McDowell sigraði Woods í bráðabana á mögnuðum lokahring á Chevron meistaramótinu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 5. desember 2010 23:44 Graeme McDowell sigraði á Chevron meistaramótinu og lauk glæsilegu keppnistímabili með sigri. AP Norður-Írinn Graeme McDowell kom í veg fyrir að Tiger Woods næði að sigra á einu golfmóti á árinu 2010. McDowell sýndi fádæma keppnishörku á lokakeppnisdegi Chevron meistaramótsins og tryggði sér sigur á fyrstu holu í bráðabana gegn Tiger Woods sem var með fjögurra högga forskot á McDowell fyrir lokahringinn. Lokahringurinn var gríðarlega spennandi þar sem að McDowell náði góðri byrjun á meðan Woods gerði mistök. Á 18. braut voru þeir jafnir á 16 höggum undir pari samtals og Woods virtist hafa tryggt sér sigur með frábæru innáhöggi af um 100 metra færi - þar sem hann „klíndi" boltanum alveg upp við stöngina. McDowell átti ekki alveg eins gott innáhögg en hann sýndi styrk sinn með því að setja púttið í fyrir fugli af um 5 metra færi. Tiger Woods leyndi ekki vonbrigðum sínum á lokahringnum en hann náði ekki að vinna golfmót á þessu ári og er þetta í fyrsta sinn frá árinu 2001 sem slíkt gerist.APÍ bráðabananum léku þeir 18. holuna á ný og báðir voru þeir um 5 metra frá holu eftir innáhöggin. McDowell var á svipuðum stað og hann var áður - og hann setti boltann beint ofaní holuna. Woods reyndi að jafna en boltinn fór rétt framhjá holunni. Lokastaðan: Graeme McDowell - 16 Tiger Woods -16 Paul Casey - 12 Rory McIlroy -11 Hunter Mahan -10 Ian Poulter -9 Stewart Cink -9 Luke Donald -5 Sean O'Hair -4 Zach Johnson -4 Jim Furyk par Steve Stricker + 1 Nick Watney + 2 Camilo Villegas + 3 Bubba Watson + 3 Dustin Johnson + 4 Anthony Kim + 4 Matt Kuchar + 7 Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Norður-Írinn Graeme McDowell kom í veg fyrir að Tiger Woods næði að sigra á einu golfmóti á árinu 2010. McDowell sýndi fádæma keppnishörku á lokakeppnisdegi Chevron meistaramótsins og tryggði sér sigur á fyrstu holu í bráðabana gegn Tiger Woods sem var með fjögurra högga forskot á McDowell fyrir lokahringinn. Lokahringurinn var gríðarlega spennandi þar sem að McDowell náði góðri byrjun á meðan Woods gerði mistök. Á 18. braut voru þeir jafnir á 16 höggum undir pari samtals og Woods virtist hafa tryggt sér sigur með frábæru innáhöggi af um 100 metra færi - þar sem hann „klíndi" boltanum alveg upp við stöngina. McDowell átti ekki alveg eins gott innáhögg en hann sýndi styrk sinn með því að setja púttið í fyrir fugli af um 5 metra færi. Tiger Woods leyndi ekki vonbrigðum sínum á lokahringnum en hann náði ekki að vinna golfmót á þessu ári og er þetta í fyrsta sinn frá árinu 2001 sem slíkt gerist.APÍ bráðabananum léku þeir 18. holuna á ný og báðir voru þeir um 5 metra frá holu eftir innáhöggin. McDowell var á svipuðum stað og hann var áður - og hann setti boltann beint ofaní holuna. Woods reyndi að jafna en boltinn fór rétt framhjá holunni. Lokastaðan: Graeme McDowell - 16 Tiger Woods -16 Paul Casey - 12 Rory McIlroy -11 Hunter Mahan -10 Ian Poulter -9 Stewart Cink -9 Luke Donald -5 Sean O'Hair -4 Zach Johnson -4 Jim Furyk par Steve Stricker + 1 Nick Watney + 2 Camilo Villegas + 3 Bubba Watson + 3 Dustin Johnson + 4 Anthony Kim + 4 Matt Kuchar + 7
Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira