Persónulegt markmið Kobayashi að gera engin mistök 2011 24. nóvember 2010 11:39 Kamui Kobayashi á heimavelli í Formúlu 1 mótinu í Japan. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber telur að hann hafi bætt sig á öllum sviðum hvað Formúlu 1 varðar í ár og segir að ein áhugaverðasta keppni hans hafi verið á heimavelli hans í Japan. Hann náði sjöunda sæti fyrir framan landa sína eftir góðan endasprett. Kobayashi sagði bestu upplifun ársins hafa verið í japanska kappakstrinum, en þá verstu þegar hann féll úr leik í fyrsta hring í Kanada. Kobayashi var að aka heilt keppnistímabil í fyrsta skipti á ferlinum í Formúlu 1. "Það gekk upp og niður hjá okkur á tímabilinu, en í heildina gekk vel. Í upphafi gekk erfiðlega, sem var erfiður tími og erfitt að ná tökum á hlutum þar sem æfingar eru bannaðar á keppnistímabilinu (utan mótshelga). Þrátt fyrir þetta þá vorum við sterkari í lok tímabilsins og liðið stóð sig vel að ná sér á strik og fyrir það er ég þakklátur mönnum hjá liðinu", sagði Kobayashi í frétt á autosport. com. Aðspurður um markmið fyrir næsta ár segir Kobayahsi í sömu frétt. "Mitt persónulega markmið er að gera engin mistök. Hvað liðið varðar vona ég að við verðum á góðum bíl og getum barist um stig reglulegu nótunum, til að bæta stöðuna í meistaramótinu." Í fréttatilkynningu Sauber í dag segist Kobayashi m.a. ætla að funda í Japan í vetrarfríinu, skreppa til Abu Dhabi á opnunarhátið Ferrari World skemmtigarðsins. "Ég ætla líka að vera tvær vikur á Bali og mun líka æfa. Það hjálpar líka hvað líkamann varðar að æfa á meðan keppnistímabilinu stendur og á reglulegan hátt", sagði Kobayashi. Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber telur að hann hafi bætt sig á öllum sviðum hvað Formúlu 1 varðar í ár og segir að ein áhugaverðasta keppni hans hafi verið á heimavelli hans í Japan. Hann náði sjöunda sæti fyrir framan landa sína eftir góðan endasprett. Kobayashi sagði bestu upplifun ársins hafa verið í japanska kappakstrinum, en þá verstu þegar hann féll úr leik í fyrsta hring í Kanada. Kobayashi var að aka heilt keppnistímabil í fyrsta skipti á ferlinum í Formúlu 1. "Það gekk upp og niður hjá okkur á tímabilinu, en í heildina gekk vel. Í upphafi gekk erfiðlega, sem var erfiður tími og erfitt að ná tökum á hlutum þar sem æfingar eru bannaðar á keppnistímabilinu (utan mótshelga). Þrátt fyrir þetta þá vorum við sterkari í lok tímabilsins og liðið stóð sig vel að ná sér á strik og fyrir það er ég þakklátur mönnum hjá liðinu", sagði Kobayashi í frétt á autosport. com. Aðspurður um markmið fyrir næsta ár segir Kobayahsi í sömu frétt. "Mitt persónulega markmið er að gera engin mistök. Hvað liðið varðar vona ég að við verðum á góðum bíl og getum barist um stig reglulegu nótunum, til að bæta stöðuna í meistaramótinu." Í fréttatilkynningu Sauber í dag segist Kobayashi m.a. ætla að funda í Japan í vetrarfríinu, skreppa til Abu Dhabi á opnunarhátið Ferrari World skemmtigarðsins. "Ég ætla líka að vera tvær vikur á Bali og mun líka æfa. Það hjálpar líka hvað líkamann varðar að æfa á meðan keppnistímabilinu stendur og á reglulegan hátt", sagði Kobayashi.
Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira