Ari Trausti Guðmundsson: Siðbót í lausu lofti 11. maí 2010 12:42 Það er lélegur vonarpeningur að halda að siðbót sé hugarfarsbreyting sem menn hugsa upp í lausu lofti. Allar verulegar hugmyndafræðilegar breytingar hafa bæði efnahagslegan og stjórnmálalegan grunn. Íslenskt efnahagskerfi byggir á mismunun og takmarkalausri gróðasókn, hvað svo sem segja má um eitt og annað jákvætt í því. Stærstu ákvarðanirnar og aðgerðirnar sem urðu að veruleika fyrir hrunið voru meðvitaðar og byggðar á ákveðinni hugmyndafræði. Þær voru ekki mistök. Stjórnmálamenn skorti ekki staðfestu til að stöðva það sem rangt var. Þeir voru ýmist samþykkir vegferðinni eða eygðu í henni eitthvað skárra en fyrir var. Geta menn séð hugmyndafræðina fyrir sér? Geta menn skynjað hvernig þeir/þær hugsa sem gert hafa sig seka um þá siðfræði sem tætt er í sundur þessa dagana? Kannski. En hitt er víst að afstaða fólksins var og er geirnegld í þeim hagsmunum sem allt efnahagskerfi þeirra byggir á og þeirri valdastöðu sem það hefur náð. Af þessu leiðir að siðbót í íslensku samfélagi byrjar, kemur við í eða endar í breytingum á efnahagsmálum og stjórnmálum. Nú er um að gera að ræða allt slíkt í því eðlilega samhengi sem hugmyndafræði, lýðræði, samfélagsgerð og efnahagsgrunnur á að vera. Ekki eyða tíma í að biðla til fólks um að fara að "hugsa" öðruvísi því í þessum efnum gildir ekki setningin "vilji er allt sem þarf". Búum nýjum hugmyndum efnislegan grunn til að skjóta rótum, dafna og verða ráðandi. Tvö atriði vil ég minnast á í þessu sambandi. Stjórnlagaþing, kosið af almenningi, hefur oft verið nefnt sem einn af bjarghringjunum eftir hrunið. Fólkið á að fá að koma beint að nauðsynlegum kerfisbreytingunum, ekki aðeins eftir að einhver hópur og þing hefur vélað um þær og sett svo allt saman til samþykkis í almennum kosningum. Ýmsir mætir menn hafa mælt fyrir þessu en margir fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn og valdamenn í efnahagsmálum séð meinbugi á slíku stjórnlagaþingi. Þá kemur upp hugmynd um að skipa utanþingsnefnd, líkt og rannsóknarnefnd Alþingis, til að vinna verkið og ná þannig fram sátt milli þeirra sem vilja alvöru stjórnlagaþing og þá sem eru smeykir við það. Hún er röng og hrein uppgjöf. Almenningur verður að fá að koma að nýjum samfélagsramma í stjórnmálum, alveg frá fyrstu stundu, annars glatar hann sínu helsta tækifæri til að stuðla að siðbót og efnahagsumbótum í landinu. Allt annað er óásættanlegt og nú verða þeir stjórnmálamenn sem enn þora að hafa raunverulegt samráð við alþýðu manna að afgreiða lög um stjórnlagaþing, hvað sem kostnaði við það líður, lagaflækjum eða efasemdum um gagnsemi þess. Ýmis samtök geta lagt þessu lið rétt eins og fjölmargir einstaklingar. Hitt atriðið varðar skuldastöðu heimila. Allir vita að til eru þrír meginhópar sem eiga eigin heimili. Þetta eru þeir sem skulda lítið eða ekkert af fasteignalánum, þeir sem skulda töluvert eða mikið en standa ávallt í skilum og svo þeir sem hafa lent í vandræðum með greiðslur. Allir vita líka að miðhópurinn er stærstur og enn fremur að hann heldur einnig uppi stórum hluta neyslu og skatta í landinu. Sú fáránlega lenska hefur búið um sig í ríkisstjórn og hjá meirihluta alþingismanna að rétt skuli vera að aðstoða þriðja hópinn en blóðmjólka þann stóra, rétt eins og sífellt fleiri sem þar detta í vanskilahópinn séu ekki til. Aldrei verður sátt í samfélaginu né siðbót ef einn tiltekinn hópur er látinn borga óhæfilega fyrir hrunið bara af því að fáeinir ráðherrar og nokkrir þingmenn telja þá geta það og bankar og sjóðir vilja það. Vissulega má segja að fyrsttaldi hópurinn fari á mis við eitthvað, séu fasteignalán lækkuð, en þar er þó engin vá fyrir dyrum. Það er hverju meðalheimili nóg að eiga við dýrtíðina, aukna skatta sem flestir mótmæla ekki og aðrar afleiðingar hrunsins, þó ekki sé sama fólkinu ýtt nær þroti með hverjum mánuði meðan ráðamenn kynna úrræði til hjálpar nauðstöddum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Mest lesið Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Það er lélegur vonarpeningur að halda að siðbót sé hugarfarsbreyting sem menn hugsa upp í lausu lofti. Allar verulegar hugmyndafræðilegar breytingar hafa bæði efnahagslegan og stjórnmálalegan grunn. Íslenskt efnahagskerfi byggir á mismunun og takmarkalausri gróðasókn, hvað svo sem segja má um eitt og annað jákvætt í því. Stærstu ákvarðanirnar og aðgerðirnar sem urðu að veruleika fyrir hrunið voru meðvitaðar og byggðar á ákveðinni hugmyndafræði. Þær voru ekki mistök. Stjórnmálamenn skorti ekki staðfestu til að stöðva það sem rangt var. Þeir voru ýmist samþykkir vegferðinni eða eygðu í henni eitthvað skárra en fyrir var. Geta menn séð hugmyndafræðina fyrir sér? Geta menn skynjað hvernig þeir/þær hugsa sem gert hafa sig seka um þá siðfræði sem tætt er í sundur þessa dagana? Kannski. En hitt er víst að afstaða fólksins var og er geirnegld í þeim hagsmunum sem allt efnahagskerfi þeirra byggir á og þeirri valdastöðu sem það hefur náð. Af þessu leiðir að siðbót í íslensku samfélagi byrjar, kemur við í eða endar í breytingum á efnahagsmálum og stjórnmálum. Nú er um að gera að ræða allt slíkt í því eðlilega samhengi sem hugmyndafræði, lýðræði, samfélagsgerð og efnahagsgrunnur á að vera. Ekki eyða tíma í að biðla til fólks um að fara að "hugsa" öðruvísi því í þessum efnum gildir ekki setningin "vilji er allt sem þarf". Búum nýjum hugmyndum efnislegan grunn til að skjóta rótum, dafna og verða ráðandi. Tvö atriði vil ég minnast á í þessu sambandi. Stjórnlagaþing, kosið af almenningi, hefur oft verið nefnt sem einn af bjarghringjunum eftir hrunið. Fólkið á að fá að koma beint að nauðsynlegum kerfisbreytingunum, ekki aðeins eftir að einhver hópur og þing hefur vélað um þær og sett svo allt saman til samþykkis í almennum kosningum. Ýmsir mætir menn hafa mælt fyrir þessu en margir fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn og valdamenn í efnahagsmálum séð meinbugi á slíku stjórnlagaþingi. Þá kemur upp hugmynd um að skipa utanþingsnefnd, líkt og rannsóknarnefnd Alþingis, til að vinna verkið og ná þannig fram sátt milli þeirra sem vilja alvöru stjórnlagaþing og þá sem eru smeykir við það. Hún er röng og hrein uppgjöf. Almenningur verður að fá að koma að nýjum samfélagsramma í stjórnmálum, alveg frá fyrstu stundu, annars glatar hann sínu helsta tækifæri til að stuðla að siðbót og efnahagsumbótum í landinu. Allt annað er óásættanlegt og nú verða þeir stjórnmálamenn sem enn þora að hafa raunverulegt samráð við alþýðu manna að afgreiða lög um stjórnlagaþing, hvað sem kostnaði við það líður, lagaflækjum eða efasemdum um gagnsemi þess. Ýmis samtök geta lagt þessu lið rétt eins og fjölmargir einstaklingar. Hitt atriðið varðar skuldastöðu heimila. Allir vita að til eru þrír meginhópar sem eiga eigin heimili. Þetta eru þeir sem skulda lítið eða ekkert af fasteignalánum, þeir sem skulda töluvert eða mikið en standa ávallt í skilum og svo þeir sem hafa lent í vandræðum með greiðslur. Allir vita líka að miðhópurinn er stærstur og enn fremur að hann heldur einnig uppi stórum hluta neyslu og skatta í landinu. Sú fáránlega lenska hefur búið um sig í ríkisstjórn og hjá meirihluta alþingismanna að rétt skuli vera að aðstoða þriðja hópinn en blóðmjólka þann stóra, rétt eins og sífellt fleiri sem þar detta í vanskilahópinn séu ekki til. Aldrei verður sátt í samfélaginu né siðbót ef einn tiltekinn hópur er látinn borga óhæfilega fyrir hrunið bara af því að fáeinir ráðherrar og nokkrir þingmenn telja þá geta það og bankar og sjóðir vilja það. Vissulega má segja að fyrsttaldi hópurinn fari á mis við eitthvað, séu fasteignalán lækkuð, en þar er þó engin vá fyrir dyrum. Það er hverju meðalheimili nóg að eiga við dýrtíðina, aukna skatta sem flestir mótmæla ekki og aðrar afleiðingar hrunsins, þó ekki sé sama fólkinu ýtt nær þroti með hverjum mánuði meðan ráðamenn kynna úrræði til hjálpar nauðstöddum.
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun