Redknapp tileinkar stuðningsmönnum árangurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2010 22:56 Tottenham tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 6-3 samanlagðan sigur á Young Boys frá Sviss. Tottenham vann síðari leik liðanna í kvöld 4-0 á heimavelli þar sem að Peter Crouch skoraði þrennu. Harry Redknapp, stjóri liðsins, var vitanlega í skýjunum eftir sigurinn. Síðast þegar Tottenham lék í keppni þeirra bestu í Evrópu var tímabilið 1961-62 þegar að Tottenham tapaði fyrir Benfica í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða. „Þetta var frábært kvöld fyrir Tottenham," sagði Redknapp. „Þegar ég var strákur kom ég hingað á æfingar og horfði á leikina gegn Benfica á þessum frábæra tíma. Það er frábært að Tottenham fái aftur að upplifa þá mögnuðu stemningu sem var á vellinum þá og þetta var fyrir stuðningsmennina gert." „Það eina sem ég vil núna er að koma mér heim og fá mér samloku með beikoni og heitt te. Það er allt og sumt sem ég vil," bætti hann við. Fyrir aðeins tveimur árum var Tottenham í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni en þá tók Redknapp við og gjörbreytti gengi liðsins. „Ég vissi að þetta væri hægt. Tottenham er félag sem hafði ekki staðið undir væntingum í langan tíma. Enda gerði ég ekki miklar breytingar á leikmannahópnum. Leikmenn þurftu bara að öðlast smá sjálfstraust og ef til vill þurftu sumir að breyta hugarfarinu. Þeir brugðust vel við þessum breytingum og hingað erum við komnir." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Tottenham tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 6-3 samanlagðan sigur á Young Boys frá Sviss. Tottenham vann síðari leik liðanna í kvöld 4-0 á heimavelli þar sem að Peter Crouch skoraði þrennu. Harry Redknapp, stjóri liðsins, var vitanlega í skýjunum eftir sigurinn. Síðast þegar Tottenham lék í keppni þeirra bestu í Evrópu var tímabilið 1961-62 þegar að Tottenham tapaði fyrir Benfica í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða. „Þetta var frábært kvöld fyrir Tottenham," sagði Redknapp. „Þegar ég var strákur kom ég hingað á æfingar og horfði á leikina gegn Benfica á þessum frábæra tíma. Það er frábært að Tottenham fái aftur að upplifa þá mögnuðu stemningu sem var á vellinum þá og þetta var fyrir stuðningsmennina gert." „Það eina sem ég vil núna er að koma mér heim og fá mér samloku með beikoni og heitt te. Það er allt og sumt sem ég vil," bætti hann við. Fyrir aðeins tveimur árum var Tottenham í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni en þá tók Redknapp við og gjörbreytti gengi liðsins. „Ég vissi að þetta væri hægt. Tottenham er félag sem hafði ekki staðið undir væntingum í langan tíma. Enda gerði ég ekki miklar breytingar á leikmannahópnum. Leikmenn þurftu bara að öðlast smá sjálfstraust og ef til vill þurftu sumir að breyta hugarfarinu. Þeir brugðust vel við þessum breytingum og hingað erum við komnir."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira