NBA: Lakers vann fjórða leikinn í röð án Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2010 09:00 Shannon Brown lék vel í forföllum Kobe Bryant. Mynd/AFP Það fór ekki svo að Kobe Bryant snéri aftur í lið Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það kom ekki að sök því liðið vann sinn fjórða leik í röð án stórstjörnunnar sinnar. Los Angeles Lakers vann 104-94 sigur á Golden State Warriors þar sem varamaður Kobe Bryant, Shannon Brown, setti nýtt persónulegt met með 27 stigum og 10 fráköstum. Andrew Bynum var með 21 stig og 7 fráköst fyrir lakers í sínum fyrsta leik eftir meiðsli. Anthony Morrow skoraði 23 stig fyrir Golden State.New Jersey Nets vann sjaldséðan sigur þegar liðið vann Charlotte Bobcats 103-94 en þetta var aðeins fimmti sigur liðsins á tímabilinu. Courtney Lee skoraði 21 stig fyrir Nets og Devin Harris bætti við 17 stigum. Gerald Wallace var með 21 stig og 10 fráköst hjá Charlotte.Dallas Mavericks tefldi fram nýjum mönnum á móti Oklahoma City Thunder en það dugði þó skammt. Kevin Durant var með 25 stig og 14 fráköst í 99-86 sigri Oklahoma City. Caron Butler skoraði 13 stig í sínum fyrsta leik með Dallas en Dirk Nowitzki var stigahæstur með 24 stig. Þetta var sjöundi sigur Oklahoma City í röð og 26. leikurinn í röð sem Kevin Durant skorar 25 stig eða meira.Dwyane Wade var með 24 stig í 105-78 sigri Miami Heat á Philadelphia 76ers. Jermaine O'Neal bætti við 20 stigum í þriðja sigri Miami-liðsins í röð.Derrick Rose hitti úr fyrstu 9 skotunum sínum og var með 29 stig í 118-85 stórsigri Chicago Bulls á New York Knicks. Þetta var fjórða tap New York og jafnframt það 13. í 17 leikjum. David Lee var með 24 stig og 12 fráköst fyrir Knicks.Jason Richardson skoraði 27 stig og Amare Stoudemire bætti við 21stigi og 10 fráköstum í 109-95 sigri Phoenix Suns á Memphis Grizzlies en þetta var sjötti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum. Steve Nash gaf 16 stoðsendingar í leiknum.Deron Williams var með 17 stig og 15 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 104-95 sigur á Houston Rockets. Mehmet Okur var með 21 stig og Paul Millsap bætti við 20 stigum og 12 fráköstum í 14. sigri Utah í 16 leikjum.Rasheed Wallace og Paul Pierce voru báðir með 17 stig í 95-92 sigri Boston Celtics á Sacramento Kings. Boston var fyrir leikinn búið að tapa tveimur leikjum í röð og fimm af síðustu átta leikjum sínum.Martell Webster var með 28 stig og LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig þegar Portland Trail Blazers vann þægilegan 108-87 sigur á Los Angeles Clippers. Þetta var fimmta tap Los Angeles Clippers í röð og það 9. í síðustu 10 leikjum.Svíinn Jonas Jerebko skoraði 21 stig í 108-85 sigri Detroit Pistons á Minnesota Timberwolves en þetta var þriðji sigur liðsins í fjórum leikjum. Kevin Love var með 22 stig og 15 fráköst hjá Minnesota.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats-New Jersey Nets 94-103 Philadelphia 76Ers-Miami Heat 78-105 Detroit Pistons-Minnesota Timberwolves 108-85 Chicago Bulls-New York Knicks 118-85 Memphis Grizzlies-Phoenix Suns 95-109 Oklahoma City Thunder-Dallas Mavericks 99-86 Houston Rockets-Utah Jazz 95-104 Portland Trail Blazers-Los Angeles Clippers 109-87 Sacramento Kings-Boston Celtics 92-95 Los Angeles Lakers-Golden State Warriors 104-94 NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Það fór ekki svo að Kobe Bryant snéri aftur í lið Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það kom ekki að sök því liðið vann sinn fjórða leik í röð án stórstjörnunnar sinnar. Los Angeles Lakers vann 104-94 sigur á Golden State Warriors þar sem varamaður Kobe Bryant, Shannon Brown, setti nýtt persónulegt met með 27 stigum og 10 fráköstum. Andrew Bynum var með 21 stig og 7 fráköst fyrir lakers í sínum fyrsta leik eftir meiðsli. Anthony Morrow skoraði 23 stig fyrir Golden State.New Jersey Nets vann sjaldséðan sigur þegar liðið vann Charlotte Bobcats 103-94 en þetta var aðeins fimmti sigur liðsins á tímabilinu. Courtney Lee skoraði 21 stig fyrir Nets og Devin Harris bætti við 17 stigum. Gerald Wallace var með 21 stig og 10 fráköst hjá Charlotte.Dallas Mavericks tefldi fram nýjum mönnum á móti Oklahoma City Thunder en það dugði þó skammt. Kevin Durant var með 25 stig og 14 fráköst í 99-86 sigri Oklahoma City. Caron Butler skoraði 13 stig í sínum fyrsta leik með Dallas en Dirk Nowitzki var stigahæstur með 24 stig. Þetta var sjöundi sigur Oklahoma City í röð og 26. leikurinn í röð sem Kevin Durant skorar 25 stig eða meira.Dwyane Wade var með 24 stig í 105-78 sigri Miami Heat á Philadelphia 76ers. Jermaine O'Neal bætti við 20 stigum í þriðja sigri Miami-liðsins í röð.Derrick Rose hitti úr fyrstu 9 skotunum sínum og var með 29 stig í 118-85 stórsigri Chicago Bulls á New York Knicks. Þetta var fjórða tap New York og jafnframt það 13. í 17 leikjum. David Lee var með 24 stig og 12 fráköst fyrir Knicks.Jason Richardson skoraði 27 stig og Amare Stoudemire bætti við 21stigi og 10 fráköstum í 109-95 sigri Phoenix Suns á Memphis Grizzlies en þetta var sjötti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum. Steve Nash gaf 16 stoðsendingar í leiknum.Deron Williams var með 17 stig og 15 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 104-95 sigur á Houston Rockets. Mehmet Okur var með 21 stig og Paul Millsap bætti við 20 stigum og 12 fráköstum í 14. sigri Utah í 16 leikjum.Rasheed Wallace og Paul Pierce voru báðir með 17 stig í 95-92 sigri Boston Celtics á Sacramento Kings. Boston var fyrir leikinn búið að tapa tveimur leikjum í röð og fimm af síðustu átta leikjum sínum.Martell Webster var með 28 stig og LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig þegar Portland Trail Blazers vann þægilegan 108-87 sigur á Los Angeles Clippers. Þetta var fimmta tap Los Angeles Clippers í röð og það 9. í síðustu 10 leikjum.Svíinn Jonas Jerebko skoraði 21 stig í 108-85 sigri Detroit Pistons á Minnesota Timberwolves en þetta var þriðji sigur liðsins í fjórum leikjum. Kevin Love var með 22 stig og 15 fráköst hjá Minnesota.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats-New Jersey Nets 94-103 Philadelphia 76Ers-Miami Heat 78-105 Detroit Pistons-Minnesota Timberwolves 108-85 Chicago Bulls-New York Knicks 118-85 Memphis Grizzlies-Phoenix Suns 95-109 Oklahoma City Thunder-Dallas Mavericks 99-86 Houston Rockets-Utah Jazz 95-104 Portland Trail Blazers-Los Angeles Clippers 109-87 Sacramento Kings-Boston Celtics 92-95 Los Angeles Lakers-Golden State Warriors 104-94
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins