Hamilton trúir á titilmöguleika sína 26. október 2010 15:10 Lewis Hamilton á verðlaunapallinum í Suður Kóreu ásamt Chris Dyer, Fernando Alonso og Felipe Massa hjá Ferrari. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Lewis Hamilton hjá McLaren hefur enn trú á því að hann geti orðið heimsmeistari í Formúlu 1, þó Fernando Alonso hjá Ferrari hafi náð forystu í stigamóti ökumanna með sigri í Suður Kóreu á sunnudaginn. Alonso er með 231 stig, Mark Webber hjá Red Bull 220, Hamilton 210 og Sebastian Vettel hjá Red Bull 206. Þessir fjórir ökumenn eiga mesta möguleika á titli þegar tveimur mótum er ólokið, en Jenson Button hjá McLaren á einnig tölfræðilega möguleika. Hann er með 189 stig og 50 stig í pottinum fyrir sigur og líkurnar því ekki miklar hjá Button á titli. Öllum keppinautum hans þarf að ganga fremur illa til að hann gatið varið titilinn sem hann vann í fyrra. Þrjú lið eiga möguleika á titli bílasmiða. Red Bull er efst með 426 stig, McLaren er með 399 og Ferrari 374. Hamilton sagði eftir keppnina í Suður Kóreu í tilkynningu frá McLaren að aðstæður hefðu verið mjög erfiðar. Hann varð í öðru sæti á eftir Alonso. "Þetta var mjög vandasamt, sérstaklega í lokin. Það var svartamyrkur og ég sá ekki mikið. Þá voru dekkin búinn. Það kom mjög á óvart að báðir Red Bull bílarnir féllu úr leik. Fernando ók mjög vel og ég er ánægður að hafa náð í stig eftir tvö slök mót", sagði Hamilton. Hamilton sagði að McLaren bíllinn hefði ekki verið eins fljótur og Ferrari bíllinn, en liðið myndi vinna hörðum höndum að því að laga það fram að næsta móti, sem er í Brasilíu um aðra helgi. Lokamótið verður í Abu Dhabi. "Það eru tvö mót framundan og það býr meira í bílnum. Liðið er að gera frábæra hluti í bækistöðinni. Það eru allir mjög áhugasamir og pressa fram veginn. Titilinn er ekki gengin okkur úr greipum, við getum þetta ennþá", sagði Hamilton eftir mótið á sunnudaginn. Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren hefur enn trú á því að hann geti orðið heimsmeistari í Formúlu 1, þó Fernando Alonso hjá Ferrari hafi náð forystu í stigamóti ökumanna með sigri í Suður Kóreu á sunnudaginn. Alonso er með 231 stig, Mark Webber hjá Red Bull 220, Hamilton 210 og Sebastian Vettel hjá Red Bull 206. Þessir fjórir ökumenn eiga mesta möguleika á titli þegar tveimur mótum er ólokið, en Jenson Button hjá McLaren á einnig tölfræðilega möguleika. Hann er með 189 stig og 50 stig í pottinum fyrir sigur og líkurnar því ekki miklar hjá Button á titli. Öllum keppinautum hans þarf að ganga fremur illa til að hann gatið varið titilinn sem hann vann í fyrra. Þrjú lið eiga möguleika á titli bílasmiða. Red Bull er efst með 426 stig, McLaren er með 399 og Ferrari 374. Hamilton sagði eftir keppnina í Suður Kóreu í tilkynningu frá McLaren að aðstæður hefðu verið mjög erfiðar. Hann varð í öðru sæti á eftir Alonso. "Þetta var mjög vandasamt, sérstaklega í lokin. Það var svartamyrkur og ég sá ekki mikið. Þá voru dekkin búinn. Það kom mjög á óvart að báðir Red Bull bílarnir féllu úr leik. Fernando ók mjög vel og ég er ánægður að hafa náð í stig eftir tvö slök mót", sagði Hamilton. Hamilton sagði að McLaren bíllinn hefði ekki verið eins fljótur og Ferrari bíllinn, en liðið myndi vinna hörðum höndum að því að laga það fram að næsta móti, sem er í Brasilíu um aðra helgi. Lokamótið verður í Abu Dhabi. "Það eru tvö mót framundan og það býr meira í bílnum. Liðið er að gera frábæra hluti í bækistöðinni. Það eru allir mjög áhugasamir og pressa fram veginn. Titilinn er ekki gengin okkur úr greipum, við getum þetta ennþá", sagði Hamilton eftir mótið á sunnudaginn.
Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira