Albuquerque kátur að sjá við tveimur heimsmeisturum 28. nóvember 2010 18:21 Filipe Albuquerque lagði Sebastian Loeb í úrslitarimmu í kappakstursmóti meistaranna í Þýskalandi í dag. Mynd: Getty Images/Stuart Franklin Portúgalinn Filipe Albuquerque var kampakátur með að vinna kappakstursmót meistaranna í Düsseldorf í dag. Hann lagði í Formúlu 1 heimsmeistarann Þjóðverjann Sebastian Vettel í undanúrslitum og Frakkann Sebastian Loeb, heimsmeistara í rallakstri í úrslitum. Albuquerque er ekki heimsþekktur ökumaður á borð við þá tvo sem hann sá við í mótinu á lokasprettinum. Keppt var á malbikuðu mótssvæði sem hafði verið sett á knattspyrnuvöll í Dusseldorf og var ekið á tveimur brautum sem lágu að hluta til samhliða. Keppt var á ýmiskonar farartækjum. "Þetta var minn dagur. Allt gekk vel og ég gerði engin mistök. Ég mætti svo góðum ökumönnum og varð að vinna Sebastian Vettel í tvígang og í úrslitum, maður lifandi, Sebastian (Loeb) var í stuði", sagði Albuquerque um mótið í dag. "Ég gerði bara mitt og þegar ég vann fyrra skiptið í úrslitum var ég mjög glaður. Ég gerði mistök í næsta spretti og Loeb vann. Smá mistök geta verið dýrkeypt. En í úrslitarimminunni þá ók ég af mýkt og án mistaka. Ég trúi þessu ekkki að ég hafi komið í fyrsta skipti og unnið. Get ekki beðið um meira." "Að vinna fræga kappa, þar á meðal Vettel í Þýskalandi, sem er nýbúinn að tryggja sér heimsmeistaratitil, það er frábært", sagði Albuquerque. Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Portúgalinn Filipe Albuquerque var kampakátur með að vinna kappakstursmót meistaranna í Düsseldorf í dag. Hann lagði í Formúlu 1 heimsmeistarann Þjóðverjann Sebastian Vettel í undanúrslitum og Frakkann Sebastian Loeb, heimsmeistara í rallakstri í úrslitum. Albuquerque er ekki heimsþekktur ökumaður á borð við þá tvo sem hann sá við í mótinu á lokasprettinum. Keppt var á malbikuðu mótssvæði sem hafði verið sett á knattspyrnuvöll í Dusseldorf og var ekið á tveimur brautum sem lágu að hluta til samhliða. Keppt var á ýmiskonar farartækjum. "Þetta var minn dagur. Allt gekk vel og ég gerði engin mistök. Ég mætti svo góðum ökumönnum og varð að vinna Sebastian Vettel í tvígang og í úrslitum, maður lifandi, Sebastian (Loeb) var í stuði", sagði Albuquerque um mótið í dag. "Ég gerði bara mitt og þegar ég vann fyrra skiptið í úrslitum var ég mjög glaður. Ég gerði mistök í næsta spretti og Loeb vann. Smá mistök geta verið dýrkeypt. En í úrslitarimminunni þá ók ég af mýkt og án mistaka. Ég trúi þessu ekkki að ég hafi komið í fyrsta skipti og unnið. Get ekki beðið um meira." "Að vinna fræga kappa, þar á meðal Vettel í Þýskalandi, sem er nýbúinn að tryggja sér heimsmeistaratitil, það er frábært", sagði Albuquerque.
Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira