Stór dagur hjá íslenskum frjálsíþróttakonum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2010 12:00 Hulda Þorsteinsdóttir er fyrst til að keppa ídag. Fjórar íslenskar frjálsíþróttakonur verða í sviðsljósinu á erlendum vettvangi í dag, þrjár eru að keppa á Heimsmeistaramóti unglinga í Moncton í Kanada og Ásdís Hjálmsdóttir keppir síðan í kvöld á Demantamótinu í Mónakó. Hulda Þorsteinsdóttir stangarstökkvari úr ÍR er fyrst út á völl en undankeppnin í stangarstökki hefst klukkan 12.20 að íslenskum tíma. Hulda er mjög efnileg og hefur sýnt miklar framfarir í stangarstökkinu. Besti árangur hennar, 3,95 m, fyrr á þessu ári er það þriðji besti árangur íslenskrar konu í greininni. Þjálfari Huldu er einmitt Íslandsmethafinn Þórey Edda Elísdóttir. Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni keppir í sjöþraut og hefst hún klukkan 13.50 að íslenskum tíma en fyrri deginum lýkur klukkan 21.30 í kvöld. Helga Margrét hefur sannað sig sem besta sjöþrautarkona landsins og á fimm bestu afrekin í sjöþraut kvenna frá upphafi. Íslandsmet hennar er 5.875 stig frá því í fyrra, en hún fékk 5.757 stig í fyrstu sjöþraut sinni í ár. Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr USÚ, keppir í langstökki og hefst forkeppni langstökksins klukkan 14.15 að íslenskum tíma. Hún náði besta árangri sínum, 6,10 m, í Evrópubikarkeppninni í fjölþrautum í Tel-Aviv um miðjan júní síðastliðinn og bætti fyrri árangur sinn um 33 sm. Þetta er fjórði besti árangur kvenna í greininni frá upphafi. Ásdís Hjálmsdóttir keppir í spjótkasti á Demantamótinu í Mónakó í kvöld en þetta er þriðja Demantamótið sem hún keppir á. Keppni í spjótkasti kvenna hefst klukkan 18.40. Íslandsmet Ásdísar er upp á 61.37 metra en hún hefur kastað lengst 60,72 metra á þessu ári. Ásdís náði þeim góða árangri á síðasta demantamóti sem hún tók þátt í Gateshead í Englandi. Innlendar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Fjórar íslenskar frjálsíþróttakonur verða í sviðsljósinu á erlendum vettvangi í dag, þrjár eru að keppa á Heimsmeistaramóti unglinga í Moncton í Kanada og Ásdís Hjálmsdóttir keppir síðan í kvöld á Demantamótinu í Mónakó. Hulda Þorsteinsdóttir stangarstökkvari úr ÍR er fyrst út á völl en undankeppnin í stangarstökki hefst klukkan 12.20 að íslenskum tíma. Hulda er mjög efnileg og hefur sýnt miklar framfarir í stangarstökkinu. Besti árangur hennar, 3,95 m, fyrr á þessu ári er það þriðji besti árangur íslenskrar konu í greininni. Þjálfari Huldu er einmitt Íslandsmethafinn Þórey Edda Elísdóttir. Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni keppir í sjöþraut og hefst hún klukkan 13.50 að íslenskum tíma en fyrri deginum lýkur klukkan 21.30 í kvöld. Helga Margrét hefur sannað sig sem besta sjöþrautarkona landsins og á fimm bestu afrekin í sjöþraut kvenna frá upphafi. Íslandsmet hennar er 5.875 stig frá því í fyrra, en hún fékk 5.757 stig í fyrstu sjöþraut sinni í ár. Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr USÚ, keppir í langstökki og hefst forkeppni langstökksins klukkan 14.15 að íslenskum tíma. Hún náði besta árangri sínum, 6,10 m, í Evrópubikarkeppninni í fjölþrautum í Tel-Aviv um miðjan júní síðastliðinn og bætti fyrri árangur sinn um 33 sm. Þetta er fjórði besti árangur kvenna í greininni frá upphafi. Ásdís Hjálmsdóttir keppir í spjótkasti á Demantamótinu í Mónakó í kvöld en þetta er þriðja Demantamótið sem hún keppir á. Keppni í spjótkasti kvenna hefst klukkan 18.40. Íslandsmet Ásdísar er upp á 61.37 metra en hún hefur kastað lengst 60,72 metra á þessu ári. Ásdís náði þeim góða árangri á síðasta demantamóti sem hún tók þátt í Gateshead í Englandi.
Innlendar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira