Elsta vetrarbrautin mynduð 23. október 2010 03:00 Sævar Helgi Bragason „Þetta er fjarlægasta fyrirbæri sem sést hefur í alheiminum hingað til. Ljósið frá þessari vetrarbraut lagði af stað fyrir rúmlega þrettán milljörðum ára, nánar tiltekið aðeins um 600 milljón árum eftir Miklahvell. Það er um átta milljörðum ára áður en jörðin var til," segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins og tengiliður ESO á Íslandi, um nýjustu uppgötvun stjarnvísindanna. Hópur evrópskra stjarnvísindamanna hefur með hjálp risavaxins stjörnusjónauka (VLT) mælt vegalengdina til fjarlægustu vetrarbrautar sem fundist hefur í alheimi. Þetta er í fyrsta sinn sem ljós frá vetrarbraut sést brjótast út úr þéttri vetnisþoku sem fyllti alheiminn í árdaga. Skýrt er frá þessum niðurstöðum í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature. „Mæling á rauðviki fjarlægustu vetrarbrautar sem sést hefur hingað til er í sjálfu sér mjög spennandi en þær stjarneðlisfræðilegu ályktanir sem draga má af þessum mælingum eru enn mikilvægari," segir Nicole Nesvadba, einn höfunda greinarinnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem við vitum fyrir víst að við erum að horfa á eina af þeim vetrarbrautum sem brutu upp þokuna sem fyllti alheiminn í árdaga." Sævar Helgi segir að uppgötvunin sýni að stjörnur og vetrarbrautir mynduðust tiltölulega stuttu eftir Miklahvell þegar alheimurinn var enn á barnsaldri. Eins segir Sævar að uppgötvunin sé tæknilegt afrek sem hefði aldrei verið mögulegt án stærstu stjörnusjónauka og öflugustu mælitækja heims. Árið 2018 verður stjörnusjónaukinn E-ELT tekinn í notkun. „Þá verða svona uppgötvanir án efa gerðar reglulega en allar þessar rannsóknir eru liður í því að skilja hvernig alheimurinn ól okkur af sér," segir Sævar Helgi. svavar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
„Þetta er fjarlægasta fyrirbæri sem sést hefur í alheiminum hingað til. Ljósið frá þessari vetrarbraut lagði af stað fyrir rúmlega þrettán milljörðum ára, nánar tiltekið aðeins um 600 milljón árum eftir Miklahvell. Það er um átta milljörðum ára áður en jörðin var til," segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins og tengiliður ESO á Íslandi, um nýjustu uppgötvun stjarnvísindanna. Hópur evrópskra stjarnvísindamanna hefur með hjálp risavaxins stjörnusjónauka (VLT) mælt vegalengdina til fjarlægustu vetrarbrautar sem fundist hefur í alheimi. Þetta er í fyrsta sinn sem ljós frá vetrarbraut sést brjótast út úr þéttri vetnisþoku sem fyllti alheiminn í árdaga. Skýrt er frá þessum niðurstöðum í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature. „Mæling á rauðviki fjarlægustu vetrarbrautar sem sést hefur hingað til er í sjálfu sér mjög spennandi en þær stjarneðlisfræðilegu ályktanir sem draga má af þessum mælingum eru enn mikilvægari," segir Nicole Nesvadba, einn höfunda greinarinnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem við vitum fyrir víst að við erum að horfa á eina af þeim vetrarbrautum sem brutu upp þokuna sem fyllti alheiminn í árdaga." Sævar Helgi segir að uppgötvunin sýni að stjörnur og vetrarbrautir mynduðust tiltölulega stuttu eftir Miklahvell þegar alheimurinn var enn á barnsaldri. Eins segir Sævar að uppgötvunin sé tæknilegt afrek sem hefði aldrei verið mögulegt án stærstu stjörnusjónauka og öflugustu mælitækja heims. Árið 2018 verður stjörnusjónaukinn E-ELT tekinn í notkun. „Þá verða svona uppgötvanir án efa gerðar reglulega en allar þessar rannsóknir eru liður í því að skilja hvernig alheimurinn ól okkur af sér," segir Sævar Helgi. svavar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira