Golf

Rickie Fowler vann sér inn 330 milljónir kr. og var valinn nýliði ársins

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Rickie Fowler var valinn nýliði ársins.
Rickie Fowler var valinn nýliði ársins. Nordic Photos/Getty Images

Rickie Fowler var valinn nýliði ársins en hann var valinn í bandaríska Ryderliðið sem keppti á Celtic Manor. Fowler, sem er 21 árs, náði fínum árangri á sínu fyrsta ári, en hann er sá yngsti sem fær þessa virðurkenningu frá árinu 1996 þegar Tiger Woods var valinn nýliði ársins.

Fowler var sjö sinnum í hópi 10 efstu á þeim 28 mótum sem hann tók þátt í. Tvívegis varð hann í öðru sæti. Hann endaði í 35. sæti peningalistans og er í 25. sæti heimslistans en hann hóf árið í 249. sæti heimslistans. Hann vann sér inn um 330 milljónir kr. í verðlaunafé.

Derek Lamely, Rory McIlroy og Alex Prugh voru einnig tilnefndir en athygli vekur að McIlroy var sá eini sem náði að sigra á PGA móti á keppnistímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×