Hraunfossinn stórkostlegt náttúrufyrirbæri Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2010 18:45 Stórfenglegt náttúrufyrirbæri, glóandi hraunfoss, um tvöhundruð metra hár, sést nú á eldsstöðvunum í Eyjafjallajökli þegar hrauneðjan steypist niður í hið hrikalega Hrunagil við Heljarkamb.Við nálgumst hér gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi úr suðri og þetta eru fyrstur myndir sem teknar eru af jarðeldinum úr þyrlu, en það var fyrst í dag sem veður leyfði þyrluflug svo nærri gígunum. Það er Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugmaður hjá Norðurflugi, sem flýgur þyrlunni en kvikmyndatökurmaður um borð er Jón Þór Víglundsson.Sprungan virðist hafa styst frá upphafi gossins, nú sjást fjórir til fimm gosstrókar en fyrstu dagana voru þeir tíu til tólf talsins. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur var meðal jarðvísindamanna frá Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands sem skoðuðu gosstöðvarnar í dag. Haraldur segir gosið stöðugt og að ekkert hafi dregið úr því. Sprungan sé að þrengjast, færri gígar en stærri, og hraunrennslið sé það sama.Gígarnir spúðu ösku og glóandi kviku í yfir eitthundrað metra hæð. "Þetta er það besta sem maður kemst í," segir Haraldur. Hann segir mikið gasstreymi úr gígunum. "Það er eins og risastórar þotuvélar sem þeyta upp kvikunni mjög hátt upp, 100 metra hæð," segir hann.Mynd/Anton BrinkMeginhrauntungan liggur til austur og norðaustur frá gígunum og sjá má stikurnar sem merkja gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls en hraunið er nú komið yfir gönguleiðina á um eins kílómetra breiðu belti. En nú skulum sjá stórkostlegt fyrirbæri en þvílíkt og annað eins hafa núlifandi menn aldrei orðið vitni að áður í gosssögu Íslands, hvað þá að náðst hafi að kvikmynda svo mikilfenglegan atburð. Glóandi hrauneðjan hefur hér myndað magnaðan hraunfoss sem steypist ofan í hið hrikalega Hrunagil skammt frá Heljarkambi.Haraldur segir að þetta sé einn hæsti foss á Íslandi, hann sé ekki vatnsfoss heldur hraunfoss, og sennilega hátt í 200 metra hár. Haraldur, sem í áratugi hefur skoðað tugi eldgosa víða um heim, kveðst aldrei hafa séð svo háan hraunfoss. Hann hafi séð hraunfossa á Hawaii en þeir hæstu voru 10-20 metra háir. Þessi íslenski hraunfoss sé alveg stórkostlegur.Vísindamennirnir náðu í leiðangri sínum að taka sýni og meta eðli kvikunnar. Hún er talin milli 1150 og 1200 stiga heit. Efnagreining sýnir að hún sé svipuð þeirri úr Vestmannaeyjum, þó ekki Heimaeyjargosinu heldur Surtseyjargosinu, að sögn Haraldar.Hann spáir því að gosið standi í einhverjar vikur eða mánuði. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Stórfenglegt náttúrufyrirbæri, glóandi hraunfoss, um tvöhundruð metra hár, sést nú á eldsstöðvunum í Eyjafjallajökli þegar hrauneðjan steypist niður í hið hrikalega Hrunagil við Heljarkamb.Við nálgumst hér gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi úr suðri og þetta eru fyrstur myndir sem teknar eru af jarðeldinum úr þyrlu, en það var fyrst í dag sem veður leyfði þyrluflug svo nærri gígunum. Það er Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugmaður hjá Norðurflugi, sem flýgur þyrlunni en kvikmyndatökurmaður um borð er Jón Þór Víglundsson.Sprungan virðist hafa styst frá upphafi gossins, nú sjást fjórir til fimm gosstrókar en fyrstu dagana voru þeir tíu til tólf talsins. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur var meðal jarðvísindamanna frá Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands sem skoðuðu gosstöðvarnar í dag. Haraldur segir gosið stöðugt og að ekkert hafi dregið úr því. Sprungan sé að þrengjast, færri gígar en stærri, og hraunrennslið sé það sama.Gígarnir spúðu ösku og glóandi kviku í yfir eitthundrað metra hæð. "Þetta er það besta sem maður kemst í," segir Haraldur. Hann segir mikið gasstreymi úr gígunum. "Það er eins og risastórar þotuvélar sem þeyta upp kvikunni mjög hátt upp, 100 metra hæð," segir hann.Mynd/Anton BrinkMeginhrauntungan liggur til austur og norðaustur frá gígunum og sjá má stikurnar sem merkja gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls en hraunið er nú komið yfir gönguleiðina á um eins kílómetra breiðu belti. En nú skulum sjá stórkostlegt fyrirbæri en þvílíkt og annað eins hafa núlifandi menn aldrei orðið vitni að áður í gosssögu Íslands, hvað þá að náðst hafi að kvikmynda svo mikilfenglegan atburð. Glóandi hrauneðjan hefur hér myndað magnaðan hraunfoss sem steypist ofan í hið hrikalega Hrunagil skammt frá Heljarkambi.Haraldur segir að þetta sé einn hæsti foss á Íslandi, hann sé ekki vatnsfoss heldur hraunfoss, og sennilega hátt í 200 metra hár. Haraldur, sem í áratugi hefur skoðað tugi eldgosa víða um heim, kveðst aldrei hafa séð svo háan hraunfoss. Hann hafi séð hraunfossa á Hawaii en þeir hæstu voru 10-20 metra háir. Þessi íslenski hraunfoss sé alveg stórkostlegur.Vísindamennirnir náðu í leiðangri sínum að taka sýni og meta eðli kvikunnar. Hún er talin milli 1150 og 1200 stiga heit. Efnagreining sýnir að hún sé svipuð þeirri úr Vestmannaeyjum, þó ekki Heimaeyjargosinu heldur Surtseyjargosinu, að sögn Haraldar.Hann spáir því að gosið standi í einhverjar vikur eða mánuði.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira