Stór nöfn í stuttmynd Barkar Kristjana Arnardóttir skrifar 8. desember 2010 09:30 Björn Thors (að ofan) og Þrúður Vilhjálmsdóttir fara með stór hlutverk í myndinni Come to Harm sem Börkur Sigþórsson leikstýrir. Börkur Sigþórsson gerir áhugaverða stuttmynd eftir handriti Stuart Beattie. Í aðalhlutverki er Björn Thors sem leikstjórinn segir að sé besti leikari sinnar kynslóðar. „Við skutum hluta myndarinnar síðasta vetur og núna erum við að klára,“ segir Börkur Sigþórsson, leikstjóri stuttmyndarinnar Come to Harm. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlutverki, en með önnur hlutverk fara Þrúður Vilhjálmsdóttir, Magnús Ragnarsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Jón Páll Eyjólfsson, svo einhverjir séu nefndir. Börkur segir þetta enga venjulega stuttmynd, heldur sé hún hluti af mun stærra verki. „Þetta verkefni kom til mín í gegnum fyrirtæki sem ég tengist í Los Angeles en það fyrirtæki tengist áströlsku framleiðslufyrirtæki sem á í rauninni upphafið að þessu öllu saman,“ segir Börkur.Börkur Sigþórsson.Framleiðslufyrirtækið ástralska fékk handritshöfundinn Stuart Beattie til þess að skrifa gróft handrit að stuttmynd og síðan fengu sex leikstjórar, hver úr sinni áttinni, handritin í hendurnar. Þegar allir leikstjórarnir hafa lokið tökum á myndunum, verða þær settar saman í eina kvikmynd í fullri lengd. „Þetta er svolítið eins og þú sæir sex mismunandi uppfærslur af sama leikverkinu,“ segir Börkur. Stuart Beattie er þekktur handritshöfundur en úr smiðju hans eru myndir á borð við Collateral, Australia og Pirates of the Caribbean svo einhverjar séu nefndar. Börkur segir tökurnar hafa gengið ágætlega. „Þetta var frekar lengi að komast af stað en þetta fer að klárast.“ Eins og áður sagði fer Björn Thors með aðalhlutverkið í myndinni. „Við Bjössi erum gamlir félagar og höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hann er einn af mínum nánari vinum og er að mínu mati besti leikari sinnar kynslóðar. Það var frekar augljóst frá upphafi hver myndi fara með aðalhlutverkið,“ segir Börkur, en hann vann myndina í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands og íslenska framleiðslufyrirtækið Republik. kristjana@frettabladid.is Menning Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Börkur Sigþórsson gerir áhugaverða stuttmynd eftir handriti Stuart Beattie. Í aðalhlutverki er Björn Thors sem leikstjórinn segir að sé besti leikari sinnar kynslóðar. „Við skutum hluta myndarinnar síðasta vetur og núna erum við að klára,“ segir Börkur Sigþórsson, leikstjóri stuttmyndarinnar Come to Harm. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlutverki, en með önnur hlutverk fara Þrúður Vilhjálmsdóttir, Magnús Ragnarsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Jón Páll Eyjólfsson, svo einhverjir séu nefndir. Börkur segir þetta enga venjulega stuttmynd, heldur sé hún hluti af mun stærra verki. „Þetta verkefni kom til mín í gegnum fyrirtæki sem ég tengist í Los Angeles en það fyrirtæki tengist áströlsku framleiðslufyrirtæki sem á í rauninni upphafið að þessu öllu saman,“ segir Börkur.Börkur Sigþórsson.Framleiðslufyrirtækið ástralska fékk handritshöfundinn Stuart Beattie til þess að skrifa gróft handrit að stuttmynd og síðan fengu sex leikstjórar, hver úr sinni áttinni, handritin í hendurnar. Þegar allir leikstjórarnir hafa lokið tökum á myndunum, verða þær settar saman í eina kvikmynd í fullri lengd. „Þetta er svolítið eins og þú sæir sex mismunandi uppfærslur af sama leikverkinu,“ segir Börkur. Stuart Beattie er þekktur handritshöfundur en úr smiðju hans eru myndir á borð við Collateral, Australia og Pirates of the Caribbean svo einhverjar séu nefndar. Börkur segir tökurnar hafa gengið ágætlega. „Þetta var frekar lengi að komast af stað en þetta fer að klárast.“ Eins og áður sagði fer Björn Thors með aðalhlutverkið í myndinni. „Við Bjössi erum gamlir félagar og höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hann er einn af mínum nánari vinum og er að mínu mati besti leikari sinnar kynslóðar. Það var frekar augljóst frá upphafi hver myndi fara með aðalhlutverkið,“ segir Börkur, en hann vann myndina í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands og íslenska framleiðslufyrirtækið Republik. kristjana@frettabladid.is
Menning Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira