Sjö af fimmtán leikjum kvöldsins í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA er lokið en þar bar hæst að Juventus vann Ajax á útivelli og Club Brugge lagði Valencia að velli á heimavelli.
Heimamenn í Ajax komst yfir snemma leiks gegn Juventus með marki Miralem Sulejmani en tvenna frá Amauri í seinni hálfleik tryggði gestunum góðan sigur.
Rostand Kouemaha skoraði hins vegar eina mark leiksins þegar Club Brugge vann Valencia óvænt.
Úrslit kvöldsins:
Rubin Kazan-Hapoel Tel-Aviv 3-0
Ajax-Juventus 1-2
1-0 Miralem Sulejmani (16.), 1-1 Amauri (31.), 1-2 Amauri (58.).
Club Brugge-Valencia 1-0
1-0 Rostand Kouemaha (56.).
Twente-Werder Bremen 1-0
1-0 Theo Janssen (39.).
Lille-Fenerbahce 2-1
Standard Liege-Red Bull Salsburg 3-2
Villarreal-Wolfsburg 2-2
1-0 Marcos Senna (43.) 1-1 Grafite (65.), 1-2 Grafite (84.), 2-2 Marcos Gullon (85.).