Tiger ekki öruggur um sæti í Ryder-liðinu Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. maí 2010 20:30 Tiger Woods þarf að sanna sig á nýjan leik. GettyImages Tiger Woods er ekki öruggur um sæti í Ryder-liði Bandaríkjanna. Corey Pavin, fyrirliði, velur fjóra leikmenn en átta leikmenn fá sjálfkrafa þátttökurétt vegna stiga. Sem stendur er Tiger í ellefta sæti stigalistans og því ekki öruggur um sæti sitt. Pavin segir síðan að Tiger sé alls ekki öruggur um sæti í liðinu. Hann hefur ekki spilað vel eftir fimm mánaða hlé og hann spilaði ekki á Players Championships mótinu vegna meiðsla fyrr í mánuðinum. „Ég mun ekki haga mér neitt öðruvísi í sambandi við Tiger - ég mun svo sannarlega ekki velja hann sjálfkrafa," sagði Pavin. „Það væri frábært að hafa hann með en ég vil að hann sé að spila vel," sagði fyrirliðinn. Tiger og Pavin hafa enn ekki talað saman um mótið sem er ekki fyrr en í október. Liðið er þó valið mun fyrr. Woods hefur ekki gengið vel í Ryder-keppninni, þar hefur hann unnið tíu leiki, tapað þrettán og gert tvö jafntefli á fimm mótum sem hann hefur tekið þátt í. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods er ekki öruggur um sæti í Ryder-liði Bandaríkjanna. Corey Pavin, fyrirliði, velur fjóra leikmenn en átta leikmenn fá sjálfkrafa þátttökurétt vegna stiga. Sem stendur er Tiger í ellefta sæti stigalistans og því ekki öruggur um sæti sitt. Pavin segir síðan að Tiger sé alls ekki öruggur um sæti í liðinu. Hann hefur ekki spilað vel eftir fimm mánaða hlé og hann spilaði ekki á Players Championships mótinu vegna meiðsla fyrr í mánuðinum. „Ég mun ekki haga mér neitt öðruvísi í sambandi við Tiger - ég mun svo sannarlega ekki velja hann sjálfkrafa," sagði Pavin. „Það væri frábært að hafa hann með en ég vil að hann sé að spila vel," sagði fyrirliðinn. Tiger og Pavin hafa enn ekki talað saman um mótið sem er ekki fyrr en í október. Liðið er þó valið mun fyrr. Woods hefur ekki gengið vel í Ryder-keppninni, þar hefur hann unnið tíu leiki, tapað þrettán og gert tvö jafntefli á fimm mótum sem hann hefur tekið þátt í.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira