Ráðist að konum og á konur Vigdís Hauksdóttir skrifar 26. nóvember 2010 03:45 Ísland er aðili að alþjóðasáttmálum er varða heilbrigði og lögbundinn rétt til heilbrigðisþjónustu. Að auki er þessi réttur tryggður í 76. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika." Þann 21. okt. sl. hélt dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, fyrirlestur í HR. Taldi hún að fyrirhugaður niðurskurður í heilbrigðiskerfinu yrði að taka mið af mannréttindum. Á dögunum var dreift á Alþingi svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um fækkun starfa á heilbrigðisstofnunum í niðurskurði fjárlaga 2011. Í svarinu kemur fram í töflu 1 að áætluð fækkun starfsmanna á landinu öllu verði 635 í 445 stöðugildum. Hlutfall kvenna af fjölda starfsmanna á heilbrigðisstofnunum er að meðaltali 82%. Því er augljóst að þessi tiltekna aðgerð ríkisstjórnarinnar í fjárlagagerðinni er bein árás á konur og atvinnutækifæri þeirra á landinu öllu. Hver hefði trúað því á heilaga Jóhönnu. Alvarlegi hluti niðurskurðarins sem snýr að konum er þó þessi. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á að fækka um 96 starfsmenn sem nemur 69 starfsmönnum á St. Jósefsspítala. Það er bein árás að konum, því spítalinn hefur sérhæft sig í grindarbotnsaðgerðum kvenna. Eru þær margvíslegar og misalvarlegar - allt frá þvagleka, hægðaleka og upp í flóknar tæknilegar aðgerðir sem gera þarf á konum eftir erfiðar fæðingar. Fjöldi þessara aðgerða á þessari sjúkrastofnun einni er um 1.200 aðgerðir á ári. Biðtími kvenna í aðgerðirnar er á bilinu 9-12 mánuðir eftir alvarleika. Ekki er fyrirséð að hægt sé að koma þessum aðgerðum fyrir á öðrum heilbrigðisstofnunum, því er ekki hægt að lesa annað út en að ætlunin sé að fresta þessum aðgerðunum um langa hríð. Þetta verður eftirskrift norrænu velferðarríkisstjórnarinnar. Í 12. gr. kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að aðildarríki samningsins skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að afnema mismunun gagnvart konum á sviði heilsugæslu til þess að tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna aðgang að heilsugæsluþjónustu, og sérstaklega skulu aðildarríkin tryggja konum viðeigandi þjónustu í sambandi við þungun, barnsburð og tímabilið eftir fæðingu með því að veita ókeypis þjónustu þegar það er nauðsynlegt. Konur eru vanar að bera harm sinn í hljóði og grindarbotnsvandamál eru nú svo sem ekki mál málanna í almennri umræðu. Nú verðum við þingmenn að standa saman um endurskoðun á heilbrigðismálum kvenna í fjárlagagerðinni. Sú aðför sem ríkisstjórnin fer fram með í fjárlagafrumvarpinu að heilsu og atvinnu kvenna er okkur Íslendingum ekki samboðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Ísland er aðili að alþjóðasáttmálum er varða heilbrigði og lögbundinn rétt til heilbrigðisþjónustu. Að auki er þessi réttur tryggður í 76. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika." Þann 21. okt. sl. hélt dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, fyrirlestur í HR. Taldi hún að fyrirhugaður niðurskurður í heilbrigðiskerfinu yrði að taka mið af mannréttindum. Á dögunum var dreift á Alþingi svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um fækkun starfa á heilbrigðisstofnunum í niðurskurði fjárlaga 2011. Í svarinu kemur fram í töflu 1 að áætluð fækkun starfsmanna á landinu öllu verði 635 í 445 stöðugildum. Hlutfall kvenna af fjölda starfsmanna á heilbrigðisstofnunum er að meðaltali 82%. Því er augljóst að þessi tiltekna aðgerð ríkisstjórnarinnar í fjárlagagerðinni er bein árás á konur og atvinnutækifæri þeirra á landinu öllu. Hver hefði trúað því á heilaga Jóhönnu. Alvarlegi hluti niðurskurðarins sem snýr að konum er þó þessi. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á að fækka um 96 starfsmenn sem nemur 69 starfsmönnum á St. Jósefsspítala. Það er bein árás að konum, því spítalinn hefur sérhæft sig í grindarbotnsaðgerðum kvenna. Eru þær margvíslegar og misalvarlegar - allt frá þvagleka, hægðaleka og upp í flóknar tæknilegar aðgerðir sem gera þarf á konum eftir erfiðar fæðingar. Fjöldi þessara aðgerða á þessari sjúkrastofnun einni er um 1.200 aðgerðir á ári. Biðtími kvenna í aðgerðirnar er á bilinu 9-12 mánuðir eftir alvarleika. Ekki er fyrirséð að hægt sé að koma þessum aðgerðum fyrir á öðrum heilbrigðisstofnunum, því er ekki hægt að lesa annað út en að ætlunin sé að fresta þessum aðgerðunum um langa hríð. Þetta verður eftirskrift norrænu velferðarríkisstjórnarinnar. Í 12. gr. kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að aðildarríki samningsins skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að afnema mismunun gagnvart konum á sviði heilsugæslu til þess að tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna aðgang að heilsugæsluþjónustu, og sérstaklega skulu aðildarríkin tryggja konum viðeigandi þjónustu í sambandi við þungun, barnsburð og tímabilið eftir fæðingu með því að veita ókeypis þjónustu þegar það er nauðsynlegt. Konur eru vanar að bera harm sinn í hljóði og grindarbotnsvandamál eru nú svo sem ekki mál málanna í almennri umræðu. Nú verðum við þingmenn að standa saman um endurskoðun á heilbrigðismálum kvenna í fjárlagagerðinni. Sú aðför sem ríkisstjórnin fer fram með í fjárlagafrumvarpinu að heilsu og atvinnu kvenna er okkur Íslendingum ekki samboðin.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar