Að vera stjórnandi á heimili og í leikskóla Nichole Leigh Mosty skrifar 29. desember 2010 05:30 Nýtt ár er handan við hornið, og ég sem stjórnandi í leikskóla í Reykjavíkurborg bíð eftir uppsagnarbréfi. Ég er einnig tveggja barna móðir með eitt barn sem nú þegar er í leikskóla og annað sem enn er á biðlista. Ég bíð og hugsa um framtíðina bæði fyrir mig sem fagmenntaðan, metnaðarfullan og reyndan leikskólakennara og um leið einnig um börnin mín sem eru háð því umhverfi sem borgarráð ætlar að búa þeim í skólanum. Eins og er vitað hefur borgarráð sett af stað „starfshóp um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila". Tilgangurinn er að kanna möguleika á samrekstri stofnana sem hafa með uppeldi og menntun ungra barna að gera. Þegar Jón Gnarr kynnti fjárhagsáætlunina sagði hann að enginn mundi „missa vinnu" í skólakerfinu. Hann sagði heldur ekki hvað borgin ætlaði að gera við okkur stjórnendur sem yrði sagt upp. Er hugsunin sú að stjórnendur í leikskólunum, sem eru sérhæfðir í að vinna að málum barna á aldursbilinu 0-6 ára, að foreldrasamstarfi, með máltöku yngstu barnanna, við áætlanagerð, námskrárgerð og framkvæmd hennar, við flókið starfsmannahald, ásamt fleiri verkefnum, fari til dæmis að vinna á frístundaheimili eftir að hafa verið sagt upp starfinu í leikskólanum? Ég spyr bæði sem foreldri og stjórnandi í leikskóla Er líklegt að það sé góður kostur að yngstu börn borgarinnar fari inn í stærri kerfi? Er það vænlegt svar við fjárhagsvanda borgarinnar að fækka fagfólki sem vinnur með börnunum mínum? Fagfólki sem hefur ákveðið að vinna með leikskólabörnum og menntað sig til þess? Ég veit sem foreldri að á hverjum degi þegar ég skil strákinn minn eftir í leikskólanum líður honum vel. Leikskólakennarinn sem tekur á móti honum er eins og ég, einnig aðstoðarleikskólastjóri. Hún sér vel til þess að hann og öll börnin á hennar deild njóti faglegra vinnubragða sem örva margvíslegan þroska þeirra: Málþroska, hreyfiþroska, félagslegan þroska, sköpunarhæfni og sjálfræði er sinnt markvisst á hverjum degi. Ég verð mjög ósátt sem foreldri ef þessum stjórnanda verður sagt upp því það er alls óvíst að nokkur með sömu menntun, metnað og hæfni komi í stað hennar. Sem stjórnandi í leikskóla spyr ég borgaryfirvöld hvers vegna þau telja að vert sé að spara enn í leikskólarekstri? Leikskólar eru ekki reknir án skynsemi. Leikskólastarfsfólk nýtur ekki mikilla fríðinda, leikskólastjórum er ekki borguð yfirvinna og yfirvinna alls starfsfólks leikskóla hefur verið skorin niður. Við bjóðum ekki upp á áfengi þegar starfsfólk hittist t.d. á jólagleði, við gefum ekki starfsfólki jólagjafir sem greiddar eru af borginni og svona má áfram telja. Mestur kostnaður í rekstri leikskóla liggur í launum starfsfólks. Flest störfin í leikskólum eru þó illa launuð og þau eru unnin af konum. Hvert leikskólasamfélag er einstakt. Ég vil að skoðað verði hvernig hver leikskóli er sérstakur hvað varðar starf og menningu. Stjórnendum sem hefur tekist að halda utan um og leiða faglegt starf í leikskólunum ætti ekki að segja upp. Með því tel ég að hætta sé á tapi en ekki ávinningi á nokkurn hátt. Af hverju er ekki leitað til okkar um hvað við viljum og þolum? Af hverju er ekki komið fram við okkur eins og við séum neytendur leikskólaþjónustunnar sem varðar það dýrmætasta sem við eigum? Er það kannski hluti af breytingaferlinu, að segja ekki of mikið fyrr en það er of seint fyrir fólk að segja „nei, við viljum þetta ekki"? Það er mikilvægt að hugsa vel um framtíð barnanna í borginni, um framtíð leikskólanna og einnig framtíð fagfólksins sem vinnur á leikskólunum. Það er mikilvægt að krefjast upplýsinga og umræðna því við þurfum að fá tækifæri til að búa svörin til saman. Borgarráð á ekki að svara en hlusta. Pólitískar forsendur breytast en börn, foreldrar og starfsfólk þurfa nú sem áður leikskóla með sterkum stjórnendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár er handan við hornið, og ég sem stjórnandi í leikskóla í Reykjavíkurborg bíð eftir uppsagnarbréfi. Ég er einnig tveggja barna móðir með eitt barn sem nú þegar er í leikskóla og annað sem enn er á biðlista. Ég bíð og hugsa um framtíðina bæði fyrir mig sem fagmenntaðan, metnaðarfullan og reyndan leikskólakennara og um leið einnig um börnin mín sem eru háð því umhverfi sem borgarráð ætlar að búa þeim í skólanum. Eins og er vitað hefur borgarráð sett af stað „starfshóp um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila". Tilgangurinn er að kanna möguleika á samrekstri stofnana sem hafa með uppeldi og menntun ungra barna að gera. Þegar Jón Gnarr kynnti fjárhagsáætlunina sagði hann að enginn mundi „missa vinnu" í skólakerfinu. Hann sagði heldur ekki hvað borgin ætlaði að gera við okkur stjórnendur sem yrði sagt upp. Er hugsunin sú að stjórnendur í leikskólunum, sem eru sérhæfðir í að vinna að málum barna á aldursbilinu 0-6 ára, að foreldrasamstarfi, með máltöku yngstu barnanna, við áætlanagerð, námskrárgerð og framkvæmd hennar, við flókið starfsmannahald, ásamt fleiri verkefnum, fari til dæmis að vinna á frístundaheimili eftir að hafa verið sagt upp starfinu í leikskólanum? Ég spyr bæði sem foreldri og stjórnandi í leikskóla Er líklegt að það sé góður kostur að yngstu börn borgarinnar fari inn í stærri kerfi? Er það vænlegt svar við fjárhagsvanda borgarinnar að fækka fagfólki sem vinnur með börnunum mínum? Fagfólki sem hefur ákveðið að vinna með leikskólabörnum og menntað sig til þess? Ég veit sem foreldri að á hverjum degi þegar ég skil strákinn minn eftir í leikskólanum líður honum vel. Leikskólakennarinn sem tekur á móti honum er eins og ég, einnig aðstoðarleikskólastjóri. Hún sér vel til þess að hann og öll börnin á hennar deild njóti faglegra vinnubragða sem örva margvíslegan þroska þeirra: Málþroska, hreyfiþroska, félagslegan þroska, sköpunarhæfni og sjálfræði er sinnt markvisst á hverjum degi. Ég verð mjög ósátt sem foreldri ef þessum stjórnanda verður sagt upp því það er alls óvíst að nokkur með sömu menntun, metnað og hæfni komi í stað hennar. Sem stjórnandi í leikskóla spyr ég borgaryfirvöld hvers vegna þau telja að vert sé að spara enn í leikskólarekstri? Leikskólar eru ekki reknir án skynsemi. Leikskólastarfsfólk nýtur ekki mikilla fríðinda, leikskólastjórum er ekki borguð yfirvinna og yfirvinna alls starfsfólks leikskóla hefur verið skorin niður. Við bjóðum ekki upp á áfengi þegar starfsfólk hittist t.d. á jólagleði, við gefum ekki starfsfólki jólagjafir sem greiddar eru af borginni og svona má áfram telja. Mestur kostnaður í rekstri leikskóla liggur í launum starfsfólks. Flest störfin í leikskólum eru þó illa launuð og þau eru unnin af konum. Hvert leikskólasamfélag er einstakt. Ég vil að skoðað verði hvernig hver leikskóli er sérstakur hvað varðar starf og menningu. Stjórnendum sem hefur tekist að halda utan um og leiða faglegt starf í leikskólunum ætti ekki að segja upp. Með því tel ég að hætta sé á tapi en ekki ávinningi á nokkurn hátt. Af hverju er ekki leitað til okkar um hvað við viljum og þolum? Af hverju er ekki komið fram við okkur eins og við séum neytendur leikskólaþjónustunnar sem varðar það dýrmætasta sem við eigum? Er það kannski hluti af breytingaferlinu, að segja ekki of mikið fyrr en það er of seint fyrir fólk að segja „nei, við viljum þetta ekki"? Það er mikilvægt að hugsa vel um framtíð barnanna í borginni, um framtíð leikskólanna og einnig framtíð fagfólksins sem vinnur á leikskólunum. Það er mikilvægt að krefjast upplýsinga og umræðna því við þurfum að fá tækifæri til að búa svörin til saman. Borgarráð á ekki að svara en hlusta. Pólitískar forsendur breytast en börn, foreldrar og starfsfólk þurfa nú sem áður leikskóla með sterkum stjórnendum.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun