Göngum ábyrg til kosninga Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 29. maí 2010 06:00 Kosningar til sveitarstjórna verðskulda alla okkar athygli. Á vettvangi þeirra er fjallað um málefni daglegs lífs og umhverfið næst okkur sem hefur áhrif á alla velferð og þróun. Góð þátttaka í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna hefur verið aðalsmerki Íslendinga og við eigum ekki að láta það niður falla. Það er mikil óánægja, ósætti og reiði meðal fólks vegna þess sem misfarist hefur í stjórn þjóðmála á liðnum árum. Það er eðlilegt að menn vilji finna henni útrás við kjörborðið, en muna má einnig það sem hinir eldri sögðu við ungt ákafafólk í mínu ungdæmi að best væri að telja upp að tíu áður en reiðin fengi að stjórna orðum og gerðum. Uppgjör, uppstokkun og endurreisn tekur tíma, og það er síður en svo að eindrægni ríki í samfélaginu um leiðir til þess að vinna Ísland út úr bankahruni og efnahagsáfalli. Okkur er þó nauðugur einn kostur að taka á þeim vandamálum sem blasa við, ná tökum á fjármálum hins opinbera, einfalda kerfið í samræmi við fjárhagsgetu og endurreisa skuldsett atvinnulíf. Slík verkefni bíða sveitarfélaga um allt land. Sem betur fer er margt hæft fólk í framboði til sveitarstjórna og kjósendur ráða því í dag hverjir veljast til vandasamra ábyrgðar- og trúnaðarstarfa fyrir þeirra hönd næstu fjögur árin. Undan dómi kjósenda verður ekki vikist og sveitarstjórnarmönnum ber skylda til þess að vinna úr þeim pólitíska efniviði sem kjörið færir þeim. Sveitarstjórnir verða ekki rofnar á kjörtímabilinu og efnt til kosninga eins og möguleiki er að gera í landsmálum. Minn flokkur, Samfylkingin, hefur í aðdraganda kosninga lagt fram skýrar tillögur í atvinnumálum þar sem áhersla er lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir og flýtingu viðhaldsframkvæmda. Sérstaklega hefur atvinnustefna Samfylkingarinnar í Reykjavík vakið verðskuldaða athygli. Það er skynsamleg hagstjórnarstefna við núverandi aðstæður sem er í takt við áherslur okkar í ríkisstjórn. Atvinna og atvinnuþróun eru lykill að því að við getum tryggt velferð í dag og menntun barnanna okkar sem móta mun atvinnulíf framtíðarinar. Á þessu ári er Samfylkingin, sameiningarafl jafnaðarmanna, 10 ára. Flokkurinn heldur fram gildum sígildrar jafnaðarstefnu um jafnfrétti, frelsi og bræðralag. Síðustu misseri á Íslandi hafa fært okkur heim sanninn um að jafnaðarstefnan á erindi sem aldrei fyrr. Göngum ábyrg til kosninga í dag og veljum forystu sveitarfélaganna til næstu fjögurra ára. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Kosningar til sveitarstjórna verðskulda alla okkar athygli. Á vettvangi þeirra er fjallað um málefni daglegs lífs og umhverfið næst okkur sem hefur áhrif á alla velferð og þróun. Góð þátttaka í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna hefur verið aðalsmerki Íslendinga og við eigum ekki að láta það niður falla. Það er mikil óánægja, ósætti og reiði meðal fólks vegna þess sem misfarist hefur í stjórn þjóðmála á liðnum árum. Það er eðlilegt að menn vilji finna henni útrás við kjörborðið, en muna má einnig það sem hinir eldri sögðu við ungt ákafafólk í mínu ungdæmi að best væri að telja upp að tíu áður en reiðin fengi að stjórna orðum og gerðum. Uppgjör, uppstokkun og endurreisn tekur tíma, og það er síður en svo að eindrægni ríki í samfélaginu um leiðir til þess að vinna Ísland út úr bankahruni og efnahagsáfalli. Okkur er þó nauðugur einn kostur að taka á þeim vandamálum sem blasa við, ná tökum á fjármálum hins opinbera, einfalda kerfið í samræmi við fjárhagsgetu og endurreisa skuldsett atvinnulíf. Slík verkefni bíða sveitarfélaga um allt land. Sem betur fer er margt hæft fólk í framboði til sveitarstjórna og kjósendur ráða því í dag hverjir veljast til vandasamra ábyrgðar- og trúnaðarstarfa fyrir þeirra hönd næstu fjögur árin. Undan dómi kjósenda verður ekki vikist og sveitarstjórnarmönnum ber skylda til þess að vinna úr þeim pólitíska efniviði sem kjörið færir þeim. Sveitarstjórnir verða ekki rofnar á kjörtímabilinu og efnt til kosninga eins og möguleiki er að gera í landsmálum. Minn flokkur, Samfylkingin, hefur í aðdraganda kosninga lagt fram skýrar tillögur í atvinnumálum þar sem áhersla er lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir og flýtingu viðhaldsframkvæmda. Sérstaklega hefur atvinnustefna Samfylkingarinnar í Reykjavík vakið verðskuldaða athygli. Það er skynsamleg hagstjórnarstefna við núverandi aðstæður sem er í takt við áherslur okkar í ríkisstjórn. Atvinna og atvinnuþróun eru lykill að því að við getum tryggt velferð í dag og menntun barnanna okkar sem móta mun atvinnulíf framtíðarinar. Á þessu ári er Samfylkingin, sameiningarafl jafnaðarmanna, 10 ára. Flokkurinn heldur fram gildum sígildrar jafnaðarstefnu um jafnfrétti, frelsi og bræðralag. Síðustu misseri á Íslandi hafa fært okkur heim sanninn um að jafnaðarstefnan á erindi sem aldrei fyrr. Göngum ábyrg til kosninga í dag og veljum forystu sveitarfélaganna til næstu fjögurra ára. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun