var loks sett á laggirnar og skilaði ítarlegum tillögum og drögum að nýju frumvarpi til laga um réttindagæslu í mars 2009. Frá þeim tíma hafa tillögurnar legið hjá ráðherra, enn bólar ekki á viðbrögðum til úrbóta. Benda má á að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um að réttindi skuli vera tryggð með öruggum hætti. Ísland hefur skrifað undir samninginn og ber að virða hann. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus í gagnrýni á stjórnun og skipulag þjónustu við fatlaða. Stofnunin leggur fram nokkar ábendingar til úrbóta. Landssamtökin Þroskahjálp geta tekið undir þær ábendingar. Samtökin leggja áherslu á að nú þegar verði farið í eftirfarandi úrbætur: 1. Lagt verði fram frumvarp til úrbóta í réttindagæslu fatlaðs fólks og eftirlit með þjónustu bætt. Slíkt frumvarp liggur á borði Félags- og tryggingaráðherra og því má leggja það fram nú á haustþingi. 2. Lögð verði fram raunsæ áætlun um uppbyggingu búsetuþjónustu við fatlað fólk til að útrýma biðlistum. Brýnt er að Alþingi axli ábyrgð á núverandi ástandi og tryggi nauðsynlegar fjárveitingar þannig að farið verði að lögum og einstaklingum tryggð sú þjónusta sem nauðsynleg er til að lifa eðlilegu lífi. 3. Endurskoðun reglugerðar um búsetuþjónustu fatlaðs fólks verði lokið hið fyrsta og þar sett ákvæði er tryggi gæði þjónustu og hámarksbiðtíma til framtíðar. 4. Mótuð verði heildarstefna í þjónustu við fatlaða á Íslandi. 5. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði fullgiltur og lögfestur á Íslandi. Þannig fái mannréttindi fatlaðs fólks aukið vægi í íslensku samfélagi. Skýrsla Ríkisendurskoðunar felur í sér alvarlegan boðskap um það hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið sig gagnvart þjónustu við fatlað fólk. Hún kallar á að stjórnvöld axli ábyrgð sína og bregðist við með úrbótum. Ekki verður unað við óbreytt ástand. Landssamtökin Þroskahjálp skora á Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðherra að bregðast ekki þeirri skyldu sinni að tryggja fötluðu fólki tækifæri til að lifa fullgildu lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur nýlokið gerð skýrslu fyrir Alþingi um þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Niðurstöður eru áfellisdómur yfir Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðuneyti. Fram koma alvarlegar athugasemdir við stjórnun og skipulag málaflokksins. Heildarstefnu í málaflokknum skorti. Þá kemur fram að fjárveitingar til þjónustu eru ekki byggðar á mati á þjónustuþörf þrátt fyrir að lög kveði á um að svo skuli vera. Ekki sé fylgst með gæðum þjónustunnar né tryggt að jafnræðis sé gætt milli þjónustuþega. Þá er það mat Ríkisendurskoðunar að eftirlit með þjónustu við fatlaða sé óviðunandi. Gagngerar breytingar verði að gera á núverandi eftirlitskerfi til að tryggja hagsmuni notenda. Ríkisendurskoðun telur einnig alls kostar ótækt að engar reglur séu til um hámarksbiðtíma eftir lögbundinni þjónustu. Landssamtökin Þroskahjálp hafa í áratugi barist fyrir hagsmunum fatlaðs fólks á Íslandi. Samtökin hafa kallað eftir því að samþykkt verði heildarstefna í þjónustu við fatlað fólk hér á landi en skort hefur á pólitískan vilja til slíks. Félags- og tryggingamálaráðuneytið telur sig, skv. umræddri skýrslu, vinna skv. þeim drögum að stefnumótun sem lögð voru fram 2006 en raunveruleikinn er annar þegar kemur að veigamiklum þáttum eins og þjónustu við fatlaða fólk á heimilum sínum. Friðrik er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Þroskahjálp hefur í fleiri ár bent á þá lögleysu að umsækjendur um þjónustu fá engin svör um hvenær þeir geti vænst þess að lögbundin aðstoð standi til boða. Margendurtekið hefur verið bent á að fjárveitingar séu ekki byggðar á þjónustuþörf. Ekki hefur verið til staðar vilji valdhafa til að tryggja nægilegt fjármagn til þjónustunnar þrátt fyrir að hér sé um að ræða grunnþjónustu við fólk sem háð er aðstoð samfélagsins til að geta lifað eðlilegu lífi. Brotin hafa verið lög á fötluðu fólki með fullri vitund Alþingis og Félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Þá hafa samtökin margoft komið á framfæri við stjórnvöld skoðunum sínum á nauðsyn þess að endurskoða núverandi réttindagæslukerfi og eftirlit með þjónustu. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar í því máli er afdráttarlaus; núverandi staða er óviðunandi. Ekki verður öllu fastar að orði kveðið. Áratugur er síðan Þroskahjálp lagði fram tillögur að úrbótum varðandi réttindagæslu fatlaðs fólks. Nefnd til að endurskoða réttindagæslu fatlaðs fólks var loks sett á laggirnar og skilaði ítarlegum tillögum og drögum að nýju frumvarpi til laga um réttindagæslu í mars 2009. Frá þeim tíma hafa tillögurnar legið hjá ráðherra, enn bólar ekki á viðbrögðum til úrbóta. Benda má á að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um að réttindi skuli vera tryggð með öruggum hætti. Ísland hefur skrifað undir samninginn og ber að virða hann. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus í gagnrýni á stjórnun og skipulag þjónustu við fatlaða. Stofnunin leggur fram nokkar ábendingar til úrbóta. Landssamtökin Þroskahjálp geta tekið undir þær ábendingar. Samtökin leggja áherslu á að nú þegar verði farið í eftirfarandi úrbætur: 1. Lagt verði fram frumvarp til úrbóta í réttindagæslu fatlaðs fólks og eftirlit með þjónustu bætt. Slíkt frumvarp liggur á borði Félags- og tryggingaráðherra og því má leggja það fram nú á haustþingi. 2. Lögð verði fram raunsæ áætlun um uppbyggingu búsetuþjónustu við fatlað fólk til að útrýma biðlistum. Brýnt er að Alþingi axli ábyrgð á núverandi ástandi og tryggi nauðsynlegar fjárveitingar þannig að farið verði að lögum og einstaklingum tryggð sú þjónusta sem nauðsynleg er til að lifa eðlilegu lífi. 3. Endurskoðun reglugerðar um búsetuþjónustu fatlaðs fólks verði lokið hið fyrsta og þar sett ákvæði er tryggi gæði þjónustu og hámarksbiðtíma til framtíðar. 4. Mótuð verði heildarstefna í þjónustu við fatlaða á Íslandi. 5. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði fullgiltur og lögfestur á Íslandi. Þannig fái mannréttindi fatlaðs fólks aukið vægi í íslensku samfélagi. Skýrsla Ríkisendurskoðunar felur í sér alvarlegan boðskap um það hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið sig gagnvart þjónustu við fatlað fólk. Hún kallar á að stjórnvöld axli ábyrgð sína og bregðist við með úrbótum. Ekki verður unað við óbreytt ástand. Landssamtökin Þroskahjálp skora á Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðherra að bregðast ekki þeirri skyldu sinni að tryggja fötluðu fólki tækifæri til að lifa fullgildu lífi.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun