Skuldafyrning gæti umbylt samfélaginu 21. október 2010 05:45 horft yfir miðbæ höfuðborgarinnar Fari svo að fjármálafyrirtæki verði treg til lánveitinga sökum þess hversu auðvelt verði að gera skuldir sínar að engu mun fólk búa í minna húsnæði en áður og aka um á eldri bílum en í dag, samkvæmt framtíðarsýn greiningardeildar Arion banka.Fréttablaðið/vilhelm Stjórnarfrumvarp um styttri fyrningartíma skulda við gjaldþrot – niður í tvö ár – gæti umbylt íslensku fjármálakerfi og þjóðlífi. Þetta eru í stórum dráttum vangaveltur greiningardeildar Arion banka um frumvarp forsætis- og fjármálaráðherra sem boðað var á þriðjudag. Greiningardeildin bendir á að til skemmri tíma styrki frumvarpið stöðu skuldara, það geti komið í veg fyrir gjaldþrot og létt á skuldavanda heimilanna. Á hinn bóginn gætu margir ákveðið að fara gjaldþrotaleiðina. Við það aukist framboð á fasteignamarkaði og eftirspurn dragist saman. Það geti haft í för með sér verri eiginfjárstöðu íbúðareigenda, sem geti leitt til tregðu fjármálafyrirtækja til lánveitinga. Í kjölfarið geti gjaldþrotum fjölgað. Deildin bendir á að íslensk heimili beri ýmsar aðrar skuldir en húsnæðislán. Hafi fólk möguleika á því að þurrka út skuldir gagnvart Lánasjóði íslenskra námsmanna, kreditkortafyrirtækjum og fleiri með tveggja ára útlegð geti það haft í för með sér grundvallarbreytingar á íslenskum þjóðháttum. Í kjölfarið verði erfiðara að afla lánsfjár, meira verði um eldri bíla en nú og fólk búa í smærri íbúðum en áður. Tekið er fram í umfjölluninni að enn eigi eftir að kynna frumvarpið og því er ekki ljóst hvernig lögin verði útfærð. jonab@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Stjórnarfrumvarp um styttri fyrningartíma skulda við gjaldþrot – niður í tvö ár – gæti umbylt íslensku fjármálakerfi og þjóðlífi. Þetta eru í stórum dráttum vangaveltur greiningardeildar Arion banka um frumvarp forsætis- og fjármálaráðherra sem boðað var á þriðjudag. Greiningardeildin bendir á að til skemmri tíma styrki frumvarpið stöðu skuldara, það geti komið í veg fyrir gjaldþrot og létt á skuldavanda heimilanna. Á hinn bóginn gætu margir ákveðið að fara gjaldþrotaleiðina. Við það aukist framboð á fasteignamarkaði og eftirspurn dragist saman. Það geti haft í för með sér verri eiginfjárstöðu íbúðareigenda, sem geti leitt til tregðu fjármálafyrirtækja til lánveitinga. Í kjölfarið geti gjaldþrotum fjölgað. Deildin bendir á að íslensk heimili beri ýmsar aðrar skuldir en húsnæðislán. Hafi fólk möguleika á því að þurrka út skuldir gagnvart Lánasjóði íslenskra námsmanna, kreditkortafyrirtækjum og fleiri með tveggja ára útlegð geti það haft í för með sér grundvallarbreytingar á íslenskum þjóðháttum. Í kjölfarið verði erfiðara að afla lánsfjár, meira verði um eldri bíla en nú og fólk búa í smærri íbúðum en áður. Tekið er fram í umfjölluninni að enn eigi eftir að kynna frumvarpið og því er ekki ljóst hvernig lögin verði útfærð. jonab@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira