Vettel ánægður eftir erfiða tímatöku 26. júní 2010 19:20 Fremstu menn á ráslínu, Webber, Vettel og Hamilton eftir tímatökuna í dag. Mynd: Getty IMages Sebastian Vettel tryggði Red Bull og sjálfum sér besta stað á ráslínu í kappakstrinum í Valencia sem verður á morgun. Mark Webber , félagi hans er annar á ráslínu og þetta er í fjórðs skipti á árinu sem þeir eru á fremstu rásröðinni. Lewis Hamilton vann tvö síðustu mót á McLaren og er þriðji á ráslínu, við hliðina á Fernando Alonso á Ferrari. „Þetta er gott að vera fremstur. Okkur gekk ekki of vel í síðustu tveimur mótum í tímatökum, þannig að útkoman er góð núna. Þess var ekki að vænta að brautin í Montreal og hér myndu henta okkur, þannig að það er gott að ná fremstu rásröðinni og staðan er góð", sagði Vettel í frétt á autosport.com. „Ég er ánægður með daginn, enda tímatakan erfið. Mér mistókst í fyrri tilraun minni í lokaumferðinni og vissi að ég yrði að láta allt ganga upp í seinni tilrauninni og það gekk upp." Red Bull er með nýjan búnað á bílnum sem hleypir auknu loftstreymi á afturvænginn gegnum ökumannsrýmið. Vettel sagðist vera að læra á búnaðinn sem er notaður á beinum köflum. „Það var gott að ná þessum árangri og þakka þannig aðstoðarmönnum fyrir mikla vinnu, þeir hafa sofið örfáa tíma...", sagði Vettel. Mótið í Valencia er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun og er í opinni dagskrá. Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel tryggði Red Bull og sjálfum sér besta stað á ráslínu í kappakstrinum í Valencia sem verður á morgun. Mark Webber , félagi hans er annar á ráslínu og þetta er í fjórðs skipti á árinu sem þeir eru á fremstu rásröðinni. Lewis Hamilton vann tvö síðustu mót á McLaren og er þriðji á ráslínu, við hliðina á Fernando Alonso á Ferrari. „Þetta er gott að vera fremstur. Okkur gekk ekki of vel í síðustu tveimur mótum í tímatökum, þannig að útkoman er góð núna. Þess var ekki að vænta að brautin í Montreal og hér myndu henta okkur, þannig að það er gott að ná fremstu rásröðinni og staðan er góð", sagði Vettel í frétt á autosport.com. „Ég er ánægður með daginn, enda tímatakan erfið. Mér mistókst í fyrri tilraun minni í lokaumferðinni og vissi að ég yrði að láta allt ganga upp í seinni tilrauninni og það gekk upp." Red Bull er með nýjan búnað á bílnum sem hleypir auknu loftstreymi á afturvænginn gegnum ökumannsrýmið. Vettel sagðist vera að læra á búnaðinn sem er notaður á beinum köflum. „Það var gott að ná þessum árangri og þakka þannig aðstoðarmönnum fyrir mikla vinnu, þeir hafa sofið örfáa tíma...", sagði Vettel. Mótið í Valencia er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun og er í opinni dagskrá.
Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira