NBA í nótt: Stórstjörnurnar í Miami steinlágu fyrir Indiana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2010 09:00 Zydrunas Ilgauskas, Mario Chalmers, Dwyane Wade og Chris Bosh virðast ekki trúa eigin augum. Mynd/AP Stjörnum prýtt lið Miami heldur áfram að hiksta í NBA-deildinni í körfubolta en Dwyane Wade hefur aldrei skotið verr á ferlinum en þegar að Miami tapaði fyrir Indiana í nótt, 93-77. Það er langt í frá jafn þekktir leikmenn eða áberandi í liði Indiana og eru hjá Miami en þeir gerðu sér engu að síður lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur í leik liðanna - og það á heimavelli Miami. Á því áttu sjálfsagt fáir von. Danny Granger og Brandon Rush voru stigahæstir í liði Indiana með 20 stig hvor en Granger tók ellefu fráköst þar að auki. Wade var með fleiri tapaði bolta en stig í leiknum. Alls þrjú stig en fimm tapaðir boltar. Hann nýtti eitt af þrettán skotum sínum í vellum. Hann hefur aldrei hitt verr þegar hann hefur minnst tekið þrettán skot í leik. LeBron James var með 25 stig fyrir Miamim og Chris Bosh var með 21 stig og ellefu fráköst. Til að bæta gráu á svart bárust í gær fregnir af því að Udonis Haslem verði frá um óákveðinn tíma þar sem hann þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á fæti. Mestu munaði um 29-11 sprett hjá Indiana í öðrum leikhluta leiksins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Indiana vinnur sigur á tímabilinu þegar liðið skorar færri en 100 stig í leik. Þess má svo geta að varamenn Miami skoruðu aðeins fjögur stig í öllum leiknum - en varamenn Indiana alls 40. Reyndar hafði Indiana betur í langflestum tölfræðiþáttum leiksins. Miami hefur nú unnið átta leiki í haust en tapað sex. Á sama tíma í fyrra státaði liðið af betri árangri; 9-5. „Það er ekki gaman hjá okkur núna," sagði James eftir leikinn í nótt. Boston vann Atlanta, 99-76. Nate Robinson heldur áfram að gera það gott hjá Boston í fjarveru Rajon Rondo og skoraði sextán stig og gaf tíu stoðsendingar í leiknum. San Antonio vann Orlando, 106-97. Ekki virðist sem svo að fréttir af skilnaði Tony Parker við leikkonuna Evu Longoriu hafi mikið að segja en hann skoraði 24 stig fyrir San Antonio og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var elleftu stigur San Antonio í röð. Utah vann Sacramento, 94-83. CJ Miles skoraði 20 stig og Al Jefferson bætti við nítján fyrir Utah. Phoenix vann Houston, 123-116. Steve Nash var með 24 stig og níu stoðsendingar fyrir Phoenix. Oklahoma City vann Minnesota, 117-107. Kevin Durant og Jeff Green léku með Oklahoma City á ný eftir meiðsli en liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð. LA Clippers vann New Orleans, 99-95. Eric Gordon var með 27 stig og Blake Griffin 24 stig og þrettán fráköst fyrir Clippers. Denver vann Golden State, 106-89. Carmelo Anthony skoraði 39 stig fyrir Denver og Al Harrington bætti við nítján gegn sínu gamla liði. NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Stjörnum prýtt lið Miami heldur áfram að hiksta í NBA-deildinni í körfubolta en Dwyane Wade hefur aldrei skotið verr á ferlinum en þegar að Miami tapaði fyrir Indiana í nótt, 93-77. Það er langt í frá jafn þekktir leikmenn eða áberandi í liði Indiana og eru hjá Miami en þeir gerðu sér engu að síður lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur í leik liðanna - og það á heimavelli Miami. Á því áttu sjálfsagt fáir von. Danny Granger og Brandon Rush voru stigahæstir í liði Indiana með 20 stig hvor en Granger tók ellefu fráköst þar að auki. Wade var með fleiri tapaði bolta en stig í leiknum. Alls þrjú stig en fimm tapaðir boltar. Hann nýtti eitt af þrettán skotum sínum í vellum. Hann hefur aldrei hitt verr þegar hann hefur minnst tekið þrettán skot í leik. LeBron James var með 25 stig fyrir Miamim og Chris Bosh var með 21 stig og ellefu fráköst. Til að bæta gráu á svart bárust í gær fregnir af því að Udonis Haslem verði frá um óákveðinn tíma þar sem hann þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á fæti. Mestu munaði um 29-11 sprett hjá Indiana í öðrum leikhluta leiksins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Indiana vinnur sigur á tímabilinu þegar liðið skorar færri en 100 stig í leik. Þess má svo geta að varamenn Miami skoruðu aðeins fjögur stig í öllum leiknum - en varamenn Indiana alls 40. Reyndar hafði Indiana betur í langflestum tölfræðiþáttum leiksins. Miami hefur nú unnið átta leiki í haust en tapað sex. Á sama tíma í fyrra státaði liðið af betri árangri; 9-5. „Það er ekki gaman hjá okkur núna," sagði James eftir leikinn í nótt. Boston vann Atlanta, 99-76. Nate Robinson heldur áfram að gera það gott hjá Boston í fjarveru Rajon Rondo og skoraði sextán stig og gaf tíu stoðsendingar í leiknum. San Antonio vann Orlando, 106-97. Ekki virðist sem svo að fréttir af skilnaði Tony Parker við leikkonuna Evu Longoriu hafi mikið að segja en hann skoraði 24 stig fyrir San Antonio og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var elleftu stigur San Antonio í röð. Utah vann Sacramento, 94-83. CJ Miles skoraði 20 stig og Al Jefferson bætti við nítján fyrir Utah. Phoenix vann Houston, 123-116. Steve Nash var með 24 stig og níu stoðsendingar fyrir Phoenix. Oklahoma City vann Minnesota, 117-107. Kevin Durant og Jeff Green léku með Oklahoma City á ný eftir meiðsli en liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð. LA Clippers vann New Orleans, 99-95. Eric Gordon var með 27 stig og Blake Griffin 24 stig og þrettán fráköst fyrir Clippers. Denver vann Golden State, 106-89. Carmelo Anthony skoraði 39 stig fyrir Denver og Al Harrington bætti við nítján gegn sínu gamla liði.
NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins